Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Myndin til hægri er af höll Karls lini bjó, meðan hann dv'aldist þar i 'er þeir Hitler og Mussolini liittust prins í Miinchen, þar sem Mussö- heiinsókn. Hin myndin er frá þvi, fyrsta skipti í Feneyjum. vísindarannsókna og' fimm mil- jónir punda til tekniskra skóla og háskólunum í Skotlandi gaf hann tvær miljónir sterlings- punda. Hann barst litió á sjálfur og var sparnevtinn. Þa'ð eina sem liann eyddi miklu í voru fer'ða- lögin; en hann taldi þau jafn- an nauðsynleg vegna kaupsýSlu sinnar og viðskifta. Hann liafði mjög óbrotið mataræði. Hann var ljettur væskill og aðeins 5 fet og fjórir þumlungar (ensk- ir) á hæð. Hann var ekki þyngri en fjögra feta járnbraut- arteinn úr stáli. Frá uppliafi vega sinna leit hann á kaupsýsluna eins og ltvern annan leik. Hann ljel aldrei peningana stjórna sjer, eins og flestir gera. Hann hafði unglingshjarta alla tíð, var all- af vakandi, fullur af áhuga og fljótur til viðbragðs. Heili hans var altaf barmafullur af nýjum hugmyndum, sem snerust um það að bæta hag mannkýnsins. Hann fann miklu minna til sín en meðal skrifari. Jeg hefi sjeð hann húka á hækjum á gólfinu í hókastofu sinni í New York, önnum kafinn við að raða upp- dráttum og myndum á gólfið. Hann kærði sig ekki hót um að sýnast. Hann hafði aðeins eitt yndi: að tefla taflið og vinna. Stálið var uppáhald hans; bókasöfn; friðurin; lýðræði og að nokkru leyti vísindi og hljómlist. Hann studdi drengilega frjálslynda flokkinn í Englandi. Bestu vinir lians voru Bryce og Morley. Hann hafði yndi af bókum. Einu sinni sagði hann: „Ef jeg ætti kosl á að lifa æfi mína upp aftur, þá mundi jeg kjósa að verða bókavörður“. Hann fyrirleit stifa flibba og samkvæmislíf hefðarfólksins. Hann keypti sjer aldrei sigl- ingasnekkju og eignaðist aldrei járnbrautarvagn handa sjálfum sjer. Hann hliðraði sjer hjá samkvæmislífi rika fólksins. Hann kvæntist, þegar hann var fimtíu og tveggja ára og kona lians helgaði sig' heimilisstörf- nnum. Þau eignuðust eina dótt- ur, sem giftist ungum járn- brautarforstjóra. Carnegie mundi hafa or'ðið sinnulaus, ef hún hefði gifst hertoga. Hann var góður vinnuveit- andi og ávall fyrstur manna til j>ess að hækka kaupið. Hann sparaði aldrei á þvi að lækka kaupgjald heldur á því að bæta vjelarnar. Hann græddi hauga af fje, en það voru alt hreinir ]>eningar. Hann gerði engan mann fátækari. Hann eignaðist l>eninga, þeir voru laun fyrir góða stjórn. Þegar hann fædd- ist kostaði pundið af stáli einn shilling. Hann lækkaði stálverð- ið ofan í 3/4 úr penny. — Hann var auðmaður; og' æfiferill hans er svar við sameignarkenning- unni. Hann arðrændi engan. Hann hækkaði kaupið. llann gerði vinnuna auðveldari. Hann lækkaði vöruverðið. Hann bygði upp nýja iðngrein öllu mann- kyninu til blessunar. Og hann byrjaði tilveruna i ofurlitlum kumbalda i Dun- fermline. Þannig er hetjuljóð Carnegie mesta iðjuhölds allra Skota“. Hjer á landi er Carnegie kunnastur fyrir hetjusjóð sinn, sem er sú eina gjöf hans, sem íslendingar hafa notið góðs af. Veitir sjóður þessi árlega verð- laun fyrir vasldcga björgun manna úr Jífsháska, svo sem frá druknun, bruna og öðru og Iiafa margir hjer á landi fengið viðurkenningu úr sjóðnum. En hetjusjóðurinn er aðeins smá- ræði hjá ýmsum öðrum gjöfum Carnegies. Hjer að framan hef- ir verið minst á bókasöfnin, sem hann hefir gefið Ameríku og Englandi og gjafir lians til vísinda og skóla. Þá má nefna l'riðarsjóð Carnegie, sem hann stofnaði með tveim miljónum punda og skal sjóður þessi veita fje til fræðslu um friðar- mál, lil fræðslu í hagfræði og sögu og til prófessorsembætta i alþjóðarjetti. í sambandi við þetta má geta þess, að hann gaf stórfje iil byggingar friðar- hallarinnar i Haag, þar sem al- þjóða-gerðadómúrinn situr. Af skotska háskólasjóðnum var 17.435 stúdentum veittur 700.- 000 punda styrkur fyrstu seyt- ján árin sem sjóðurinn starfaði. Carnegie gaf einnig stórfje til blindraskóla í Englandi og til Bauðakrossins, til hjúkrunar- kvennaskóla og til styrktar tónlistarmönnum í Bretlandi. Ýmsar bækur liggja eftir Carnegie, aðallega frá síóari ár- um hans og hafa sumar þeirra verið þýddar á norðuríanda- mál. Fyrsta bók hans var „Triumphant Democracy“ sem kom út 1886, „The Gospel of Wealth“ kom út árið 1900, „The Empire of Business 1902, „The I.ife of James Watt“ 1909 og „Problems of To-day“ árið 1909. Það var árið 1901, sem Carne- gie seldi eign sína i stálfjelög- unum miklu fyrir 90 miljón ]>und, þetta fyrirtæki, sem steypt hafði verið saman í hring úr mörgum smærri og gekk undir nafninu „Carnegie Sleel Co“ og átli auk stálsmiðj- onna bæði kolanámur, járn- hrautir og gufuskip. Kaupand- inn var auðkýfingurinn .Tolm Piermont Morgan og nú breytti fjelagið um nafn og heitir enn „United States Steel Corpora- tion“. Eftir það settist Carne- gie i helgan stein og sat lengst- um í Skibo á Skotlandi. Hann dó á ferðalagi í Lenox í Mass- achusetts 28. ágúst 1919. Dánar- bú þessa ríka manns hljóp ekki á neína fimm miljónir punda eða um tuttugasta hluta þess sem hann liafði átt, þegar hann var ríkastur. — Þjcr játiö nö hafa kallað ináta- flutningsmanninn nashyrning? — Já, cn það var bara táknrœnt. Kennavinn: — Hvar cr Madeira? Hans: — í kjallaranum hans pabba. — Mikið Skelfing ertu súr á svip- inn? — Er það ekki von, mjer gremst svo mikið við konuna mína. AJlan daginn cr hún að nöldra: Géfðu mjer peninga, jeg má til að fá pen- inga? Og hvað gerir hún við ailu l>essa peninga? - Hvernig á jeg að viia það. Hún fær aldrei neina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.