Fálkinn


Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.11.1937, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 ► Myndin hjer að ofan er af þýska utan- ríkisráðherranum, von Neurath. Sýnir inýndin hann þegar hann heilsar við- hafnarfylkingu, að sið fasista. Vaxmyndasalir Madame Toussaud i London geyma furðulega náttúrleg líkön helstu manna veraldarsögunnar og enda mestu óbótamanna henn- ar líka. Þar er kvennamorðinginn Landru og þar eru ýmsir hershöfð- ingjar síðari tíma og þar eru helstu stjqrnmálamenn. Þegar Stanley Rald- win Ijet af stjórn í vor, var hann flutt- ur á burt, en vaxmynd af Neville Chamberlain sett i staðinn. Myndin til vinstri sýnir „forsætisráðherraskiftin“ á vaxmyndasafninu. fíaldwin er bor- inn burt, en aðstoðarmaður er að laga slifsið á Chamberlain. Útsjónarsamur gistihúseiganái hefir fundið upp á því snjallræði að byggja gistihús, sem að öllu líkist skipi að ytra útliti, en stendur þó á þurru landi. Þetta sjerkennilega gistihús stendur í belgiska baðvistarbænum Ostende og er í flestu stæling á franska skipinu „Normandie". Hefir þessi hugmynd reynst vel. Fólk hefir hyllst til að búa á þessu gistihúsi fremur en öðrum gistihúsum borgarinnar og eigandinn græddi mikla peninga i snmar. Síðastliðið sumar unnu Danir ýms af- rek á sundi, einkum stúlkurnar Jenny Kammersgaard oy lnger Sörensen. En þetta þótti ekki nægja. Var þvi afráð- ið að hafa boðsund frá Kaupmanna- höfn til Horsens og var leiðinni skift í tólf kafla. Þetta gekk auðvitað eins og í sögu og hjer sjást sundmennirnir tólf eftir sundið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.