Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ---- GAMLA BÍÓ --------- Æsknhngsjónir. Efnismikil og framúrskarandi vel ieikin talinynd, af leikritinn ,,Ah, Wildness“ eftir frægasta lcikritahöfnnd Bandaríkjanna EUGENE O’NEILL. Aðalhlutverkin leika úrvals leikarar, eins og WALLACE BEERY, LIONEL BARRYMORE, GECILIA PARKER, ERIC LINDEN. Sýnd bráðlega! Gamla Bíó sýnir bráðlega mynd sem lieitir „Æskuhug- sjónir“ og sem fer fram í Am- erískum smábæ árið 1906. Nat Miller ritstjóri lifir hamingju- sömu heimilislífi með konu sinnn Essie og börnunum Artli- ur, Ritíhard, Milfred og Tommy. Ennfremur býr systir hans ó- gift, Lily, og ókvongaður bróð- ir frúarinnar, Sid að nafni, i húsinu lijá þeim. Richard hefir einmitt þessa dagana lokið stú- dentsprófi og liefir verið kjör- inn til þess af bekkjarbræðrun- um að lialda ræðu við uppsögn skólans. Richard liefir lesið margt og mikið og hugsar sjer nú að sýna kennurunum hvað hann kunni og sje sjálfstæður, með því að setja fram ýmsar róttækar skoðanir um þjóðskipu lagið eins og það er. Hann trú- ir vinkonu og skólasystur sinni, Murriel, fyrir þessari fyrirætl- un sinni, en liún er dóttir rik- asta kaupmannsins í bænum og þau bálskotin hvort í öðru. Um leið og þetta fer fram ber svo við, að Nat kemur Sid mági sinum fyrir sem blaðamanni í öðrum bæ, en þau Sid og Lily hafa lengi verið skotin livort í öðru. Lily befir þó ekki viljað Iieitast bonmn, því Sid er drykkfeldur mjög. Nú þegar Sid er að fara á burt, biður hann liennar á ný og fær heit henn- ar gegn þvi að liann liætti alveg að drekka. Hann lofar því — og hverfur svo á burt. Richard flytur nú erindið á skól.abálíð- inni, en faðir lians hefir fengið liann til þess að breyta bandrit- inu og þannig komið í veg fjæir að Richard vrði sjer til skanun- ar. Richard og Murriel, sem unnast bafa komið sjer sam- „Otti blaðasali“. Þennan pilt, sem við lijer birt- um mynd af, þekkja allir Reyk- víkingar, blaðsölupiltinn, sem gerði það, sem enginn hafði áð- u r gert lijer í bæ, nefnilega að lifa á því að selja blöð í lausa- sölu. En nú er „Otti blaðasali” Otti Siemuiuisson. bættur. Enginn efast um það, að hann liætti fyrst eftir að liafa náð þvi takmarki, sem liami setti sjer, en það var að afla sjer næilegs fjár til þess að menta sig og búa sig undir annað og betra starf. Otti hefir sýnt það i blaðsölustarfinu að hann vill áfram í lífinu og að iiann vill bjálpa sjer sjálfur. Hann hefir verið fyrirmynd blaðsölupilta i reglusemi og á- stundun. Þegar bann nú hverf- ur af götunni og inn í Iestrar- stofuna til mentunar, fylgja honum allra bestu óskir mý- margra Reykvikinga sem verslað liafa við Otta. Hann hefir sett met sem blaðsölupiltur, og von- andi verður hann eins dugandi við námið og starfið, sem bíður lians á lifsleiðinni. En í stað Otta koma aðrir piltar, sent selja blöð og með rjettu geta tekið sjer liann til fyrirmyndar. an um að fara i skemtiferð, en úr henni varð þó ekkert. Þarin dag kom nefnilega Sid aftur lieim, hefði verið rekinn frá fclaðinu.. En áður en halda skyldi at' stað, kemur faðir Murriel, McComber gamli kaup maður og kvartar undan þvi við Nat að sonur hans hafi sið- spillandi áhrif á dóttur hans. Nat verður svo vondur að hann rekur kaupmanninn út, en áð- ur en hann fer fær hann Nat brjef, sem Murriel hefir skrifað Richard. Richard verður sorg- bitinn mjög yfir þvi að unnust- an hafi svikið liann og lætur nú að vilja kunningja sins um að taka þátt í glaumi með Ijettúð- ugum stúlkum. Hanri drekkur sig fullann. Nat og Sid hafa líka lent á fylliríi og nú verður held ur en ekki uppistand á heim- ilinu. Skal hjer ckki rakin þráð- ui myndarinnar frekar, og geta bíógestir sjálfir sjeð endirinn með þvi að fara i Gamla Bíó. ------- NÝJA BÍÓ. ---------- Ástfanpar meyjar. (Ladvs in Love). Gullfalleg og vel saniin kvík- mynd frá Fox fjelaginu. Aðalhlutverkin leika fjórar frægustu kvikmyndastjörnur Ameriku: LORETTA YOUNG, •IANET GAA’NOR, CONSTANCE BENNETT, SIMONE SIMON. Myndin, sem Nýja Bíó sýnir næstu daga cr stórfalleg og vel leikin, enda lcika í henni fjórar hinar allra frægustu kvikmynda- konur Ameríku. Mvndin heytir „Astfangnar meyjar“ og gerist í Budapest. Þrjár ungar stúlkiu. með æfintýraþrána i sjei', hafa slegið sjer saman og leigt sjer íbúð, aðeins eitt herbergi þó irieð eldbúsi, á dýrasta stað bæjarins, í von um á þann hátl að geta kynst efnuðum mönn- um. Yoli (Gonstance Benriett) er „mannequin“ bjá tískusala, hún er ákaflega ánægð með sjálfa sig og ætlar að ná sjer í ríkan mann. Susie (Loretta Young) er kórstúlka við söng- leikhús og Martha (Janet Gay- nor) er ung barónsdóttir, en bláfátæk Hún lifir á þvi að sauma slifsi og selja þau sjálf á götum úti, og er þar að auki til aðstoðar bjá lækni, gætir tilraunadýra hans. Daginn, sem stúlkurnar flytja inn í íbúðna fá þær heimsókn af vini Yolis, verkfræðingnum John Bartlett (Paul Lukas) og' í fylgd með honum er Karl Lange greifi (Tvronne Power), sem undir eins verður skotinn í Susie. Hann býður henni út með sjer á dansskemtun, og þó hún viti að hann sje lofaður annari slúlku fer bún með hon- um út og dansar langt fram á nótt, en John og' Yoli eru með þeim í samkvæmi hjá ríkum málafærslumanni, sem er að leggja sig eftir Yoli. Hann veit að Jolm ætlar bráðlega að fara lil Suður-Ameriku og' reynir nú að koma sjer innundir hjá Yoli. Næsta dag fer Martha á fund Susie í leikhúsinu og kynnist þar töframanninum Landor og ræður sig til aðstoðar honum. Að leiknum loknum sækir Lang greifi Susic og fer með bana heim til sín. Þar bíður þeirra merkilegt atvik. í sófanum ligg- ur ung stúlka, Marie (Simone Simon), sem er eitthvað skyld John og hefir strokið úr skól- anum. Ilún vill hvergi fara í fyrstu, en loks tókst þó að koma henni i skólann aftur. Yoli vissi ekki að þetta var byrjun þess að alt l'æri út um þúfur milli hennar og John. Nú byrja og erfiðleikarnir fyrir Mörthu. Hún hefir sagt upp lilássum sínum bæði hjá lækn- inum og Landor. Landor er altaf að biðja hennar, mest þó til þess að vita hvort hann enn hafi nokkuð vald yfir kvenfólki, en það þoldi ekki Martha. Susie lifir á hinn bóginn enn ham- ingjusömu lífi með Lange greifa En eill kvöld nær bún i brjef til hans og les. Það ber með sjer að Lange innan skamms ætlar að giftast unnustunni siuni. Susie fer frá honum, en sama kvöldið kynnist bún blaðamann- inum Brenner og skemtir sjer með lionum. Skal nú ekki rak- inn þráður myndarinnar frek- ar, aðeins sagt að úr Jiessu rek- ur hver atburðurinn annan og ráðleggjum við bíógestum sjálf- um að fara og sjá livernig fer fvrri bnum undurfögru meyj- um og æfintýri þeirra. Halldór Hermannsson, prófessor við Carnellháskólann í Banda- rikjimum, varð 60 ára 6. þ. m. Orðrómur hefir gengið um það, að Robert Taylor, kvikmyndaleikar- inn sem allar stúlkur veraldar dá meira nú en nokkurn annan, væri i þann veginn að giftast leikkonunni Barböru Stanwyck, sem áður var gift miljónamæringnum Fay, en er nú skilin við hann. Taylor neitai þvi ekki að þau sjeu góðkunnug, Barbara og hann, en hinu tekur hann fjarri, a'ð þau sjeu í þánn veginn að giftast. Því að samkvæmt samning- um sinum við fjelag sitt má hann ekki giftast í sjö ár. Hann hefir 14000 króna kaup á viku, meðan hann er ógiftur, og viðurlögin eru mikil, ef hann brýtur samninginu. Markvörður hins fræga eilska knattspyrnufjelags Aston Villa fjekk nýlega svolátandi brjef, nafnlaust: „Sem markvörður hafið þjer ábyrgð- armikla stöðu hjá fjelagi yðar, og ef þjer viljið hlýða skynsamlegui!i fortölum gelið þjer aukið tekjur yð- ar all-verulega. Við erum reiðuhúnii til að greiða yður 750 pund fyrir hvern þann knattspyrnuleik, sem þjer reynið að tapa og 250 pund að auki ef það tekst“. Sendandinn segist koma fram fyrir hönd fjelags, sem reyni að koma fram óvæntum úrslitum knattspyrnu, svo að veð- málin um úrslitin fari öðruvísi en ætlað var. Markvörðurinn, Frank Biddleston, ljet brjefið fara il lög- reglunnar og er nú verið að leita brjefritarann uppi. Ekki hefir ver- ið reynt að múta atvinnumönnum í knattspyrnu á þennan hátt síðan 1913 og þá náðist sökudólgurinn og var dæmdur í fangelsi. •fi Alll með tslenskuro skrppnt1 ý| £

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.