Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YNGfW LES&NbURNIR Tðfra-pár. í þetta sinn skulum viö byrja á ofurlitilli teikniþraut, sem ekki er eins erfið og hún sýnist, enda er lu,n ætluð yngstu lesendunum. Mynd in er ekki annað en eintóm óskilj- anleg slrik og punktar. En nú skul- iift þið reyna að taka blýant eða svart kiit og dekkja alla reitina á teikn- ipgunni sem punktar eru í. Þegar þið hafið fullvissað ykkur um, að allir punktareitirnir á myndinni sjeu orðnir svartir, þá skuluð' þið snúa myndinni við og sjá, hvort þið hafið ekki fengið mynd, sem þið þekkið úr náttúrufræðinni. Kíkirinn sem steroskóp. í síðasta blaði var jeg að segja ykkur frá, hvernig hægt væri að laka stereoskópmyndir með venju- legri Ijósmyndavjel Og í dag ætla jtg að segja ykkur, hvernig maður getur notað sjer safn af svona mynd- um, þó maður eigi ekkert stereoskóp- ið — ef maður aðeins hefir venju- legan ferðakíki við höndina; leik- húskíki má jafnvel nota, en þá verð- ur myndaflöturinn minni. Þetta er ofur einfalt mál. Sjón- glerin tvö, sem eru næst augunum |iegar maður notar kíkinn á venju- legan hátt, eru tekin burt — l>að er hægt að skrúfa þau úr fyrirhafnar- lítið, en leggið þau varlega til hliðar og gætið þess vel að þau týnist ekki. Snúið svo kíkinum við og horfið á myndirnar gegnum stækkunarglerin í kíkinum, þannig að kikisrörið viti sitt að hvorri myndinni. Þá kemur fram ein mynd, með fullri dýpt, alveg cins og þið hefðuð full- komnn rúmsjá. Flupjelaprófun. Vitið þið hvernig flugvjelaverk- smiðjurnar fara að því að prófa vjelarnar áður en þær eru seldar? Það verður nefnilega að þrautprófa liverja einstaka vjel undir eins og hún liefir verið sett saman til þess að komast að raun um, hvort ekki eru á henni neinir smíðagallar, eða hvort hún þolir þá áreynslu, sem hún er gerð fyrir, til dæmis fárviðri og svipvindi. Til þessa hafa verk- smiðiurnar sjerstakar rokvjelar. 4 Flugvjelin er sett á einskonar hverfi- stall, þannig að hún getur snúist i allar áttir og er stallurinn látinn láinn standa milli tveggja opa, sem vindur gý's gegnum. Hjer á myiidinni sjest flugvjel gegnum o))ið á svona rokvjel. Nú eru sterkar stormkvið- ur látnar gjósa á vjelina á báðar hliðar til skiftis, en flugvjelin er látin snúast, svo að hún verði fyrir stormhviðunum á allar hliðar. Á æfintýrum í Texas. 13) Tom ljet hestinn sinn fara eins og hann komst. Það var eins og „blessuð skepnan skildi" að það væri um að gera að komast yfir trje- brúna áður en logarnir lokuðu um- fcrðinni. Það brakaði og snarkaði i brúnni og hún Ijek öll á reiði- skjálfi, þegar Tom hleypti hestinum út á hana; nú voru aðeins fáir metr- ar þangað sem eldurinn hafði læst sig í brúna og eftir augnablik mundu þcir Tom og hesturinn vera komn- ir inn í eldhafið. Hesturinn prjón- aði og virtist hugsa sig um hvort hann ætti að leggja í eldinn, og svo þeysti hann áfram en í sama bili brast brúin! Eldurinn hafði nag- að sundur plankana og Tom steyptist ásamt hestinum ofan i ána, en brennandi brakið úr brúnni hrundi ofan í vatnið alt i kringum þá. 14) Tom vissi ekki fyr en hann var i kafi í beljandi árstrauminum og nú var hann ekki á marga fiska. Nú var alt tapað, bófarnir voru sennilega komnir langt undan með fangana tvo, og það var ekki nokk- urt viðlit að reyna að elta þá uppi fyrst um sinn. Beggja megin árinn- ar voru þverhniptir klettar, sem ó- mögulegt var að komast upp; það var því ekki annars kostur en að láta berast undan straumi, þangað il sæist skarð í klettana, þar sem leið væri að komast upp úr. Hestur Toms hringsólaði kringum hann á sundi og vissi ekki livort hann átti að halda áfram eða snúa við, þangað til Tom náði i tauminn og nú syntu þeir báðir áfram og rak hratt niður eftir ánni. Nú era ekki góðar horfur hjá Tom. Kemst hann aftur á slóð ræningjanna eðci verðuv hann að hætta við eftirförina fyrir fult og alt. — Lesið um það í næsta hlaði. Tóta frœnka. Kona stendur við húsdyrnar og hringir bjöllunni, þegar lítill dreng- ur kemur út. — Þjer verðið að hringja langtum betur ef hann Andrjes á að heyra það, segir hann. — Nú, hvað er þetta. Er hann heyrnarsljór? — Nei, en liann fór suður í Kefla- vík í morgun. HERTOGINN AF WINDSOR sjest hjer á myndinni í búningi námuverkamanna, sem hann fór i þegar hann var staddur i Essen nýlega og skoðaði námurnar þar. H ERTOGAHJÓNIN AF KENT. Á ferðalagi sem hertogahjónin nf Kent fóru til Wales var hertoginn settur inn í embætti sem kanslari Wales-háskólans i Swansea, en her- togafrúiii var sæmd doktorsnafnhót. Hjer að ofnn sjást hjónin, eftir að þau tóku við tigninni. Hvað átti það að þýða að vera að strjúka kústinum framan í and- lilið á honum Nonna litla i morg- un. — Jeg var að venja hann við að kyssa hann afa sinn, sem er vænt- anlegur i kvöld. in XT w c A f?S c K \ J < ) O 0 c ) C ) p 4 ) V ' k < RÁÐNING á strikaþrautinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.