Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Page 6

Fálkinn - 08.01.1938, Page 6
6 K Á L K I N N T EG VEIT EKKI livort það er allsíaðar svo, en hjerna í Reykjavík er það mjög algeng venja, að gefa vinnúkonunni frí einn virkan dag eftir hádegi í hverri viku. Mjer finst þetta góð og nauðsynleg venja. Jeg hefi komist að því, að daglegur vinnutími vinnustúlknanna, stúlkna sem eru í vist, eins og' það er kallað, er oft ærið lang- ur. Reyndar liefi jeg aldrei ver- ið í vist sjálfur, svo jeg liefi ekki eigin reynslu að styðjast við, en jeg hefi verið í góð- um kunningsskap við margar vinnukonur og þykist þess- vegna hafa rjett fyrir mjer. Og þó jeg virði frúrnar og dáist að þeim engu siður en vinnukonunum, þá er jeg þeirr- ar skoðunar, að þær sjeu sumar hverjar ekki sem nærgætnaslar við vinnukonuna sína. En slepp- um því. Jeg ætla að rifja upp Iöngu liðinn vinnukonufrídag, sem er mjer minnisstæðastur af öllum þeim, sem jeg liefi lifað. Jeg var þá nýbúinn að taka á leigu lierbergi vestur i bæ. Ræst- ing var innifalin i húsaleigunni og annaðist hana vinnukona fjölskyldunnar, sem jeg leigði hjá. Það var hnellin og hraust- leg stúllca um tvítugt, Sigríður að nafni. Mjer leist samt sem aður ekkert vel á hana, að minsta kosli ekki fyrst í stað — mjer fanst hún vera svo flótta- leg á svipinn, og það var eins og hún flýði altal’ undan augna- ráði manns. Það jók heldur ekki álit mitt á benni, að hún tók fremur illa til í herbergi mínu. Og svo kom það líka fyrir einn daginn, að sígarettupakki, hjer- umbil fullur, hvarf af borðinu hjá mjer. Jeg gal ekki ímyndað mjer að nokkur annar en hún ein gæti verið valdur að hvarf- inu. Jeg spurði hana því livort hún hefði ekki sjeð þennan sig- arettupakka en hún neitaði því. Samt fansl mjer hún meira en lítið grunsamleg á svipinn. C VO KOM vinnukonufrídag- ^urinn. Þetta var í apríl og hesla veður, enda var jeg í á- gætu skapi þegar jeg var á heimleiðinni úr matsölunni eftir að liafa borðað kvöldverðinn. Þetla kvöld átti jeg von á heim- sókn af stúlkunni minni, sem jeg kallaði. Það var myndarleg stúlka, sem vann i banka, og átti þar að auki mjög efnaða foreldra. Það var því síður en svo óálitlegt að balda kunnings- skap við hana. Jeg hengdi hattinn minn og frakkann i ganginn, rjett hjá herbergisdyrum mínum, þegar jeg kom inn, eins og jeg var vanur, og tók. um leið eftir þvi, að vinnukonan, ungfrú Sigríð- ur, var á leiðinni út — í kápu og með hatt. Svo dró jeg upp úr vasa mínum poka með konfekti og fleiru sælgæti sem jeg hafði kevpt handa stúlkunni minni, Friðjón Stefánsson: Frídagur vinnukonunnar. Hættu þjer aldrei inn til vinnukonunnar, hvað sem við liggur. Það getur kostað þig kærustuna þina. og ljet það á borðið hjá mjer, en mundi eftir þvi um leið að hún reykti eins og skorsteinn. Mikill skrambi að hafa ekki sigarettur handa lienni. Bölvað ólán að stelpan skyldi slela frá mjer sigarettunum um daginn, hugsaði jeg með mjer. En að nota nú tækifærið meðan liún var úti og lita inn í herbergið hennar og vita hvort jeg sæi þær ekki? Það hagaði þannig lil að herbergin okkar lágu hlið við hlið. Jeg þurfti ekki nema aðeins að opna dyrnar og líta inn, og enginn mundi verða var við það. Á þessu augnabliki sá jeg ekkert rangt eða niðurlægj- andi við þetla, svo að jeg — án þess að hugsa um það nánar — gekk yfir að herbergisdyrunum hennar. Hurðin var ólæst og jeg opnaði og fór inn. Jeg litað- ist um. Þarna var lítið af inn- anstokksmunum, uppbúið rúm, smáborð með opinni púðurdós og dönskum reyfara og einn stóll. Fataskápur fvrirfanst enginn, en aftur á móti var fyrir einu horni herbergisins forliengi eitt stórt og skrautlegt, sem náði al- veg niður að gólfi. Sígarelturn- ar mínar sá jeg hvergi. Auðvit- að gátu þær verið niðri í koff- ortinu, sem stóð fyrir aftan rúm ið, en það varð þá að hafa það. Jeg ætlaði ekki að hafa svo mik- ið fyrir einum sigarettupakka að jeg færi að opna annura manna hirzlur í leyfisleysi. En á meðan jeg var í þessum þönkum heyrði jeg alt í einu hralt fótatak i ganginum og — það sem verra var — málróm Sigríðar vinnukonu. Jeg fjekk hjartslátt og skammaðist mín alla leið ofan í tær. Eftir nokk- ur augnablik mundi bún verða komin og þá stæði jeg hjer. Fljótfærnin er einn af mínum mörgu ókostum, enda hefi jeg oft fengið að kenna á þvi um dagana. Eins og elding fór sú hugsun um huga minn, að Sigríður hlyti hara að liafa gleymt einhverju og mundi fara strax út aftur; jeg skyldi þessvegna fela mig hak við forhengið á meðan. Án læss að hugsa þetta nánar fram- kvæmdi jeg það. í sörnu and- ránni sem jeg var kominn bak við forhengið — innan um kjóla af ýmsum litum og gerðum — hevrði jeg að Sigríður kom inn. En það var einhver með henni, einhver kunningjastúlka, sem hún kallaði Beggu. jKETTA VAR voðalegt. Þær voru auðvitað vísar til að fara að spjalla saman og sitja þarna lon og don. Jeg dauðsá eftir flasi mínu og fljótræði. En hvað stoðaði það? Hjeðan af gat jeg ekki snúið við. Það reyndist i'jett til getið hjá mjer. Þær settust niður á rúmið og fóru að spjalla saman. Sigga: — Jæja, Begga mín. Hvað segirðu nú annars til? Begga: — (), ekki neitt sjer- stakt, held jeg. Sigga: — Hvernig var að vera þarna á Njálsgötunni, þar senx þú varst í fyrra? Begga: — Æ, það var hálfgert j'rat. Jeg fjekk aldrei horgað kaupið mitt fyr en löngu eftirá, og fyrir síðasta mánuðinn er jeg ekki farin að fá enn og læ víst aldrei. Sigga: — Var hann ekki rík- ur, karlinn? Begga: — Jú, hann er víst vel efnaður. En hann ætlar sjer að svíkja*mig um þetta. Sigga: Bölvaður óþokkinn. Begga: Svo voru krakk- arnir þeirra svo leiðinleg, bæði stelpan og strákurinn. Þau þótt- ust vera langl yfir mann haf- in, og þó voru þau bæði mestu asnar. Hún var til dæmis búin að tvifalla við próf í þessum skóla, sem hún var í. Eix strák- urinn var óuppdreginn í kjaft- inum eins og versti götustrákur. Og svo þykist þetta vera ment- að fólk. Svei! Sigga: Já, ætli jeg kannisl ekki við þessa monlrassa. En hvernig var annars að umgang- ast þau, frúna og húsbóndann? Begga: — Æ, hún var ósköp merkileg með sig. En hann var svo sjaldan heima. Jeg held að bann hafi flest kvöldin verið á fvlliríi úti í bæ. Sigga bauð nú sígarettur og þær fóru báðar að púa. En jeg bölvaði nxeð sjálfum mjer af beilum hug öllum sígarettum, því að alt var það þeim að kenna, að jeg hafði lent í þessu óskemtilega æfintýri. Sigga: — Nei, veistu /wað, Begga. Strákurinn senx leigir bjerna heldur vist að jeg hafi stolið frá sjer sígarettum! Hún hló. — En jeg skal segja þjer livernig á þvi stendur. Jeg tek til í herberginu hans. Og einn daginn liafði hann bjálfast til að skilja sígarettupakka eftir á náttboi'ðinu, beint fyrir ofan þar sem koppurinn hans var. Svo hef jeg auðvitað komið við pakk ann í ógáti þegar jeg var að húa um rúmið hans, því að jeg vissi ekki fyr en jeg sá liann á sundi í pottinum. Þær skellihlógu háðar. Svo hjelt Sigga áfram: Jeg fjekk mig ekki til að fara að segja honurn frá þessu, en jeg veit, að hann heldur að jeg hafi stol- ið pakkanum. Þetta er mesti sjervitringui', held jeg, og mesta dauðýfli —- þykist vist vera að læra eitthvað. Begga: Þykir þjer gott að reykja? Sigga: Já, agalega. En þjer? Begga: — Stundum. Upp úr þessu fóru þær að tala um siela og myndarlega stráka, höll og ástaræfintýri. En mjer leið hræðilega illa, þar sem jeg varð að standa rótlaus upp á endann og bíða. Og ekki batn- aði þegar jeg beyrði ’að bai'ið var að dyrum bjá mjer. Það var auðvitað hún. Nú mundi hún stói'inóðgast, spurning hvort jeg gæti nokkurntima hlíðkað hana. Jeg bölvaði ln-oðalega í huganum. ---------- Það var farið að rökkva og þær hjeldu áfram að skrafa saman. Nú voru þær farnar að tala um kjóla. Jeg fjekk lijart- slátt af ótta. Það var ekki að vita nema þær færu að skoða þessa andsk........ kjóla, sem hjengu alt í kring um mig. Til allrar hamingju varð þó ekki af því. Jeg heyrði að Sigga sagði: Mjer hefir annars vei'ið hálf ilt í dag. Jeg var reyndar á leið- inni úl þegar jeg mætti þjer, en jeg held að jeg treysti mjer ekki út aftur, það er að segja ef jeg þarf ekki að fylgja þjer. Begga: Nei, blessuð góða. Þetla er svo stutt. Farðu nú bara að hátta, úr þvi þú ert lasin. Sigga: Já, jeg held jeg geri það. — TEG SÁ NÚ mina sæng upp- J hreidda. Jeg varð að bíða jxangað til stelpan væi'i sofnuð, hvenær sem það nú yrði, og reyna þá að læðast út, ef hún liefði þá ekki uppgötvað mig áður. Begga fór nú i kápuna sína, kvaddi og fór. En Sigga dró fyrir gluggann, kveikti og fór

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.