Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Með svartfugli um Hornstrandir Eftir Áskel Löwe. Hornbjarg sjeð austanfrá. Við komum utan úr heimi eða kannski bara frá Reykja- vik, — og siglum vestur og norður með landinu okkar litla. Kannski erum við á litlum bát og sjóveik, eða við liggjum í þægilegum stól á stórskipi og lesum nýjungar Iieimsbókment- anna og njótum útsýnisins á stjórnborða til hvíldar á milli, rjett eins og reykingamaður nýtur vindils eða listamaður fagurs málverks af fögrum stað. Og fyrir augu okkar ber snæ- krýndan tind nessins norðan við Faxaflóa, sker og fuglaver Rreiðafjarðar, .... Vestfirðina, Djúpið, Rit með gjálpi útliafs- aldnanna og Straumnes með Goðafossi gamla kolryðguðum uppi í klettóttri fjörunni. Ósjálf- rátt kímum við að tilhugsun- inni um fjósið að Látrum eftir Goðafoss-strandið, því að þar var selt fín eikarhurð fyrir með áletruninni: „I. farrými", og þegar inn kom í fjósið, rakst maður á dýrindis legubekk og stoppaða stóla, að ógleymdum spegli, þar sem kýrnar og mjaltakonurnar gátu sjeð útlit sitt nákvæmlega, hvenær, sem þær lysti. Skömmu síðar opnast okkur sýnin norður að Hornbjargi, þessum tignarlega konungi bjarganna við ysta haf, við köstum bókinni, vindlinum, sjó- veikinni, eð'a livað það nú var, út í yzta myrkur gleymskunnar, þjótum út að borðstokknum og setum hönd eða sjónauka yfir auga — eða kannski við still- um bara myndavjelina vel, því að nú kemur hrikalegt Jandslag, sem við höfum aldrei fyrr sjeð, inn í brennividd vjelaraugans. Foss i Hrolleifsvík á Ilornströndum. Hornstrandir kallast einu nafni nvrstu strandir hins vog- skorna Vestf jarðakjálka, en þa'r ná misjafnlega Iangt til vesturs og austurs, eftir því hver talar í það og það skiftið. Við skulum lialda okkur við venju fjöldans nyrðra og láta crðið tákna svæðið frá Hæla- vikurbjargi norðanverðu og austur að Smiðjuvik, — eða kannski alt austur að Geirólfs- gnúp, sjáum til? Regar skip sigla vestur og norður með landi, fara þau venjulega svo djúpt úti fyrir Strandir, að fjarlægðin ein get- ur fegrað víkur og voga svo, að alla unnendur yndislegs lands- lags hlýtur að langa til að fygj- ast með, þótt ekki væri nema einum af litlu svartfuglunum, sem flýja undan skipinu og fljúga til lands. Flestir láta að eins augun elta fuglinn, þar lil hann hverfur i aragrúa ættfugla sinna, aðrir taka nokkrar lje- legar fjarlægðarmyndir af heimili hans, en við skulum gefa hugmyndaflugi okkar laus- an tauminn og svífa i anda á haki svartfugls inn yfir dá- semdir Hornstranda um stund. Syartfuglinn okkar er lítil og fögur álka, sem lyftir sjer þung- lamalega upp af ládauðum sænum, og flýgur síðan hratl inn að næst nyrsta odda Is- lands, Ilælavíkurbjargi við Hornvík vestanverða. Okkur ber hratt yfir og inn með hinu lága og lausa Hæla- víkurbjargi, sem er hrikalegur veggur milli Ilælavíkur og Hornvíkur, þjettsetinn af svart- fugli, þrátt fyrir sífelt grjót- hrun. Noi'ðan við það sjáum við kynlega dranga og brýni, stapa og fjalir úr stuðlabergi með stórum grasþúfum og gargandi fuglamergð, - en vegna liins nauma tíma okkar, skoðum við bjargið ekki nánar, en fljúgum beint vfir víkina sti’ax og stefnum á bæinn að Horni. Svartfuglinn okkar brýtur öll lög og reglur kynbræðra sinna. þegar hann flýgur á land fram- an við bæinn, þvi að hingað koma svartfuglarnir aldrci, nema á leið sinni til móður moldar eftir dauðann. En hlut- verkið, sem liann tók sjer við burð okkar hingað, heimtar, að liann fari manna- en ekki svart- fuglaleiðir, og við það sættir hann sig fúslega og strax. Bærinn að Horni stendur. á hrekkubarði undir vestanverð- um hlíðum bjargsins fræga, og er fjórbýli á jörðunni, þótt ekki sé hún stór, hvað heytekju við- kemur. En aukatekjur bænd- anna þarna eru betri og meiri en víðasthvar annarsstaðar á landinu. A veturna keppist Ægir gamli við að bera ósköpin öll af timbri, selju, furu og greni, — upp í fjörurnar til þeirra. Hann liefir borið það alt á sínu breiða baki í misjafn- lega mörg ár alt frá hinum köldu skógum Síberíu af ein- tómum hugsunum um hag Hornstrendinga, og hann er ekki fyrr í rónni en alt timbrið er komið liátt upp á kamb í fullkomið öryggi fyrir hinum ólmu dætrum gamla mannsins, sem eru fúsar að eyðileggja aila hans vinnu nxeð því að rífa timbrið á haf út á ný. Þetta mikla síberíska timbur taka lxændurnir ýmist til brenslu eða smíða eftir ástæðum, og hornstrenskum árabátum er viðbrugðið fyrir gæði. Mörg trén eru nokkra tugi feta á lengd, þeim er flett í sundur með heljarmikilli flettusög, önnur eru rótarhnúðar, sem gott er að nota í bátstafna, en mik- ið af rekanum er aðeins not- hæft í eldinn. Varla hefir Ægir skilað af sjer stóra timburfarminum sinum, er hann kyi’rist og heill- ar bændurna út á fagurt og lítið úfið yfirborð sitt. Þeir búa sig út með áhökl, ýta fram háli og taka nokkur áratök, — og á örskömmum tíma fylla þeir bátana af feitum og g'óð- um þorski í soðið heima eða til söllunar og sölu á mörkuð- um liins viðffeðma heims. Þannig líða nokkrar vikur með fullum bátum fiskjar hvern einasta dag, er gefui', og þegar þorskinum loks fer að fækka, er bjargið oi-ðið sneisa- fult af eggjum hins klunnalega fagra svartfugls. Bændurnir taka til áhöldin sin og fara upp á bjarg einn góðan veðurdag síðari hluta maí, sigmönnunum er rent niður fyrir brúnina og þeir dregnir upp aftur ótal sinnum með tvö til þrjú hundr- uð egg í hvippunni í hvert sinn. Eggin eru síðan skygnd og valin og seld lil ísafjarðar eða Reykjavikur fyrir ránverð, en Stropuð og unguð egg étin heima eða látin fvrir beinakéx og annan mal i duggur Færey- inganna. Þegar hefir vei'ið sigið tvisv- ar i hverjum stað með hálfs- mánaðar millibili, er svart- fugiamergð drepin í nokkra daga i miatinn upp á veturinn. Og þá fyrst er tekið til við hina venjulegu heyvinnu sveitanna og heyjað af kappi alt til slát- urtíðar. Fjenu er slálrað á ísa- firði og' dálitlu heima, en þó blutfallslega fremur litlu, vegna fuglakjötsins, sem til er saltað frá í vor. Að haustverkunum loknum geta bændurnir á Horni byrjað að vinna og smiða úr timbur- farmi Ægis frá næsta vetri á undan, og unnið þannig i hjá verkúm að smíðum báta og arnboða til eigin notkunar og söln fram á vor. A meðan þannig' er unnið að breytingu síðasta vetrárverks /Egis i fje, kemur hann með sinn næsta farm, og þannig heldur hringrás ársins áfram öld eftir öld. En þessi flutningur móður Náttúru á auðæfum upp í liend- ur hinna hornstrensku bænda hefir verið hefndargjöf i hundr- uð ára, ef litið er á það frá sjónarhóli hyggins búmanns. A meðan bændur Hornstranda unnu að nýtingu timburs, fiskj- ar, eggja og fugls, glevmdu þeir nefnilega túnunum sínum að öðru leyti en því, að dreift var ai’Iéga úr fjárhúshaugun’un á þau. Þúfurnar hugsuðu þeir ei<ki minstu vitund um, nema þá ef lil vill gagn þeirra við stækkun yfirborðs túnsins. Þess vegna urðu bændurnir á Horni cinir hinna siðbúnustu islensku bænda við sljettun túnanna, því að þeir liófu ekki verkið fyr en eftir 1930 og þá aðeins vegna hvatningar eins aðvífandi sjó- manns, sem var búsettur í ná- grenni þeirra í tvö ár. Hefði þessi sjómaður ekki ýtt þeim af slað með áhuga sínum og at- orlui, væri líklega engin þúfa borfin úr túninu að Horni enn þann dag i dag, en aðeins

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.