Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Með svartfngli nm Hornstrandir. Leint í sæinn af fimtíu metra háu bjargi, en nenli svo ekki að bíða lengur eflir brú frá vega- gerð ríkisins, heldur stakk sjer í staðinn undir bergið rjelt of- an við brún fyrir fám árum og fellur nú út úr miðju bjarginu i beljarmiklum og fögrum fossi. Hver og einn má koma með sínar heimspekilegu eða nátt- úrufræðilegu ágiskanir út af þessum kenjum fossins, fugl- inn okkar gefur okkur ekki minsta tíma til heilabrota um það, því að liann flýgur nú rakleitt upp á fýlavarpstaðinn Smiðjuvíkurbjarg, framhjá vötn um þess og yfir grassljettur þess og hnitar loks liringa á brúninni við næstu vík, Smiðjuvík. Þegar við litum yfir j>essa gróðurlitlu vík, gétum við illa trúað því, að þar bafi einu sinni verið býli. En þar var í forn- öld merk smiðja, er brendi við- arkolum og surtarbrandi, sem tekinn var úr fjallinu Rauða- borg, vestan og norðan við vik- ina. Og jiar var líka fyrir nokkr- um árum lítið kot, sem íslenskt skáld notaði sem sögustað í sjer- stakri skáldsögu. Svartfuglsanginn okkar er farinn að jireytast, svo að hann fer fúslega niður í víkina, sem er klettótt eins og Látravíkin, en ekki jafn vogskorin þó. Og meðan við lítum á nágrennið, skulum við lofa farskjótanum okkar að hvíla sig úti á lygnri og fagurri víkinni. A hólbarði rjett austan við miðja víkina stendur bálffallinn torfbær, sem ber volt um síð- ustu baráttu aklraðs einyrkja, er neyddist til að yfirgefa bæ- inn sinn lága fyrir nokkrum árum síðan. Þetla er lágur torf- bær af íslensku útnesjatagi með einni bursl og litlum gluggum. Niðri var einu sinni búr og geymsila, en er nú aðeins dimm kompa með hálfföllnum mold- arveggjum og tómum tunnum og fúnum sám. Uppi var einu sinni lítil og þrifaleg baðstofa, j>ar sem stórvaxin og hölt bóndakojia talaði liátt og’ bjó lil mat og kaffi fyrir beyrnar- daufa gamla bóndann og bvern þann, er að garði bar. Þarna sat dóttirin föl og veikhdeg á gamaldags rúmi undir súð, og á miðju gólfi sauð grautur á lililli kamínu. Nú er þetta all horfið og gleymt flestum, að- eins bálffallinn torfbærinn tal- ar sinu máli við ferðamanninn, sem vill ljá honum sitt dýrmæta eyra andartak. Svartfuglinn, sem bar okkur hingað er nú farinn að garga og ókyrrast í fjöruborðinu. Og þegar við lítum út á bafið, sjá- um við, að skipið okkar er kom- ið út i bafsauga, svo að best er að fara að halda í áttina til þess, ef við eigum ekki að verða rjettir og sljettir strandaglópar. Við göngum bægt niður í l'jör- una, j)að er svo leiðinlegt að geta ekki lialdið yfirferðinni áfram alt austur að Geirólfs- gnúp — eða að minsla kosti austur að næstu vik, hinni gróð- ursælu Barðsvík, sem befir leg- ið í eyði í tvo eða þrjá áratugi nú, vegna lendingarleysis. En tíminn er naumur og farskjót- inn ókyrrist enn meir með hverri mínútunni er líður, svo að við seljumst upp í og stefn- um beint til ski]>sins út frá binum fögru Hornströndum, sem nú eru að byrja að roðna af bjarma miðnætursólarinnar. Lilla álkan skilar okkur aft- ur á sama stað um borð og ldýt- bjá okkur blýjan llug og þakk- ir fyrir ómetanlega hjálp til að kynnast bústað hennar og ná- grenni bans. Allir aðrir svart- fuglar Hornbjargs eru nú langt fyrir veslan og norðan okkur, svo að það hlýtur að taka liana talsverðan tima að komast heim á ný. Við fylgjum henni áleiðis með augunum eins langt og við getum i áttina til heimkynna liennar, sem fjarlægðin liefir nú færl i draumablæju yndisleik- ans. Síðan tökum við upp sjón- aukann okkar og skiljum nú all betur en fyrr í landinu, sem liggur við hafsbrún í vestri. En enda j)ótt dagurinn í dag bafi veitt okkur mikla þekkingu og sýnl okkur mikla fegurð, erum við eklvi í rónni fyr en við böfum heitið sjálfum okkur að kynna okkur alla byggingu og mótun j)essarar sjerkennilegu fégurðar á næstunni, auk J)ess sem við Iofum sjálfum okkur síðast og fyrst að ferðast um Hornstrand- ir fótgangandi strax næsta vor eða næsta sumar. ()g með ])essar fögru ákvarð- anir í huganum svifum við inn a land draumanna í okkar lilla bát, sem ef til vill er á leið norður í land, eða á okkar stóra skipi, sem ber okkur langt út í lönd á ný, þar sem við getum i lengri eða skemri tíma þráð uásemdir liinna kynlega fögru I lornstranda Vesturlands. Firðsjáin er ekki orðin almenn cnnþá, og er það meðal annars af því að viðtækin eru nokkuð dýr. Þau ódýrustu kosta 1500 krónur. Og svo getur maður ekki notið firð- sjárinnar nema hann eigi heima nálægt sendistöðinni, því að ekki hefir enn tekist að senda myndir nema nálægt 30 kílómetra. En því er spáð, að eftir 5—10 ár muni firðsjáin vera orðin jafn algeng eins og útvarpstækin eru nú. Á útvarps- sýningu, sem opnuð var í Hamborg i haust tilkynti forseti þýska rikis- útvarpsins, Hans Kriegler, að á næsla ari yrði þrjár firðsjárstöðvar opn- aðar í Þýskalandi. Ein í Berlín, ein i Brocken og ein á Feldberg. Sú fyrsta getur náð til 8 miljón manna, önnur til þriggja miljóna og sú þriðja til fimm miljóna, eða til 10 miljóna samtals. Þannig á sjötti hluti Þjóðverja kost á að fá firðsjá næsta ár. Finska flugfjelagið ætlar að halda uppi reglubundnum ferðum frá Helsinki norður að íshafi, til Pet- sanio, á komandi sumri, og verða ferðir ])essar í sambandi við flug- ferðirnar milli Stokkliólms og Hel- sinki. Flugtiminn frá Stokkhólmi norður að íshafi verður 11 klukku- tímar enda liggur Petsamo norður undir 80. breiddarstigi. Þykir full- víst að leið þessi beri sig vel fjár- hagslega þó að flugvjelarnar hafi ekkert að gera nema að flytja skemtiferðfólk norður og að norðan. —-—x------ Samkvæmt kosningalögum, seni nýlega hafa verið leidd í lög í Búlgariu hafa allir borgarar atkvæð- isrjett sem orðnir.eru 21 árs og vinna fyrir sjer sjálfir — nema: meðlimir kommúnistaflokka og stjórnleysingjaflokka og: starfsmenn líkisins og sveita- og bæjarfjelaga! Lauso á Setjið |iið saman. Nr. 97 í blaðinu 30. janúar: Ítalín, Grikkland, Portúgal, Spánn. Nr. 98 í blaðinu 13. febr.: Markar- fljót, Hvítá, Guadarama, Itín. Nr. 99 í blaðinu 27. febr.: Brasi- lia, Venesuela, Peru, Argentina. Nr. 100 í blaðinu 13. mars: Þýska- land, Hellas, Kússland, Norefeur. Nr. 101 í blaðinu 31. mars: Þing- vallavatn, Hvítárvatn, Apavatn. Nr. 102 í blaðinu 10. apríl: Hæsti- rjettur, Alþingi, Stjórnarráð. Nr. 103 í blaðinu 24. apríl; Her- mann Jónasson, Sigurður Jónsson. Nr. 104 i blaðinu 8. mai: Horna- fjarðarfljót, Eystri Itangá. Nr. 105 í blaðinu 22. maí: Jon Baldvinsson, Sigurður Eggerz. Nr. 106 í blaðinu 5. júni: Berlin, Stockholm, Köbenhavn, Madrid. . Nr. 107 í blaðinu 19. júní: Hels- ingfors, Prag, Istambul, Belgrad. Nr. 108 í blaðinu 3. júlí: Herðu- breið, Lómagnúpur, Tindastóll. Nr. 109 í blaðinu 17. júlí: Eld- gamla ísafold, Ástkæra fósturmold. Nr. 110 í blaðinu 31. júli: Jónas Guðlaugsson, Gunnar Gunnarsson. Nr. 111 í blaðinu 14. ágúst: Hind- enburg, Kitehener, Mackensen. Nr. 112 í blað'inu 28. ágúst: Sino- vief, Litvinof, Trotski, Stalin, Lenin. Nr. 113 í blaðinu 11. sept.: Þóris- vatn, Stórisjór, Langisjór, Apavatn. Nr. 113 i blaðinu 25. sept.: Hani. krummi, hundur, svín, hestur, miu titlingur. Nr. 114 í blaðinu 9. okt.: Afi minn fór á honum rauð eitthvað suður i hæi. Nr. 115 í blaðinu 23. okt.: Njála. Egils saga Skallagrímssonar. Nr. 116 í blaðinu 6. nóv.: Ljósvetn- ingasaga, Bandamannasaga. Nr. 117 í blaðinu 20. nóv.: Kjal- nesinga saga, Flóamanna saga. Nr. 118 í blaðinu 4. des.: Budapesl London — Madrid Lissabon. Harvard-háskólinn í Bandarikj- unum hefir eigi alls fyrir löngu stofn að nýtt prófessorsembætti í „um- ferðarfræði“ og heitir sá de Sitva, sem hlotið hefir embættið. Prófess- orinn hefir látið svo um mælt, að það sje staðreynd, að ekki sje hægt að kenna kvenmanni að aka bíl svo i lagi sje, ei'tir að hún er orðin 25 ára. Hver er reynsla fslendinga í þvi efni? ---—x---- Dýrasta læknisaðgerðin í heimi var nýlega framkvæmd í Ameriku, að því er enskt blað segir frá. Kon- ungurinn í Siam, sem er barn að aldri fór þangað lil frægs augn- læluiis lil þess að láta skera sig fyrir vagli á auga. Aðgerðin tókst vel og náði tilætluðum árangri, en reikningur læknisins var 200.000 dollarar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.