Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. /f itstjórai': Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmclaslj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími'2210. Opin virka ditga kl. 10—12 og 1—0. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 1 4. Blaðið kcniur út hvern laugardag. Áskrii'tarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglijsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraððaraþankar. Þjóðræknir ungmennafjelagar gang asl fyrir álfadönsum um Þrettánd- ann til þess að viðhalda gömlum vénjum og íþróttafjelög í lieykjavik hafa haldið uppi álfadönsum á IþrótlavclUnum og vandað til þeirra. Sjerstaklega má nefna, að reynt hef- ii verið að endurvekjá hjer gmla vikivaka i sambandi við álfadáns- ana. Að vísu getur enginn sagt um það nú, hvernig vikivakar voru dans- aðir hjer á landi en það sem sýnl hefir verið hcfir verið tekið eftir færeyskiim og norskum fyrirmynd- uni, rjettara sagt færeyskum, því að vikivakarnir gleymdust i Noregi eins og hjer en þar hafa ])eir verið end- urvaktir af ungmennafjelögunum, eftir norskri fyrirmynd, en þó ým- islegt kákað við þá. En skilyrðin fyrir álfadönsunum eru breytt hjer á landi og það er sennilegl, að ])eir eigi fyrir sjer að deyja von báðar, eins og altatrúin Aðstaða íslendingsins liefir breyst svo stórkostlega á síðustu áratugum, að viðliorf hans til lífsins er nú orðið cvropiskt öðrum |)ræði. lvyrð ís- lepskrar kvöldvöku er horfin. Sveita- hfcimilið er ekki lengur einangrað ríki, sem varð að vera sjátfu sjer iiógt um andlcg viðfangsefni eigi sið- ur en veraldleg. Alfatrú, útilegu- mannatrú og galdra gal þrifist þar sem ekkert utanaðkomandi var til að dreifa huganum. Eitthvert við- fangsefni varð mannslmgurinn að hafa og hann fann þau i hólununi og á fjöttunum og hann fann þau jafnvel í galdratrú. En nú kom-y blöðin inn á hvern bæ og á vetrar- kvöldunum er sungið og lesið yfiv flestum islenskum sálum i útvarpinu. Það er ekkert næði framar til þess að byggja í lniganum álfaborgir eða grösuga dali inn í jöklunum, nje mála skottur og móra á vegginn. cins og sjálfan fjandann. Sú breyting, sem orðið hefir á and legu lífi þjóðarinnar hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða til hnignunar eða fullkominnar eyðingar þjóðtrú- arinnar i þeirri mynd sem hún var. Álfarnir hafa flúið ísland og úti- legumennirnir eru steindauðir. En þessar verur hafa int svo mikið og merkilegt hlutverk af hendi i sögu þjóðarinnar, að vert er að lialda þvi lil haga, sem enn er ógleymt og óskrásett um þessi „trúarbrögð". Mikið verk hefir verið unnið í þessa átl og er unnið á hverju ári. En ]vað væri ástæða lil að kerfisbinda þetta starf betur, þannig að ekki sæisl yfir neina sveit nje neinn þann einslakling, sem geymir slíka sjóði í minni. Og álfadansinn þarf að komast á kvikmynd. Málverkasýning Mentamálaráðs. Mentamálaráðið helir um nokk- ura lirið haft opna málverkasýningu i markaðsskálanum við Ingólfsstræti. Á sýningunni er nokkur hluti af málverkum þeim, sem málverkasafn ríkisins á. Því miður á rikið ekkert sjerstakt hús fyrir málverk sín og önnur tistaverk ýms, sem það hefir eignast, ýmist með kaupum eða að gjöf, en þorri málverkannn er geymd ur í Álþingishúsinu og er'til synis þar á milli þinga. Á sýningunni. sem nú stendur yfir, munu flest mái- verkin ekki hafa áður verið til sýn- is almenningi, þar eð þau ha.fa ekki komist fyrir í Alþingishúsinu. En alls eru málverkin 77 að tölu; þar al' 17 eftir útlendinga, en hin eru eftir þessa íslenska listamenn (tala málverka innan sviga): Ásgrímur Jónsson (8), Brynjólfur ÞórðarsQn (3), Eggert Laxdal (G), Finnur Jónsson (1), Guðmundur Finarsson (1), Guðmundur Thor- steinsson (3), Gunnlaugur Blöndal (4), Gunnlaugur Seheving (2), Jó- hannes S. Kjarval (7) Jón Engilberts (2), Jón Stefánsson (8), Jón Þorleifs- son (3), Júliana Sveinsdóttir (1) Kristín Jónsdóttir (2), Magnús Árna- son (1), Ólafur Túbals (1), Sveinn Þórarinsson (2) og Þórarinn B. Þor- láksson (3). Auk ])ess eru sýndar nokkurar mannamyndir úr gipsi, mótaðar af Ríkarði Jónssyni. Heyra þær til höggmyndasafninu, annari grein Listasafnsins. Málverkasafnið var stofnað 1885 af Birni Bjarnarsyni cand. jur., síðar sýslumanni i Dalasýslu. Útvegaði hann safninu 40 myndir að gjöf. Onnur stærsta gjöfin, sem safninu hefir komið, var 28 málverk frá Edvald lækni Johnsen árið 1893. Síðan hafa safninu borist nokkrar gjafir við og við, en síðastliðin 10 ár hafa verið keypt til þess tiltölu- ltga mörg málverk fyrir fje úr menningarsjóði. Finnur Jónsson listmálari hal'ði opna málverkasýningu hjer í bæ fyr- ir áramótin, og vakti sýning hans allmikla athygli. Birtist hjer mynd af einu málverki lians, er nefnist „Máfar“. ' BERNHARD PRINS, eiginmaður Júlíönu ríkiserfingja Hollendinga lenti i bílslysi í byrjun desember og liggur enn allþungí haldinn i sjúkrahúsi i Amsterdam. Íljer á m.vndinni sjest bill sá sem prinsinn ók i, og er myndin tekin rjett eftir að slysið varð. Sænskur gultgrafaraleiðángur, (I menn, er nýlega lagður upp til Arabíu til ]>ess að leita að gulli þar, fyrir „Svenska Diamantborring A. B.“ og er þetta framhald af gullleit sama fjelags árin 1935—-’36, sem gerð var fyrir ameríkanst fjelag. Það er í fjallinu Muraighib i Hedjas, sem á að bora eftir gullinu og heitir for- inginn Ludvigsen og hefir leitað að gulli víða um álfur, síðast í Ástralíu. Til aðstoðar leiðangrinum verða 15 a'-abiskir verkamenn og auk þess herlið til að verja leiðangurinn fyr- ir ræningjum. (niðmnndiir Stefánsson fyrv. lögregluþjónn, Ránarggötu 22, verður 75 ára 7. þ. m. Magnús Einarsson, Framnesveg 12, verður 70 ára 10. þ. m. Frú Rannveig Vigfúsdóttir, Aust- urgötu ðO, Hafnarfirði, álti fert- ugs afmæli 5. þ. m. »• •«li- o -**••• i » •n- o -"i-- o •■< Drekkiö Egils-öl ítalir virðast hafa mikinn hug á að auka vald sitt í Afríku og ná Múhameðstrúarmönnum til fylgis við sig. Einn liðurinn í þessu starfi er sá, að nú ætla þeir að byggja liá- skóla fyrir Múhameðstrúarmenn i Harrar i Afríku, stærsta háskóla sem bygður hefir verið fyrir Islam. í Hárrar er einnig verið að reisa stóra iMvarpsstöð, sem á að flytja frjettir fró Ítalíu til allra Afríkuþjóða og syngja italska veldinu lof og dýrð. Bæði Frökkum og Brctum er illa við þetta, þvi að ítalir gera sjer mikið far um, að vingast við þegna þeirra i Afríku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.