Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.01.1938, Blaðsíða 5
!'■ Á L K 1 N N .■) SmiSjuvik, sem er sahia sem Hamravík Kristrúnar (/ömlu i sögu Giiðmundar Hagalín. liugsað þar uni timbur, tisk og fuglatekju á vorin. Bæirnir að Horni eru ekki réisulegir á vísu borgarbúans, en jjeir eru úr timbri og járn- klæddir utan og Iiklega ein- bverjir veglegustu bæir í sveit a voru strjálbygðá landi. Bændurnir að Horni eru eins og fólk er flest og mjög ólíkir því, sm sagt er i jjjóðsögnum íslands. En börnin eru mann- fælin, vegna fólksfæðar, og málið er veslfifskan í allri sinni dýrð, að minsta kosti hjá roskna fólkinu. Þarna rekumst við á leifar rímnaaldarinnar í nöfn- um fólksins, Strandirnar eiga sinn Fal, Reimar, Betúel auk fjölda margra annara rímna- iiafna. Og einhverjir bera líka nafn Likafróns jiess, sem rím- urnar frægu eru kendar við. Gömlu sögurnar af hinum göldróttu og lieimsku Horn- strendingum gleymast nú óðum, og innan fárra ára tala aliir norður þar mál nútímans án liins einkennilega stirða d- liljóðs af „Fjordonum fyrir vestan“. Að Horni eru nokkrar kýr, sem gefa hörnunum mörgu og smáu mjólk úr sínum litlu júgrum, jiyí að kúnum er ekki gefið vel, eins og J)ví miður á sjer stað á fleiri barnmörgum sveitabæjum íslands. Það er margt fje í eign bænd- anna J>arna, enda er Horn og reyndar allir aðrir bæir á Ströndunt mikil sauðfjárjörð með góðri beit í fjöll og fjörur, j)ótt fjeð gangi ekki jafnlengi úti hjer og austan bjargs, vegna snjóþyngsla víkurinnár. Hvert sem auganu er rent, verða fyr- ir ])ví fleiri eða færri kindur: uppi á bjargi, niðri i grashill- um, fram lil dala og upp lil fjalla, allsstaðar skera livítar gærurnar si]g frá mórauðn.m mosanum eða iðgrænu grasinu. Þær hlaupa undan, kindurnar, þegar við fljúgum inn i Insta- dal í áttina austur og upp á hjarg, en það hefir engin áhrif á okkur, sem jijótum með svarl- fuglshraða austur og upp, upp gróðurlitlar og allbrattar i)rekk- ur og hjalla, sem mæða fljótt hesta og gangandi menn, en við j)reytumst ekki hið minsta, vegna j)ess hve auðveldlega vængir svartfuglsins bera okk- ur um vegi loftsins. Og von bráðar erum við komnir alla leið upp í Almenningsskarð á austanverðu Hornbjargi og liorf um niður og austur yfir hinar eiginlegu Hornstrandir íslands. Það fvrsta, sem hlýtur að vekja eftirtekt okkar forvitna auga, eru björgin og hamrarn- ii á hverri einustu snös og hæð austur í ómælið. Og ekki fara heldur hinar ótalmörgu víkur og vogar fram hjá augum okk- ar athyglislaust, því að j)að er svo sjaldgæft að sjá hjer á okkar víðfræga landi jafn fjöl- breytt landslag, en j)ó hrikalega fallegt um leið. Við höfum J)ó engan frið til að lita nánar á landslagið að sinni, því að svartfuglamergðin í bjarginu kaílar svo ákaft á fákinn okkar, að við ráðum ekkert við hann, en steypumst með honum niður i hans eigin heimynni, Horn- hjargið sjálft með hinum hundr- að óvættum fornsagnanna í hamraveggj um sínum. Áður en varir, erum við komnir langl niður í bjarg, og þegar við litum upp, sjáum við ekki lengur meira af brúninni cn skörð hennar og net. Okkur liggur við að svima við tilhugs- unina um, að nú svifum við cins og bandlaus sigmaður um loft bjargsins, en öryggið kemur á ný, er við höfum gripið í fið- ur farskjótans og fullvissað okk- ur þannig um okkar örugga grundvöll. Svartfuglinn litli hnitar nú hringi, eins og hann langi til að setjast, en þori j)að ekki vegna byrðar sinnar. En við ])að gef- ur hann okkur einmitt ágætan tíma til nánari skoðunar á um- hverfinu og hrikaleik þess. Það fyrsta, sem við tökum eftir við að líta niður eftir bjarg inu sjálfu, eru hinar óteijandi livílu dritskellur á klettaveggj- um j)ess. Hver einasta sylla og hver einasti þræðingur bera merki hins ój)rifna fitgls, og auk þess teygja dritrandir sig langt niður frá hverri svllu og hverri hillu, sem fugl situr á. Við verðum lika strax undr- andi, þegar við sjáum, hve ])jetl fuglinn situr á syllunum. Það er varla liægt að komast með kuta milli neinna tveggja fugla á neinni svllu eða hillu. Að ó- gleymdri eggjamergðinni, sem ekkert mannlegt auga og engin veraldleg vjel getur þekt sund- ur til hlítar, þótt svartfuglin- mn sjálfum veitist auðvelt að finna sitt egg oft á dag. Bjargið er allbratt og hlaðið u]>p af misháum kleltabeltum, <n víðast hvar cr imdir því heljarmikil skriða úr grjóti, möl og leir, sem hrunið liefir úr veggnum fyrir ofan í ára- tugi og öldum saman. Við höf- um varla tíma til að líta á hin- ar skrítnu holufyllingar og formfögru steinbása, hvað J)á heldur til að skoða hinar þroskamiklu plöntur í skjóli kléttanna og undan áburði fugls ins, svo snögt viðbragð tekur farskjótinn okkar skyndilega austur á bóginn og upp fvrir brúnina. Næst svífum við svo niður í dal eða hvamm upp af litilli, vogskorinni og klettóttri vík austan við rætur hjargsins. Þessi litla vík er Látravik, einhver kynlegasti og fegursti staðurinn i allri hinni hornstrensku fjöl- breytni. Hvergi i J)essari litlu vik eru klettarnir eða bakk- arnir niður að sjónum lægri en fimtán metrar, og allir lækir falla hjer fram af hjörgum sem tigulegir fossar i vasaútgáfu. Einn af ystu vogilm vikurinnar skerst alllangl inn, og nyrðri veggur hans er svo sljettur, sem nokkur klettaveggur getur v'erið, enda er liann úr hlá- grýti gamals gangs, sem liggur til suðausturs upp i landið. Þessi kynlegi veg'gur er kolsvartur á lit, og við lit hans cr hinn hyl- djúpi vogur kendur og kaliað- nr Blakkibás. Skamt austan við Blakkabás Iiggur tröllahlað langl fram í djúpið eins og hrvggja gerð af móður náttúru. Og framan við |)essa sterku blágrýtisbryggju er smásker, sem hefir orðið við- skila við hana og gerst heim- kynni og hvildarstaður ritu og máfa og hlotið hvítan lit að launum. Austasl i víkina skerst inn annar vogur álíka stór og Blakkibás, en ekki eins fagur. En á vestri harmi þessa vogs, sem her nafnið Svelgir, stendur einn af sterkustu vitum lands- ins, Hornbjargsvitinn, sem lýsir sjerhvert vetrark.völd austur yf- ir Húnaflóann og út vfir mis- lvnl hafið. Þótt okkur langi mjög lil að líta inn í vitann og hið tignar- iega íbúðarhús, sem er áfast við hann vestanverðan, höldum við áfram án tafar austur með ströndinni og framhjá Axar- fjallinu, sem er smábjarg með fýlahreiðrum og talsverðum gróðri. Og austan við ])að kom- um við i hina fvrslu vilc au-i- an hjargs, þar sem ekki eru klettar allsslaðar fram í fjöru Hrolleifsvik og j)jótum framhjá eina góða lendingar- staðnum í nánd við bjargið að austan, Bjarnanesi, þar sem Geirmundur heljarskinn hafði eitt Hornstrandabú sitt forðum; nú er það í eyði og hefir verið það í mörg ár. Þar er allgott tún, j)rátt fyrir áburðarleysi, en lítið skjól fvri vindum og eng- in fuglalekja, j)ví að bjargið rjett austan við getur kallast „heiðið“ með öllu. Hæðirnar austan við Bjarna- nes eru J)aktar lynggróðri og stör og nefndar Hólkabætur af ókunnum og óskiljanlegum á- stæðum. Austan við j)ær tekur við langur og grunnur dalur með allstórri drynjándi á, sem kallast Drítandi. Hún er ein- hver merkilegasta á á j)essu landi, því að hún fjell áður Frh. á bls. U. Hornvik sunnanverð. í baksýn er Hælavíkurbjarg, nœsi ngrsti oddi íslands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.