Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍO Ný mynd eftir hinni ódauðlegu skáldsögu Alexander Dumas. Aðalhlutverkin leika: GRETA GARBO, ROBERT TAYLOR. Eldri kynslóö Reykvíkinga er enn i fersku minni hinn ágæti ieikur frú Stefaníu Guðmundsdóttur í „Kamelíu- frúin“, leikritinu sem var spunnið upp úr samnefndri skáldsögu Alex- ander Dumas’ hins yngra, — „I a Dame aux camelias". Leikritið ávann sjer ennþá meiri hylli en sagan. Því að aðalhlutverk- ið var þannig úr garði gert af höf- undarins hálfu, að það hlaut að verða freisting allra góðra leik- kvenna, sem fuiulu hjá sjer liæfileika til geðþrifa í leik, — og kunnu að nota þau. Þessvegna varð hlutverk Marguerite Gautier um tugi ára eitt eftirsóknarverðasta hlutverk allra forustukvenna eða „primadonna“ — að höfuðleiksviðum Evrópu. Efni leiksins var liugnæmt. Það liggur nærri hjartarótum flestra, sem sagt er af ástum tveggja, er eiga að unnast en ekki fá það. Þessvegna hef- ir þessi gamla saga, í framsetningu A. Dumas yngra, jafnmikið gildi og þegar hún kom fram i öndverðu, þegar höfundurinn gaf út efni leiks- ins í skáldsöguformi, árið 1848. — En þó níutíu ár sjeu liðin síðan, hafa þau engu umþokað. Það var fjórum árum eftir útkomu sögunnar, að höf- undurinn sjálfur gerði- upp úr lienni leikrit. Það átti ekki blíðum við- tökum að fagna, fyrst i stað, því að ritskoðunin bannaði það. Það þótti sem sje „óguðlegt" við fyrstu sýn. En nokkrum vikum siðar var það leyft. Þeir sem sjá kvikmyndina, munu geta skilið hversvegna þessi leikur, sem nú er á níræðisaldri, var fyrst bannaður og síðan leyfður. Hann felur sem sje i sjer svo sannar skoðanir, að jafnvel þó samtiðin, bæði fyrir 90 árum og nú, fordæmi þær við fyrstu sýn, hlýtur sú sama samtið að vakna — og biðja fyrir- gefningar á sjálfri sjer. Þannig er efni leiksins varið. Marguarite Gautier, sem er raun- veruleg persóna, er höfundurinn þekti — og hjet Marguerite Du- pléssis — gerðist ginningardrós ríkra manna, til þess að bjarga elskhuga sínum frá að drukna í mannhafinu. Þetta varð upphaf vandræða þeirra beggja. Því að upp af þessu óx tortryggnin — afbrýðis- semin. Dumas lætur leikritinu Ijúka þegar eini maðurinn sem elskaði Marguerite, kemur að lokum að banasæng hennar. Þá fyrst fær hann að vita allan sannleikann. — Þræði hins sígilda leikrits er ----- NÝJA Blö. ---------- Ali Baba heimsækir borgina. Amerísk skemtimynd hlaðin af fyndni og fjöri og svellandi söngvum. Aðalldutverkið leikur liinn víðfrægi skopleikari: EDDIE CANTOR sem öllum kemur í gott skap. Leikurinn fer fram í Bagdad og í kvikmyndaborginni Hollywood. í myndinni aðstoðar liinn frægi Raymond Scott Quintett og hin- ar spaugilegu Peters Sisters. Leikrit Tryggva Sveinbjörnssonar sendiherraritara hefir hlotið svo góð- ar viðtökur á kgl. leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, að segja má, að höfund- urinn hafi sigrað hina vandfýsnustu áhorfendur. Dönsku blöðin eru að kalla má einróma um að lirósa „Den Rykfrakkar fallegt ÚRVAL GEYSIR FATADEILDIN fylgt að kalla má frá upphafi til enda í talmynd þeirri, sem sýnd verður í GAMLA BGÓ. Aðalhlut- veikin, Marguerite og Armand Duval, sem þau Stefanía og Helgi Ilelgason Ijeku hjer fyrir nær þrjátíu árum, leika í kvikmyndinni Greta Garbo og Robert Taylor. Þess er ekki þörf, þegar um svo kunna leikendur er lille Verden“, en svo lieitir leik- urinn, og sænsk blöð og norsk birta ítarlegar greinar um það, frá frjetta- riturum sinum í Khöfn. Hjer birtist mynd af atriði úr leiknum, sem sýn- ir Bodil Ipsen, bestu núlifandi leik- konu Dana ásamt Poul Reumert. Hinn mikli máttur ímyndunarinnar. Á enskum spítala kom nýlega fyrir merkilegt sefjunartilfelli. Kona, sem ganga átti undir hættulegan upp- skurð, hafði verið lögð á borðið. En þegar til kom vantaði klóró- formið til þess að svæfa liana með. Meðan hjúkrunarkona var send eftir svefnlyfinu, var gríman lögð fyrir andlit hennar, en það hafði þau áhrif að konan fjell í dá — ein- göngu fyrir ímyndunina. Læknarnir tóku strax eftir hvað fyrir hafði komið og byrjuðu uppskurðinn án þess sjúklingurinn yrði nokkurs var. Ameríkumenn hafa mikla hneigð til austurlanda, ekki síst hins dul- arfulla timabils, sem heimurinn þekkir af frásögn „1001 nótt“ og líkra sagna. Það er því ekki óeðli- legt, þó að þeir grípi stundum til þess, í kvikmyndum sínum, að láta viðburðina fljúga á hið æfintýra- lega svið austurlanda og segja sögur og sýna, í umhverfi Harun al Raschids. Sagan af Ali Baba má þó ekki skiljast svo, að hún sje tilraun til þess að rifja upp gamlar stað- reyndir. Þvert á móti. Þegar les- andinn fær að vita, að það er Eddie Cantor, sem leikur aðalhlut- verkið, verður lionum undir eins ljóst, að hjer muni gaman á ferðum en ekki alvara. Og Eddie Cantor kemst þannig frá hlutverkinu, að áhorfandanum að myndinni verð- ur enn ljósara en honum gat dottið i hug fyrirfram, að hjer er um „eintómt grín“ að ræða. En ekki vantar umhverfið. Eddie Canton leikur langan þátt i myndinni í liinu æfin- týralega umhverfi Austur- landa, frá því fyrir þúsund árum. En þó að umhverfið sje „klassiskt“ fer Cantor ekki í felur með hina frá- bæru eðlisgáfu sína. Hanu yfirgengur sjálfan sig i þess- ari mynd, og það er blátt á- fram ótrúlegt, hve neyðar- lega vel hann leikur. Enda hefir myndin hlot- ið þær viðtökur meðal stór- þjóðanna, að til hennar er oftast jafnað núna, þegar talað er um skopmyndir. Hún liefir það til síns ágæt- is, að mikið er í umgerð hennar borið, en innihaldið —leikur Eddie Cantors — kafnar ekki undir umhverf- inu. Myndin er af Eddie Can- ton í aðalhlutverkinu. „Tuttugustu aldar Fox-fjelagið“, hið mikla kvikmyndafjelag er Sonja Henie hefir leikið hjá, hefir ráðið hana til þess að leika i þrem kvik- myndum á þessu ári. Kaupið sem hún fær er liðlega hálf miljón króna fyrir hverja kvikmynd. Það eru fleiri dýragarðar i Þýska- landi en í öllum öðrum löndum Evrópu til samans. að ræða, að segja frá meðferð þeirra á hlutverkunum. En þess verður að geta um Garbo, að hún segir, að „aldrei hefir mig langað til að leika hlutverk vel, ef jeg get ekki leikið Marguerite“. Þeir sem sjá myndina dæma um, hvort Greta Garbo geri ekki vel við það hlut- verk, sem hana „langar í“. Það hefir verið sagt, að Ilitler ætlaði að taka Marlene Dietrich í sátt og gera liana að einskonar „hirð-Ieikkonu“ í Þýskalandi, eftir að hann hafði sjeð ýmsar kvikmyndir hennar. En áður höfðu þýsk blöð far- ið mörgum óvingjarnlegum orðum am Marlene, eftir að hún fjekk amerísk- an borgararjett i fyrra. Nú hefir hún lýst yfir þvi, að hún ætli sjer alls ekki til Þýskalands, heldur verði hún áfram í Ameríku. En um sama leyti ganga öldurnar hátt vestra og aðalumræðuefni blaðanna eru hinar frægu leíkkonur, sem mest orð hefir farið af. Blöðin segja, að þær sjeu að vísu allmiklir listamenn, en allir sjeu orðnir hundleiðir á þeim, og verði að krefjast þess, að fólk eins og Greta Garbo og Marlene hætti að sýna sig í kvikmyndum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.