Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 4
4 FÁLRINN FjEIR seni renna á biíreiðum norðnr með Hrútafj'arðarhálsi mættu gjarnan líta til norðurs þegar vegurinn fer að sveigja austur og upp á Hrútafjarðar- liáls, ofanvert við Reykjaskóla. Þá sjá þeir bæ standa fram með sjó og geta á uppdrætti berfor- ingjaráðsins lesið nal'nið Tann- staðir. Þetta nafn kemur við sögu uppdrátta, því að þar fæddist, fyrir 150 árum, sá mað- ur, sem frckar kemur við sögu íslandsuppdrátta en nokkur annar. Á Tannstöðum fæddist sem sje Björn Gunnlaugsson, maðurinn sem l)jó til fyrstu góðu heildarmyndina af íslandi. Tannstaðír eru lítil jörð. Þar bjó síðla á 18. öld Gunnlaugur bóndi Magnússon og kona lians Ólöf Björnsdóttir, frennir fá- tækur bóndi en greindur vel, laglækur og hneigður fyrir vjel- fræði. Hann smíðaði til dæmis róðrarvjel, vindu til að setja upp báta með og einskonar skerfmælir. Öll eru þessi tæki nú týnd og munu liafa verið af vanefnum gerð. Hinn 28. sept- ember 1788 fæddist þeim hjón- um sonur. Og hans vegna lifir Einkabarn þeirra var Ólöf, sem siðar giftist Jens Sigurðssyni rektor og er mikill ættbálkur frá þeim kominn. En síðari kona bans var Guðlaug Ara- dóttir frá Flugumýri en engin börn áttu þau. Björn bjó í Svið- Iiolti lengstum Bessastaðatíðar sinnar. Það væri ef til vill rjett- ara að segja, að konur lians hal'i búið þar, þvi að sjálfum var bonum ósýnt um búskap og mun lítið liafa sinl honum, enda var hann löngum á ferðalögum um annatímann. Það er sagt um Björn og er til dæmis um greindarlag hans, að eitt sinn Iiafi bóndi er bann gisti hjá, spurt hann um hve margar kýr hann ætti. Björn kvaðst ekki vita það, „en jeg verð hjerna á ferðinni að sumri og þá skal jeg segja yður það“. Og það gerði liann. Minnið brast ekki, til að efna það sem hann hafði lofað, þó litilvægt væri. En kon- urnar voru hvor annari meiri búforkar og hinn mesti mynd- arbragur á heimilinu þó að hús- bóndans nyti ekki við. Það var Bókmentafjelagsins BJÖRN GUNNLAUGSSON 1788 — 28. september — 1938 enn nafn Gunnlaugs á Tann- stöðum en ekki vegna vjelanna hans. Bjöm Gunnlaugsson var undra barn — hann var „geni“. Og eins og um undrabörn gerist var bann einl^ennileguc í háttum sinum, var oft eins og úti á þekju og lifði í öðrum heimi. Einkum bar fljótt á ótvíræðri afburðargáfu i stærðfræði bjá honum. Tilsögn fjekk hann vit- anlega enga í ])eirri grein í æsku, en tókst með bóklestri og heilabrotum að afla sjer staðgóðrar þekkingar, ekki að- eins í venjulegum reikningi, rúmmáls-, flatarmáls- og þrí- hyrningafræði, heldur lika í vísindalegri stærðfræði. Það er mælt að hann bafi dregið flat- armálsmyndir í sand, leirflög og. snjó, því að pappír og rit- föng mun liann ekki liafa haft nema af skornum skamli. Vegna afburðagáfna sinna var honum komið til menta hjá prestunmn Gísla Magnússyni á Tjörn og Halldóri prólasti á Iljaltabakka, en Geir biskup Vídalín útskrif- aði hann tvítugan, árið 1808. En það varð bið á því, að bann gæti komist til háskólans og haldið áfram námi. Það er kunnugt hvilikar hömlur voru á samgöngum hjeðan um það leyti og það dróst í níu ár, að hann kæmist til Kaupmanna- hafnar. En á þeim árum kyntist liann norsku strandmælinga- mönnunum Frisak og Scheel og þeir urðu fyrstu leiðbeinendur bans í hagnýlri landmælingu og kváðu bafa gefið honum bækur um landmælingar og stærðfræði. Ekki bafði Björn fjenast á þessum stúdentsárum sínum og af skornum skamti var skotsilfr ið, sem hann hafði í vasanum er bann kom til báskólans 1817. Má ráða það af því, að þegar bann vann verðlaunagullpening háskólans árið eftir, þá ætlaði liann að selja hann til fram- færis sjer, en stúdentar í Höfn skutu þá saman 100 dölum til að kaupa peninginn og gáfu honum hann svo vitanlega aft- ur. Árið 1820 vann Björn aftur sömu verðlaun fyrir nýja stærð- fræðisritgerð. Er það til marks um afburði Björns, að liann skyldi þegar eftir ársvist við báskóla i framandi landi hljóta þann mesta heiður, sem háskól- inn getur sýnt stúdentum og svo aftur eftir tvö ár. Árið 1820 aðstoðaði Björn Sclmmacher stjörnumeistara við landmæl- ingar í Holstein og var með honurn í tvö ár, en vorið 1822 var honurn veitt nýstofnað kennaraembætti við Bessastaða- skóla og varð kennari skólans fyrsl á Bessastöðum og frá 1846 í Reykjavík, i fjörutiu ár sam- fleytt eða til ársins 18G2, er hann fjekk lausn, þá orðinn 74 ára gamall og bæði lúin og lirumur. Ilann lil'ði 14 ár eftir það, og andaðist i Reykjavík í Iiárri eili vorið 1876, og skorti ])á tvö ár á nírætt. -----— Slærðfræðin var auð- vitað aðal kenslugrein Björns í skólanum, en fleira varð liann að kenna og það sem honum var ógeðfeldara. Fjögra áratuga kenslustarf Björns mundi al- drei hafa varðveilt nafn lians frá gleymsku, þó hann rækti það með mikilli alúð. En hon- um var eigi sýnt um kensluna — hann vissi of mikið og var efnið of ljóst til þess að hann gæti sett sig inn i, hve aðrir voru skamt á veg komnir. Góðu reikningsmennirnir í bekknum lærðu þvi mikið hjá honum, en þeir tregari lílið, likt og siðar hjá dóltursyni hans og nafna, Birni yfirkennara Jenssyni, ein- um hinuiit röggsamasta og vin- sælasta kennara skólans á seinni tíð. Það fylgdi kennaraslöðu á Bessastöðum að fjölskyldumenn urðu að stunda búskap. Skömmu eftir að Björn kom til skólans kvæntist bann Ragnheiði Bjarna dóttur ekkju Jóns kennara Jóns- sonar en misþ hana árið 1834. verk, og því lil ævarandi beið- urs, að Birni Gunnlaugssyni gafst koslur á að vinna það þrekvirki er hann vann með uppdrætti íslands. Eftir að Björn kom að skólanum hafði bann farið fram á það við stjórn- ina að fá áhöld til stjörnuat- hugana og landmælinga á Bessastöðum, en stjórnin svar- aði dræmt eða ekki. Loks komu þó áhöld til Bessastaða árið 18- 31. En þá snemma ársins hafði Reykjavíkurdeild Bókmentaf je- lagsins samþykt, að leggja fram fje til landmælinga á Islandi og rjeð Björn Gunnlaugsson til verksins og skvldi liann leysa það af hendi í sumarleyfunum og byrja á Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Nú mega menn ekki halda, að Björn Gunnlaugsson hafi ekki haft neitt lil að byggja á er hann lióf landmælingar sín- ar. Ef svo hefði verið liefði hann aldrei getað afkastað því verki, sem hann gerði. En frá því í lok 18. aPdar. hafði ýmis- legt verið gerl að sjómælingum við fsland, strandlínan mæld og geirar með ströndum fram og sjermælingar gerðar á ýmsum stöðum. Kóma norskir mælinga- enn einkum þar við sögu, þeir Ohlsen og Aanum og Frisak og' Scheel. En þarna vantaði alt samhengi og staðarákvarðanir og óbygðirnar voru að kalla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.