Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 11
F Á L Ií I N N 11 VNCSSVtf LE/KNbllRHIR Skritsml - vinsælasta sundaðlerðin. Leiðbeiningar fjrrir byrjendur. Bringu-skriðsund er sú aðferð, sem mest er líðkuð. Byggist liún á þessu þrennu: Andardrættinum, handleggjáhreyfingunum og fóta- hreyfingunum og þetta þrent verð- ur maður að æfa að nokkru leyti á þurru landi, fyrst hvert fyrir sig og síðan tilt í sameiningu. Fótaburðurinn. Taktu kollustól og legstu á hann á magann og byrjaðu á æfingunum. Spyrntu siðan niður og aftur tíl skiftis, um 20 cm. þannig að fóturinn verði nærri því beinn og lyfta honum aftur. Þú átt að rjetta úr ristinni, en mátt ekki láta stríkka á vöðvunum. Handlegffjahreyfingar. — Ilorfðu beint áfram. Haltu liægri hendi nið- ur með hliðinni, svo að þumalfingur- inn viti inn að kroppnum og albog- inn sje vel beygður. Vinstri hand- leggur er hreyfður fram, yfir höfuð- ið og snúi lófinn niður. Um leið og maður dregur vinstri hönd aftur með sjer hreyfir maður hægri hand- legg áfram. Handleggurinn, sem mað- ur „dregur“ með, er hreyfður fljótt aftur meo kroppnum, með boginn alboga og lófann niður, og fingurna saman. Hægri handleggur er fluttur fram í tveimur áföngum. Fyrst er upphandleggnum snúið þannig að hann viti fram og síðan er hendinni snúið svo að lófinn viti niður. Síðan er liandleggnum öllum skotið fram yfir höfðinu. Þessar tvær hreyfingar eiga vitanlega að renna saman i eitt. Andardrátturinn. Settu þig i þess- ar stellingar á stólnum: Vinstri hand- leggur rjettur beint áfram, hægri handleggur beygður niður með kroppnum. Um leið og vinstri hand- leggur er lireyfður niðúr og hægri rjettur fram snýrðu höfðinu tii vinstri og þú andar djúpt að þjer um leið og kinnin snertir öxlina. Við næstu armhreyfingu andar þú frá þjer. Reyndu nú að sameina ])etla þrent þegar þú hefir lært livað fyrir sig. Gerðu fyrst fótaæfingarnar og þegar þú erl orðinn viss í þeim, þá gerirðu liandleggjaæfingarnar sam- tímis og loks æfir þú þig á að anda rjett. Þú átt helst að liafa þrjú fóta- spörk fyrir hverja handleggjahreyf- ingu. Þegar þessar æfingar eru orðn- ar rjettar og samtaka geturðu farið að æfa þig í vatni. Líttu nú á teikningarnar, sem sýna æfingarnar: Mynd 1.: Vinstri liand- leggur á að hreyfast aftur og hægri liandleggur er á leiðinni fram. And- litið er haft ofan í vatninu, svo að það veili minna viðriám. Mynd 2: Hjer er hægri handleggur lcominn alveg fram en vinstri er á leiðinni aftur með. Taktu eftur að liandleggnum er skotið niffur um leið og hann er færður aftur, en ekki út ti! hliðar eins og á bringusundi. Mynd 3: Hjer er vinstri handlegg- ur kominn alveg aftur og fyrsta sundtakið er endurtekið á ný. Höf- uðið snýr til ldiðar, svo að sund- maðurinn geti dregið andann. Nokkur góð ráð. Á mynd 1 sjest hvernig maður á að halda handleggnum þegar mað- ur skýtur honum aftur með sjer, svo að hann ,,dragi“ eins vel og unt er. Taktu eftir að lófinn er eins og skófla, sem nær taki á vatninu og hrindir kroppnum áfram. Með nokk- urri æfingu getið þið fjölgað fóta- hreyfingunni upp í 6—8 og jafnvel upp í tíu fyrir hverja liandleggja- lireyfingu en munið að hafa fóta- Fangar lamafólksins, framhaldssaga með myndum. 13. Kap.: Lcyndardómur musteris- borgarinnar. 37. Jolih hljóp áfram eins og ráð liafði verið fyrir gert, þó hann lang- aði til að bíða og sjá, livað það væri, sem faðir hans hafði uppgötvað. Svo datt honum i 'hug það, sem gamli maðurinn hafði sagt: að einn ein- asti maður gæti lokað leiðinni fyrir heilum her! Þetta var eflaust skýr- ingin. Ef hægt væri að varna heil- um her að komast inn í musteris- borgina mundi eflaust vera hægt líka að varna hóp manna að komast út úr borginni. John var nú konrinn fram á hamar- inn, sem var la'ugfiður sólskini. Hann fleygði sjer niður til þess að hvíla sig ofurlítið þangað til faðir hans kæmi. hreyfingarnar reglubundnar en ekki rykkjóttar. Það er ekki nóg að sparka í grið og ergju nokkrum sinnum og slaka svo á á milli um leið og liendinni er skotið aftur. Mynd 2: Mundu að handleggurinn á að vera ofurlítið boginn um leið og þú rjettir hann fram, og fingurn- ir framrjettir. ,,Skóflan“ er ekki mynduð fyr en í sama augnabliki og maður fer að hreyfa handlegginn tiftur með sjer, gegnum vatnið. Mynd 3. Maðurinn sem hefir náð mestri fullkomnun i skriðsundi er þýsk-ameríkanskur og heitir Johnny Weissmúller og er þektur um allan heim fyrir það, að hann ljek aðal- hlutverkið í kvikmyndinni um Tarz- an. Skriðsund hans er aðdáanlega fallegt og þannig tamið, að nálega liver einasti vöðvi í líkamanum hefir sitt hlutverk. Allt með islenskum skfpum1 »fi 38. Mennirnir sem eltu voru ein- mitt að svifta til hliðar fortjaldinu sem var i jarðgöngunum innanverð- um þegar dr. Madigan náði í vogar- stöng, sem var í klettaveggnum nokkrum metrum innan við opið á göngunum. Hann greip um vogar- stöngina með samanfjötruðum hönd- unum og eltingarmennirnir stað- næmdust skyndilega, eins og þeir væru lostnir töfrasprota. Hægt og hægt hörfuðu þeir undan, þangað til þeir stóðu kyrrir inst í göngunum e.ins og þögull múr, og uú tók Madig- an í stöngina af öllum kröftum og hljóp síðan áleiðis til John. En óg- urlegur dynkur heyrðist og alt fjallið skalf. Á hverjum föstudegi, allan ársins hring, fellur páfinn á knje fyrir presti einum i ofurlitilli kapellu, sem er við hliðina á íhúð páfans í vatikaninu. Þar hlýðir presturinn á páfann skrifta og telja fram alt það, sem hann hefir ilt gert undanfarna FIMLEIKAR í LOFTINU. Á flugsýningu, sem haldin var ný- lega í Saint Germain, ljek maður einn þá iist að lesa sig á kaðli niður í autogiro-flugvjel til jarðar. Er þetta dænti um það, hve kyrrar þessar vjelar geta verið í loftinu. Tillögur liafa komið fram um að þurka upp hafið milli Sjálands, Bogö og Möen, með því að byggja flóð- garða milli eyjanna og dæla sjónum þaðan á burt. Á þenna hátt er hægt. að fá 24.000 tunnur lands (ein tunna lands er 4000 fermetrar) af ræktan- legu landi, sem mundi liggja fjóra metra undir sjávarmáli. Það er lalið að þetta mundi kosta um 30 miljón króntir og veita fjölda fólks atvinnu í mörg ár. En á landi því, sem vinst við þetta gætu 0.500 manns lifað af landbúnaði. Til samanburðar má geta þess að þúrkun Suðursjávar í Hol- landi kostaði 080 miljónir. 39. Vogarstöngin hafði losað ó- hemju stóran klett, sem áður hafði vegið sall uppi yfir göngunum. Það varð jarðskjálfti þegar kletturinn datt og lokaði alveg fyrir munnann, svo að livergi var smuga á milli. Hópurinn stóð steinþegjandi og liorfði á vegsummerkin. Nú voru þeir musterisbúarnir allir lokaðir inni, eins og mús í gildru. Svo gengu þeir tautandi inn í musterið, til þess að ráða ráðum sínum. í næsta blaði kemur niður- lagið af þessu einkennilega æfintýri feðganna. Tóta frænka. viku. Því að páfinn er, þrátt fyrir alla helgina ekki nema breyskur og syndugur maður. Þegar hann liefir fengið aflausn hjá prestinum, krýp- ur presturinn á knje og fær synda- fyrirgefningu hjá páfanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.