Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Nýjar bækur. i. Símon Jóh. Ágústsson: LEIKIR OG LEIKFÖNG. ísafoldarprentsmiðja h. f. Nýlega er komin út bók undir nafninu Leikir og leikföng, eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. Eins og nafn- ið bendir til snýsl bókin um leiki barna og leikföng. Er höfundurinn prýðilega mentaður inaður, doktor í barnasálaríræði frá háskólanum 1 París, svo að ekki þarf um að efast að Íslendingtim er mikiil fengur að bókinni. Og þegar þess er gætt, að við eigum litið, sem ekkert skrifað á islenska tungu um sálarlíf barna nje leiki þeirra, verður bókin því meiri aufúsugeslur. — Margt al- þýðufólk kynni nú að óttast, sem ekki hefir sjeð bókina, að lnin sje strembin og óaðgengileg, en það er öðru nær. Hún er ljett aflestrar og skemtileg, og skrifuð á fallegu, al- þýðlegu máli. Eins og höfundur get- ur um i formála er bókin ætluð al- menningi til fróðleiks og leiðbein- ingar um leiki barna, og segir það sig sjálft að foreldrar og barna- kennarar hafa liennar mesta þörf. Fyrir þá er bókin mikill fengur. Bókin gefur ágætar bendingar um leikfangaval, sem byggist á þeirri reglu, að yfirleitt sje gæðahlutfall leikfanganna í öfugu hlutfalli við dýrleika þeirra. Er þetta regla sem foreldrar eiga að hafa í huga og ástæða er fyrir þau að gleðjast yfir. Kaflaskifting bókarinnar er sem hjer segir: 1. Leikir barna. 2. Helstu kenningar um orsakir leikjanna og þýðingu þeirra fyrir bernsku og fullorðinsár. 3. Áhrif umhverfisins á leikina. 4. Þróun leikhvatarinnar. Flokkun leikja. 5. Sálarástand hins leikandi barns. 6. Uppeldisreglur og ieikföng. 7. Almennar reglur um val leikfanga. 8. Helstu leikföng barna fram til 6—7 ára aldurs. — Bókin er prýdd 30 myndum og vönduð að öllum frágangi. Foreldrar og kennarar þurfa nauð- synlega að eignast þessa bók. II. A. CHR. Westergaard: SANDHÓLA-PJETUR I. Eiríkur Sigursson íslensk- aði. — Reykjavik. Útgefandi: Barnablaðið „Æskan“. — 1938. Höfundur þessarar bókar er danskur rithöfundur, en þýðingin er gerð af Eiríki Sigurðssyni barna- kennara á Akureyri. Þessi bók er aðeins fyrsta bindið af lengra rit- verki og lieitir þýðandi góðu um framhald á útgáfunni. Sandhóla-Pjetur er skemtileg og alvöruþrungin saga í senn. Gerist hún á Vestur-Jótlandi, þar sem Rán heyjar sití heimsins langa stríð við sandströndina. Starfi fólksins og kjörum er lýst af miklum skilningi og djúpri samúð. Lífsbarátta fólks- ins við Vesturhafið er hörð, enda hefir hún oft skapað kjarnafólk. -— Sandhóla-Pjetur er duglegur og þrótt- mikill piltur, sem Lesandinn hrífst af. Mun margur bíða með óþreyju eftir framhaldi sögu hans' í næsta bindi. Sagan, sem heild er hugnæm og mun eignast marga vini meðal ís- lenskra lesenda, einkum þó drengja. — Þýðingin er mjög s'notur. III. ÚTVARP Á ÍSLANDI — Broadcast in Iceland — heitir Iítill bæklingur, sem Ríkisútvarpið hefir nýiega gefið út og saminn er af útvarpsstjóra. Lesmálið er mjög stutt, því að bæklingurinn er ekki nema l(i síður og meiri hlutinn af rúminu er skipað myndum og línuritum, sem lýsa þróun og verkefn um útvarpsins á fslandi. í lesmálinu er sagt frá starfsháttum og efnis- skipun útvarpsins i fáum orðum, stöðinni sjálfri og orku hennar, hinni fyrirhuguðu endurvarpsstöð á Eiðum, stuttbylgjustöðinni o. fl. Ljósmyndirnar í bækling þessum eru af Landsímahúsinu, útvarpsstöð- inni á Vatnsendahæð, útbúnaði nýju 100-kíIówatta sendistöðvarinnar þar, stuttbylgju-sendistöðinni og mynd úl útvarpssalnum. Af línuritum ýmiskonar, sem birt eru í kverinu má minnast á eitt, sem sýnir vaxtar- auka útvarpsnotenda á árunum 1930 til 1937 —- úr 490 upp i 14.407 í árslokin. Hinn 30. júní síðastliðinn voru útvarpsnotendur orðnir 14.780. — Sjerstaklega mun íslenskum les- endum þó þykja fróðlegt línuritið, sem sýnir útvarpsnotendafjölda ýmsra landa, að tiltöíu við fólks- fjölda. Island er þar hið 9. í röð- inni af öllum löndum heims, með 122.82 notendur á þúsund íbúa, en sú þjóð, sem flesta útvarpsnotendur liefir, er Bandaríkjaþjóðin, sem hef- ir fast að ]iví helmingi meiri út- breiðslu á útvarpstækjum en við: 204.38. Næstir eru Danir, þá Bret- land, Nýja Sjáland, Svíþjóð, Ástra- lía, Þýskaland og Ilolland. Næst á eftir íslandi koma Belgía, Sviss og Noregur. Af ríkjum í Evrópu eru Grikkir síðastir með aðeins 2.9 út- varpsnotendur af hverjum 1000 íbú- um, en Kína rekur lest þeirra 50 ríkja, sem línuritið nær til. Kver þetta er einkum ætlað þeim útlendu fyrirspyrjendum, sem að jafnaði skrifa útvarpinu og beiðast upplýsinga um það. Það er snyrti- legt að öllum frágangi, og gefur þær upplýsingar, sem í fljótu bragði eru nauðsynlegastar þeim erlendu hlustendum, sem vilja fylgjast með íslensku útvarpi. Miklir menn. Rftir Pjetur Sigursson. Walter Runciman lávarður er nú á vörum manna um allan heim, í sambandi við deiluna í Tjekkoslovakíu. Flestir munu vita það, að þessi merki maður nýtur mikils trausts meðal manna, en hitt vita sennilega færri, að hann er heilhuga kirkju- og trúmaður. Hann til- lieyrir Meþódista kirkjunni og um 10 ára skeið tók hann veru- legan þátt í starfi kirkjunnar. Þeir sem hlýddu á ræður hans, gátu ekki efað einlægni lians og áhuga á kristindómsmálum. Það er vel við eigandi að slíkum mönnum er fenginn sá vandi ðr kvikm jrndaheimlnu m. Harold Lloyd í „Gætið að yður, prófessorar“. Vinsælustu og dýrustu gleraugu í heimi. Gleraugun, sem prýða hið „klass- iska“ nef Harold Lloyd eru ekki að- eins frægustu gleraugu í heimi lield- ur einnig dýrustu gleraugum, þó að þau í raun og veru sjeu ekki nema umgjörðin ein. Harold Lloyd hefir gert það að vana sínum að byrja aldrei á nýrri kvilunynd nema að hafa gleraugun frægu með fyrsta daginn, og voru þau geymd vand- lega síðan. En daginn, sem hann átti að byrja á nýju kvikmyndinni: „Gætið að yður, prófessorar,“ voru gleraugun týnd. Það varð að liætta við upptökuna. Alt komst í uppnám vegna „dýrgripsins", en það var eins og þau hefðu sokkið í jörðina. Það var ekki fyr en síðla þriðja dags að símað var frá þvottaliúsi einu, að að semja frið rtieðal þjóða, ef slíkt er unt. Nýlega átti hinn mikli andans maður og prjedikari, Harry Em- erson Fosdick, 60 ára afmæli. 600 manna tóku þátt í mið- dagsveislu, er Árbakkakirkjan í New York hjelt honum til lieiðurs. Þar töluðu ýmsir merk- irmenn, og meðal þeiiTa forseti Colgate háskólans, en þar stund aði Harry Emers/on Fosdick nám á yngri árum sínum. For- setinn sagði, að þó þessi háskóli hefði ekkert gert annað um daga sína, en að senda frá sjer hr. Fosdick, aðeins þennan eina mann, þá væri tilvera skólans fyllilega rjettlætanleg. Slíkir menn eru á við marga. Hitler, Mussolini og Stalin eru miklir menn, en heimurinn er hálf hræddur við þá, og hvað sem um þá verður sagt, þá eru þeir ekki miklir aðdáendur Krists. Walter Runciman lá- varður, Lloyd George, George Lansbury, Roosevelt forseti Bandaríkjanna, Kagawa í Japan og Gandhi í Indlandi, þetta eru alt miklir menn, en þeir hugsa öðruvísi en hinir þrír. Heimur- inn óttast þá ekki, en væntir góðs af þeim. Þeir eru allir að- dáendur Krists og tigna friðar- hugsjón hans. — Verði sigurinn þeirra. gleraugnaumgjörð hefði fundist í vasa á flík, sem verið var að þvo, og þóttust þvottakonurnar þekkja að þarna væri gleraugnaumgjörðin hans Hárolds Lloyd. Það reyndist rjett að vera og þá kom í ljós hvernig í öllu lá. í hugsunarleysi hafði hann stung- ið gleraugunum í vasann, en svo hafði sloppurinn verið sendur í þvott. Loks eftir þrjá daga var liægt að byrja upptökuna, en töfin kostaði hvorki meira nje minna en mörg hundruð þúsund dollara, svo að gömlu gleraugun eru Harold Lloyd og kvikmyndafjelaginu háns mikils virði. Maður verður að vona, að þau verði á rjettum stað, þegar „Gætið að yður, prófessorar" verður send út til sýningar. NEVILLE CHAMBERLAIN forsætisráðherra Breta, er sá maður, sem mesta athygli hefir vakið ný- lega. í óðagoti því, sem lilaut að leiða til styrjaldar, ef ekki liefði verið til sterkur ni'aður hjá sterkri þjóð. Chamberlain var maðurinn, sem rjetti fram hendina á jafn eftirminnilegan hátt og menn muna úr erlendum frjettum síðustu viku. Enginn enskur forsætisráðlierra hefir stígið stærra spor. En bjargar það lieimsfriðnum — neniá í bili? Auk Konrad Henleins, er það Kundt þingmaður, sem mest hefir komið við deiluSúdeta-Þjóðverja og Tjekka. Myndin er af Kundt þing- manni. Samningar hafa farið fram milli pólsku stjórnarinnar og frönsku stjórnarinnar, um að 30 þúsund fjöl- skyldur af pólskum Gyðingum skuli fá landvist á eynni Madagaskar, austan við Afríku, en sú eyja er frönsk nýlenda. Er gert ráð fyrir, að Gyðingar þessir byggi þarna upp heil hjeruð, því hjer var um mannfjölda að ræða, sem er töluvert ineiri en allir 'íbúar íslands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.