Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N RJETTI HATTURINN. í vor og sumar liafa komið fram margar fáránlegar hattagerðir og verið til sýnis þar sem kvenfólkið sýnir helst nýtískuna: á veðhlaupa- brautunum í Ascot og Longchamps. Þessi hattur, sem sýndur er hjer á myndinni fer ekki í neinar öfgar. Hann er úr flöka og með þunnri slæðu. HENTUG BÁRNAFÖT — i hitunum, eru þau sem hjer eru sýnd. Þau eru víð og Ijett og með hettu, sem ver augun fyrir sólinni. AF ÁHORFENDAPÖLLUNUM. Meðal þeirra mörgu hatta, sem ný- lega sáust á veðreiðum á Longshamp, voru þeir tveir, sem sjást hjer á myndinni. Sá efri er, að fuglinum fráteknum, nauðalíkur enskum karl- mannsstráhatti, en sá neðri her svip af slæðuhnýtinu sem á honum er. BLÁR BALL-KJÓLL. í þessum kjól mætist gamalt og nýtt. Hann er úr tafti og „tyll“, sett- ur silkiböndum með bláum og hvít- um böndum. Franskt eimskipafjelag hefir fengið skiftavin einn, sem vert er um að tala. Hann hefir nefnilega tekið klefa í einu af skipum fjelagsins á leigu æfilangt. Þetta er enskur major, sem hefir lifað mestan htuta æfi sinnar á sjóferðum og tiugkvæmdist loks að segja skilið við þurlendið fyrir fult og alt og dvelja það sem eftir væri æfinnar á sjónum. Og þessvegna hef- ir hann nú leigt klefann æfitangt og flutt þangað búslóð sína. En hvernig fer ef majorinn tifir skipið? Hann verður þá að hafa vistaskifti — úti á hafi, því að hann hefir strengt þess heit, að stiga aldrei fæti á land framar. BJÖRN GUNNLAUGSSON. Framh. af bls. 5. og sumir trúðu að hann gæti „reiknað menn dauða". Það þóttu tíðindi þegar þessi kynjamaður fór um sveitina, hár í söðli og lotinn í herðum, að jafnaði með fylgdarmann og tvo hesta undir trússum og lausa liesta til skiftanna til reiðar. Björn þótti gela komist riðandi það sem flestir töldu ófært fyrir hesta, en víða urðu fæturnir þó að bera hann, er liann gekk á fjöll ásamt fylgd- armanni sínum, berandi þung inælingartæki. Slitsöm hefir þessi sumaræfi lians verið í tólf ár, sífelt strit frá morgni til kvölds en undan því var aldrei kvartað. Hitt þótti verst þegar ekkert var hægt að aðhafast vegna þoku og rigninga. Þá hafa verið leiðinlegir dagar hjá mæiingameistarannm milda. Að vísu gisti hann að öllum jafn- aði á bæjum, en stundum varð hann þó að liafast við í tjöld- um og hefir það verið ill æfi þegar illa viðraði, því að allur útbúnaður var sjerlega ófull- lcominn. Tjöldin láku, viðlegu- útbúnaðurinn aðallega gæru- skinn og engin tök á að taka upp eld, því að þá var ekki einu sinni olía til, hvað þá prímusar. En á rigningardög- um opnaði þessi sjaldgæfi mað- ur sjer sýn inn í aðra heima, þar sem rigning og þoka gat ekki skygt á og af þeim hugar- sjónum hefir eftirkynslóðin fengið sýnishorn þar sem ,Njóla‘ Björns er. „Auðveld skoðun himinsins, með þar af fljótandi hugleiðingum um liátign guðs og alheimsáformið" er undir- heiti þessarar stjörnufræðilegu guðfræðisljóða, sem eru einstök í sinni röð og voru uppáhald kynslóðanna eftir Björn en eru nú gleymd að kalla almenningi. Björn bjó í Sviðhoiti öll þau árin, sem hann vann að land- mælingunum. Sama árið og hann skilar síðustu teikningun- um flytst hann til Reykjavikur (1846) og bjó þar alla æfi síð- an í Yfirrjettarhúsinu gamla við Veltusund sunnan Austur- strætis. Var það rifið 1887 og' stendur nú á sömu slóðum hús Magnúsar Benjamínssonar úr- smiðs og Thorvaldsens Basar. Var Björn orðinn hrumur mjög síðustu ár æfi sinnar. Dagsverki lians var fyrir löngu iokið er hann dó, þó stórt væri. Nú er fullkominni landmæl- ingu íslands að verða lokið. Að henni liefir unnið fjöldi manna um nær fjörutíu ára skeið og með fullkomnum og hentugum áhöldum og að síðustu tekið flugvjelina i þjónustu sína. í því sambandi er vert að minn- ast mannsins, sem starfaði einn síns liðs og við þröngan kost að mælingu landsins fyrir hundr- að árum og leysti af liendi verk, sem lieldur nafni hans á lofli um aldur og æfi. „Spekingsins með barnshjartað“ sem orkti um guð og alheiminn þegar rigndi en gekk á fjöll jtegar bjart var i lofti. NÝR TENNISMEISTARI. Tennismeistarinn Alive Marble frá Bandaríkjunum hefir vakið mikla athygli fyrir snilli sína á meistara- mótinu í Wimbledon í London. Segja ensku blöðin, að leikur heiinar sje betri en tijá Susanne Lenglen og Helen Wills þegar þær stóðu upp á sitt besta. OLYMPE BRADNA heitir ein af nýbökuðustu kvikmynda- dísunum í Hotlywood og sjest hjer á myndinni. Hefir hún leikið í mynd sem heitir „Loftárás" og þykir tnik- ið koma lil hennar og mótleikara hennar, fransk-argentíska leikarans George Rogaud. * Allt með íslenskum skipuiii! f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.