Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Meistarakepni í Golf Skraddaraþankar. Starf það sem hafið liefir verið í þá átt að greiða götu ungmenna, sem búa við atvinnuskort, er eflirtekc- arvert og virðingarvert. Því atvinnu- leysisböl unglinga er þeim mun al- varlegra en annara, sem það getur beinlínis orðið til þess, að móta lífs- feril þeirra um aldur og æfi, svifta þá sjálfsbjargarviðleitni og starfs- löngun, einmitt á því skeiði æfinnar, sem athafnafýsnin ætti að vera sterk- ust. Úr þessu er nú reynt að bæta lítilsháttar með sjerstakri vinnu og með þvi að veita unglingum bók- lega og verklega tilsögn. Vinnuskólahugmyndin kemur þarna að góðu haldi. Hún á eflaust eftir að marka djúp spor í lífi þjóðarinn- ar, ef hún nær því marki sem hún á að hafa: að verða almennur skóli allra landsbúa með tíð og tíma. Þegnskyldu vinnuhugmyndin gamla fjekk ekki hljóð í þá daga sem hún var borin fram; hún var of löngu á undan sinum tíma. Nú er þjóðlíf- ið sjálft komið miklu frekar undir áhrif löggjafarvaldsins en var í þá daga, og viðfangsefnin margþættari. Og það hlýtur að reka að þvi fyr eða síðar, að þegnskylduvinna verði tekin upp i einhverri mynd — al- menn þegnskylda unglinga á ákveðn- um aldri. Sú þegnskylda verður að beinast að því tvennu, að gera ung- lingana hæfari fyrir lifsstarfið og jafnfamt að því, að skapa þjóðinni bein verðmæti. Hún verður vinnu- skóli og vinnan, sem eftir skólann liggur á að auka verðmæti þjóðar- eignarinnar. Hjer er oft kvartað undan því, hve margt það sje af verklegum fyrir- tækjum, sem koma þurfi í fram- kvæmd og hve seint það gangi, vegna fátæktar og fjeleysis. Það er minst á vegagerðina, á framræsingu mýra, sandgræðslu, skóggræðslu og almenna jarðrækt. Og nú er það ofartega á baugi, að efla landbúnaðinn með stofnun samvinnubygginga. Á þann hátt safnast jarðræktin saman í hverfi og verður þvi auðveldara að vinna að henni með fjölmenni en áður var, og undir einni stjórn. Það ætti ekki að verða neitt vandamál, að haga þegnskylduvinnunni svo, að ungling- ar fengi þar undirstöðukunnáttu í því, sem öllum bændum er nauð- synlegt að kunna og það ætti jafnvel líka að vera hægt, að gera sjómanns- efnið hæfara en ella undir starf sitt, þó að kenslan færi ekki fram á sjó. — Þess væri óskandi, að vinnuskól- arnir opnuðu aúgu almennings svo fyrir þessu, að það yrði til að greiða fyrir endurvakningu þegnskylduliug- myndarinnar sem fyrst. lauk siðastliðinn sunnudag. Háðu þeir úrslitaorustuna Helgi Eiríksson bankafulltrúi og Hallgr. Fr. Hall- grimsson framkvæmdastjóri, og vann liinn fyrnefndi kepnina, sem var 36 hola umferð, Er þetta í annað skifti, sem Hetgi vinnur meistarakepnina, því að liann varð einnig fræknastur á siðasta meistaramóti. Heiðurslaunin sem fylgja méistaratigninni er hinn fagri bikar, sem enska firmað Lever Brothers gáfu fyrir nokkrum árum. í flokki kvenna urðu leikslokin milli þeirra Herdísar Guðmundsdótt- ur og frú Jóhönnu Pjetursdóttur og varð Herdís hlutskarpari. Fyrstu Sigurður Jónsson, frv. hrepps- stjóri, Þórarinsstöðum, Seyðis- firði, verður 70 ára 27. þ. m. Vilhelmina Hollandsdrotning átti 40 ára ríkisstjórnarafmæli nú á dög- unum. Því var spáð í vetur, að liún mundi afsala sjer ríkisstjórn í hend- verðlaun i kvennaflokki er silfur- bikar, gefinn af M. Ivjaran stórkaup- manni. I I. flokki karla urðu úrslitin þau, að Sigurður Jónsson fór fram úr Ólafi Gíslasyni í úrslitaleiknum. Myndin hjer að ofan er af hinum fyrverandi og núverandi golfmeistara Helga Eiríkssyni, er hann við hús- vígslu gotfklúbbsins í sumar sló kylfu sinni, að viðstaddri Ingiríði krónprinsessu. Sló hann tvisvar og var hvert höggið öðru betra, en síð- an heita þessi högg Helga „prins- essuhögg“, i annálum Golfklúbbsins. Árni Siemsen fimtugur. Það þarf ekki Þýskalandsfara til þess, að þekkja myndina hjer að of- an. Því að Árni Siemsen í Lúbeck er að svo góðu kunnur, að flestir íslendingar, sem eitthvað liafa við Þjóðverja að sælda, þekkja hann. En þeir scm hafa komið til Lúbeck þekkja hann máske enn betur. Hjálp- semi hans og vinsemd við landa sína, sem til Lúbeck koma, hefir ltngi verið rómuð. Þann 22. þ. m. varð Árni Siemsen fimtugur. Hann fæddist í Hafnar- firði fyrir hálfri öld, en þá var faðir hans sýslumaður þar, En lengst æfi sinnar hefir hann dvalið í Lúbeck, eða siðastliðin 35 ár. Þó liefir hann ekki sótt um þýskan rík- isborgararjett — liann er enn is- lenskur rikisborgari, og um leið ís- lenskur í hugsun og tilfinning. Hann er einn þeirra fjarvistar-íslendinga, sem jafnan auka landinu hróður. Júlíönu dóttur sinnar, en það liefir ekki ræst. Gamla konan mun sitja á konungsstóli Hollendinga, meðan henni endist tif og heilsa. Dr. Guðbrandur Jónsson, verð- ur 50 ára 30. þ. m. Frú Friðborg Friðriksdóttir, Borgarnesi, verður 70 ára 26. þ. m. Helgi Thordarsen, trjesmíða- meistari, verður 70 ára 30. þ. m. Frú Kristín Oddsdóttir frá Þóru- stöðum í Ölfusi, nú til heimilis á Grjótagöiu Í4, varð 90 ára 21. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.