Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Við frönsku landamærastöðvarnar Pont du Plan og Riemajou i Pyrenaf jöllum flýr fólk frá Spáni til Frakklands, en í staðinn eru nautgripir sendir suður, handa fólkinu að eta. Hjer er verið að lileypa nautahóp yfir landamærin. Hjer á myndinni sjást tvær af frægustu konum Bandaríkj- anna. Önnur er frú Roosevelt, „Americas First Lady“ í heim- sókn í Hollywood. Er hún að tala við „First Lady“ þess stað- ar: Shirley Temple, sem þó {lítil sje, er miklu frægari en f orsetaf rúii\. Vestur-Danir koma á hverju sumri í stórum hóp til Danmerk- ur til þess að heimsækja ættingjana og eru þá jafnan hátíða- höld í Danmörku. Myndin er af móttökuhátíð sem þeim var þaldin í ríkisþinginu og að ofan sjest Stauning í ræðstólnum. 1 dýragarðinum í Edinburgh eru tvær skepnur, sem gestum þykir meira gaman að sjá en nokkrar aðrar þar í garðinum. Það eru tveir antilópar, sem eru meðal annars frægir fyrir það hvað þeir geta stokkið hátt og langt. Myndin gefur hugmynd um þetta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.