Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 mátti óþektar. Það varð hlut- verk Björns Gunnlaugssonar að gera fyrsta heildaruppdráttinn af öllu landinu og að hans gerð bjó það mál þangað lil landmæl- ingar herforingjaráðsins hófust á þessari öld, að því einu und- anteknu, að Þorvaldur Thor- oddsen jók uppdráttinn nokkuð, að því er óbygðirnar snerti. Á tólf sumrum, 1831—1843 að að undanteknu sumrinu 1836, fór Björn Gunnlaugsson um landið alt og gekk á fjöll og mældi. Hann byrjaði á Reykja- nesskaga og gekk þar á öll fjöll, árið eftir mældi hann Kjósar- sýslu og Árnessýslu neðanverða, 1833 Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu og gekk auk þess á Skjald- breið, árið 1834 Árnessýslu of- anverða og óbygðirnar innaf henni og gekk i Þórisdal, sem þótti hin mesta ol'dirfska. Sum- arið 1835 fór hann enn um sömu óbygðir en hjelt síðan austur Syðri-Fjallbaksveg og mældi V eslur-Skaf tafellssýslu. Þannig fóru fyrstu fimm sumurin í mælingar Sunnlendingaf jórð- ungs nær eingöngu, enda var mælingin ítarlegust þar. Mun Björn liafa sjeð, að með svo nákvæmu vinnulagi mundi sjer ekki auðnast að komast vfir alt landið, enda varð yfirferðin nú hraðari er hann hóf mælingar á nýjan leik eftir að hafa nolað sumarið 1836 til þess að ganga frá uppdrætti suðurlandsins. Sumarið 1837 inældi hann há- lendið upp af Borgarfirði, Dali og Snæfellsnes, en 1838 Múla- sýslur og fór þá sína lengstu öræfaleið, úr bygð í Árnessýslu austur yfir Öræfin norðan Vatnajökuls til Austfjarða, þvi að bæði vildi Björn kynnast þessum slóðum og eins var mönnum hugleikið að finna hentuga ferðaleið yfir öræfin, frá Austfjörðum lil suðvestur- landsins. Lögðu þeir Björn upp frá Skriðufelli í Þjórsárdal 27. júlí og komust að Búðarhálsi, næsta dag fóru þeir í Arnar- fellsver, þriðja undir Arnarfell, fjórða að Vatnajökli og á fimta degi komust þeir að Trölla- dyngju. í Ódáðalirauni hreptu þeir óveður og á níunda degi komust þeir loks til bygða, að Brú í Jökuklal. Árið eftir fór Björn svipaða leið og var þá veðurhepnari og hafði mikið gagn af ferðinni. Þessi tvi') sumur mældi Björn Múlasýslur báðar og Skaftafellssýslu eystri og fór nyrðiri Fjallbaksveg i heim leið síðara sumarið. Tvö næstu sumur, 1840—41 mældi hann Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Þingeyjarsýslur, en síðustu ferðasumurin tvö fór hann um Vestfirði. Eins og geta má nærri gat Björn ekki int af hendi nákvæm ar mælingar með þessari miklu yfirferð. Að meðaltali stóðu mælingaferðirnar ekki vfir nema tæpa tvo mánuði á sumri og oft töfðu rigningar stórlega, eins og þeir geta giskað á, sem þekkja islenska veðráttu. Þvi að til mælinga þurfti heiðskírt veður, ef hægt átti að vera að gera miðanir og staðarákvarð- anir á löngu færi. Fjöldann all- an af nöfnum varð Björn að setja á uppdráttinn eftir ágisk- un og jafnvei eftir lýsingu ann- ara, en þrátl fyrir það skakkar furðu litlu. Það er í rauninni alveg undravert, hve uppdrátt- urinn er nákvæmur það sem hann nær. Vitanlega eru skekkj- ur þar, sem ekkert var við að styðjast nema ágiskun eina — það eru kaflar i uppdrættinum, sem svo að segja eru gerðir blindandi, ])ví að vitanlega voru það stór svæði á hálendinu, sem Björn aldrei sá með eigin aug- um og kom ekki á. En eigi að síður fengu Islendingar upp úr mælingum Björns Gunnlaugs- sonar landsuppdrátt, sem var mjög sæmilegur á þeirra tíma mælikvarða, og með fullum rjetti má segja, að menn liafi eigi getað gert sjer grein fyrir hvernig ísland var útlits fyr en uppdráttur Björns kom út. Það er liætt við að hugmyndir fólks hafi verið mjög á reiki í því efni og svipað til þess, sem sjá má af hinum fornu kynjaupp- dráttum eða skrípamyndum af landinu, sem geymsl hafa frá eldri tima. Björn Gunnlaugsson hafði á þessum árum ferðast meira um landið og gengið á fleiri fjöll en nokkur maður, innlendur eða útlendur á undan honum. Hann hafði að jafnaði ekki sömu fylgdarmennina nema stutta stund og varð því jafnan að vinna verk sitt algerlega hjálp- arlaust. Þó hann hefði ekki haft nema viðvaning til að lijálpa sjer hefði það stórum bætt úr, en því var ekki að fagna. All sem að mælingunni laut varð hann að gera sjálfur. Styrkur sá sem hann fjekk til mæling- anna var al' svo skornum skamti að hann leyfði eigi aðstoð, ef hann átti að hrökkva fyrir ferða- kostnaðinum. Og þó var ódýrt að ferðast þá. Að meðaltali varð ferðakostnaður Björns rúmir 160 dalir á sumri þessi tólf sumur sem liann ferðaðist. Það þætti ódýr mælingaleiðangur nú á dögum, því að 6—7 hesta varð hann þó að hafa og faslan fvlgdarmann og víða þurfti að horga aukalega fyrir fylgdir. Ilestana lcevpti Björn að jafn- aði á vorin fyrir 3—4 specíur og seldi þá á liaustin fyrir 2— 2%, en fyrir Ieiguhesta varð hann að borga 2 specíur yfir sumarið, eða álíka mikið og menn borga nú sumstaðar á dag. Til dæmis um live Björn var samviskusamur í reiknings- skilum má nefna, að ef liann lagði einhverja lykkju á leið sina sjálfs sin vegna, þá dró liann þann kostnað frá. Sjálfur fjekk hann 20 ríkisdala þóknun á ári fyrir kortagerðina og 100 dali á ári frá stjórninni þegar fram í sótli og mundi það þykja Iítið nú á dögum. Enda átti Björn oft í fjárhagskröggum á þessum mælingaárum sínum. Þrátt fyrir það að Björn vann að þessu starfi sínu með sjerstakri ósjerplægni og dæma- fárri elju, voru samtíðarmenn lians sumir elcki meira en svo ánægðir með árangurinn. Þeir sem ekki skynbragð báru á verkið hjeldu að hægt væri að Ijúka því á skömmum tíma. Árið 1834 var það lagt til á fundi i Bókmentafjelaginu að láta liætta mælingunum um stund er Sunnlendingafjórðungi væri lokið og híða við þangað til kortið af honum væri komið út, en þó var ])etta felt. „Hver veit hve lengi við höldum Gunn- lögsen og landið er stórt,“ sagði Tómas Sæmundsson í því sam- bandi. En þó treystu ekki allir Birni, þar á meðal Sclieel sá, sem áður hafði verið við mæl- ingar hjer; klifaði hann jafnan á því, að Björn væri óliagsýnn og kynni ekki meira en svo með mælingarverkfæri að fara þó liann væri afreksmaður í íræðilegri stærðfræði. Gerði hann ýmsar aðfinslur við verk Björns og þóttist finna þar verulegar skekkjur, en flest af því gat Björn rekið ofan í hann með fullum rökum. Sá lijet O. N. Olsen, sem feng- inn var til að hreinteikna upp- dráttinn undir prentun. Björn hafði lokið við allan uppdrátt- inn 1846 og var hann í miklu stærri mælikvarða en síðar, er hann vnr gefin út, og með miklu fleiri nöfnum. Hafði Björn ekki tækifæri til að hafa umsjón með hinni endanlegu teilcningu Olsens af uppdrættinum, en Jón Sigurðsson hafði umsjón með því, að nöfn væri rjetl skrifuð og einnig aðstoðaði Jónas Hallgrímsson Olsen við teikninguna. Kom uppdráttur- inn út árið 1848. Á ferðaárum Björns Gunn- laugssonar var það annað að ferðast um landið en nú er orð- ið. Þá var enginn vegarsi^otti til á landinu og ekkert fljót brúað, en götutroðningar og vegleysur hvarvetna og margir þeir stígir ókunnir er menn þekkja vel nú. Almenningur var hræddur við öræfin og þótti dirfska og jafn- vel heimska að ráðast ])angað. Og skilningurinn var vitanlega litill á því, að nokkur þörf væri á að mæla landið, og þó eink- um óbygðirnar, sem aldrei yrði neinum að gagni. Verk Björns var fyrir ofan hugsjónagarð allrar alþýðu og sjálfur var maðurinn annarlegri en flestir menn. í augum samtíðar sinnar var Björn þvi hálfgerður galdra maður; það mynduðust þjóð- sagnir um reikningsgáfu hans Framh. á bls. 10. Vesturendi Austurstrœtis á tíö Björns Gunnlaugsson- ar. IIúsiö sem hann bjó í sjest ’engst til vinstri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.