Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.09.1938, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Setjið þið saman! /. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. U. 15. 1. Hjarir. 2. Mannsnafn. 3. í spilum. 4. Mannsnafn. 5. ----yri, kaupstaður. (i. Bæjarnafn. 7. Stutt svar. <S. Frægt fjall. !). Norskur námubær. 10. Bær í Sviss. 11. , Kendirí". 12. Bor. 13. Kvenheiti. 14. Útræðistími. 15. Bál. Samstöfurnar eru all 32 og á að búa til úr þeim 15 orS er svari til skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn þriggja annesja A íslandi. a—ak—at'.—ar—ar—ar—at—■ árn— bjarg—dór—e—e—eld—ev—gen —i — ir—já—lam—naf—ó—os—reiÖ—rör— t e—111 p—u n—u r-—u r—ve r—öl v. Strikið yfir hverja samstöfu um leið og þjer notið hana í orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sent í, a sem á, o sent ó, u sem ú, — og öfugt. OG KENSLUKONAN. Alhrecht erkihertogi af Habsburg kvæntist nýlega ungverskri kenslu- konu, Katherine Bockskay að nafm. Myndin er tekin þegar verið var að gefa þau saman, í ráðhúsinu í Buda- pest. BÆNDUM í BANDARÍKJUNUM sem verið liafa leiguliðar á jörðum sínum, verður nú gert kleift að eign- ast jarðirnar og fá hagkvæm lán hjá ríkinu til þess. Myndin sýnir bónda, sent er að taka við lánskír- teinum sinum hjá umboðsmanni bankans. Best að auglýsa i Fálkanum '&M&M við að hann skipaði mönnunum einn dag- inn að grafa röð af djúpum holum.“ Ahtee handaði með hendinni. „Ef þið lítið út um gluggann þarna þá sjáið þið holurnar; það er kyprustrje i hverri holu.“ „Mikill mannhundur," sagði Elmore með hryllingi, „hann ljet þá grafa sínar eigin grafir.“ „Já, einmitt. En Fratton var framsýnn eins og öll mikilmenni. Það kom á daginn að það voru ekki nema tíu, sem þurftu gröf, liinir lentu í gjánni við hellana. Sjálf- ur lagði hann sig ekki niður við að grafa.“ „Mjer finst þetta hljóti að liafa verið dýr,“ sagði frú Jaster alt í einu. Hún gat ekki skilið, hve gestirnir hlustuðu rólega á frásögn liúsbóndans. Frú .Taster var altek- in af hræðilegri skelfingu gagnvart nútím- anum og ógnandi kvíða um framtíðina. Hún var viss um, að hún yrði fyrir hræði- legu slysi. En hjónabandið hafði kent henni að þegja. Hún sá að maðúr hennar hnykl- aði brúnirnar og þorði ekki að segja meira. „Það sama hefir verið sagt um Napole- on,“ sagði Ahtee mjúkt, „og um marga fleiri mikla menn. Að mínu áliti líktist Fratton flestnm i því, að hann ágirntist ])að sem aðrir áttu. En hann var einstæður í þvi, að hann þorði að brjóta í bága við lög og rjett. Hann gat komið ásetningi sínum fram, af því að hann vantaði það sem hindrar svo marga, arfgengt minni sem er kallað samviska. Ilann hefði átt að fyrir- gefa doktor Oliver og Trayne. í dagbókinni segir hann frá, hvernig Oliver hafi læst hann inni í köldum og dimmum kytrum og hótað að berja hann lil óbóta, ef hann bæri sögur í foreldra sína. Ilann vitnar i Euripides og hefir það verið þýtt fyrir mjer hjerumbil svona; „Sá sem hefir háar lmg- myndir um sjálfan sig þolir ekki að láta undirtyllur setja ofan í við sig.“ Þetta gæti verið eftirmæli Frattons. Hann ljet engan skipa sjer fyrir. Oliver var gramur yfir þvi, lærisveinn hans var betur að sjer í grísku og Jatínu en hann sjláfur. Og Olver kendi klögumálum unga Frattons um, að sir Humprey Fratton faðir hans hafði neitað að veita Oliver feitt embætti. Ilvað Trayne snertir þá keniur það að- eins fyrir á örfáum stöðum í dagbókinni að maður rekst á hlýrri hug til lians. Það er þegar hann talar um stúlkuna, sem Trayne ginti frá honum með þvi að bak- naga keppinaul sinn.“ „Honum hefði verið hollara að gleyma stelpunni,“ sagði frú Hydon Cleeve, „hún hefir eflaust gleymt honum.“ „Þvert á móti. Á banasænginni skrifaði hún honum, að hún hefði aldrei liætt að elska hann. Hún gerði sjer bitrar ásakanir fyrir að hún skyldi liafa trúað lygunum, sem Trayne hafði sagt lienni og foreldrum hennar. Brjefið haí'ði þau áhrif, að hann hirti aldrei um neinar aðrar konur. Frá þeirri stundu hafði hann helgað sig hefnd- inni. Foreldrar hennar voru heppin að þau skyldu vera komin í gröfina, annai's mundu þau hafa orðið þrælar Frattons eins og þeir Olver og Trayne.“ „Þrælar?“ kallaði Barkett. „Hvernig það ?“ „Nú verð jeg að hlaupa yfir marga þælti,“ sagði Alitee. „Við höldum áfram þar, sem Fratton hafði mokað ofan i tíu grafir og gróðursett kyprustrje á hverri. Hann var nú einn eftir með hinum gömlu kunningjum sínum og loksins skildu þeir, hvervegna hafði hann liaft þá með sjer i Manndrápsey. Á nóttinni hafði hann þá i hlekkjum í skúr, sem þeir liöfðu reist, á daginn urðu þeir að yrkja jörðina, svo hús- hóndi þeirra fengi nægilegt af korni og kartöflum sjer til viðurværis. Þeir höfðu nokkra grísi og kindur þarna á eyjunni og hirti doktorinn nm fjenaðinn — gramur og gamall glataður sonur, sem gætti svína og át af drafi þeirra. Eina nóttina kól hann til bana, ])ví að Trayne hafði ráðist á hann og rænt af honum fötunum til að skýla sjálfum sjer fvrir kuldanum. Við vitum ekki hvernig Trayne sálaðist. Jeg ímynda mjer, að Fralton hafi nú ekki verið orðinn með öllum mjalla. Hann hafði sjeð pyntingar viðhafðar, ef til vill liefir liann sjálfur reynt að nota þær. Ilann segir aðeins að skuldin hafi verið greidd að fullu.“ „Það sem jeg skil ekki,“ sagði Barkett, „er að liann drap alla áliöfnina. Á þann hátt var hánn sjálfur orðinn fangi þarna.“ „Skútan hafði slitnað upp og rekið upp við skerin, sem við köllnm „Nálarnar.“ Fratton verður tíðrætt um það. Hann hefði svelt í hel ef hann hefði haft marga munna að metta. Nei, það er ekki hægt að núa honum því um nasir, að liann hafi verið óforsjáll. Hann liugsaði fyrir öllu. Hann setti nieira að segja dýrgripakistuna á sama staðinn og Harwood hafði l'undið hana á.“ „Hversvegna ?“ spurði Barkelt. „Hann bjóst við að Avery muwdi koma til haka. Hann hafði lievrt um flótta hans. Og hvernig hefði hann staðið að vígi ef Averv hefði fundið fjársjóðinn hjá hönum? Það var eina von Frattons, að Avery kæmi þarna aftnr á stóru skipi. Eitt af verstu vandkvæðunum á Manndrápsey er ])að, að hún er samgöngulaus við umheiminn frá nóvember til apríl. Enginn hefir nokk- urntíma synl þessa þrjá kílómetra, sem eru milli hennar og meginlandsins. Margir hafa reynt það, en sjórinn er svo vondur og straumurinn svo þungur. Fratton var að hugsa um að gera sjer fleka, en hætti við það, því að hann taldi of áhættusamt að taka með sjer skattkistuna. Og ef honum skolaði á land meðvitundarlausum, með vasana fulla af perlum og gimsteinum, I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.