Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. I'rainkv.stjóri: Svavar Hjaltestcd. AÖalskrifslofa: Bankastr. 3, Keykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: A n 1 o n S c h j ö t s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. .4uf/lf/sinffaverö: 20 anra millim. Herbertsprent. SkraddaraNnkar. Jeg var á gangi hjer við sunnan- verða Tjörnina i Keykjavik, ekki alls fyrir löngu. Þar voru villiend- ur lónandi á vatninu í stórum hóp - ekki einstakar fjölskyldur út af l'yrir sig, heldur sambland margra l'jölskyldna. Svo voru nokkir krakk ar rjett á undan mjer og námu stað- ar. Endurnar skeyttu ekki um það. En þegar krakkarnir fóru að fara ofan í vasa sína, var eins og allur andahópurinn vaknaði. Og þegar þau hentu fyrsta brauðmolanum frá sjer út af brúninni, synti allur hópurinn í áttina þangað, sem brauðmolinn hafði dottið í vatnið. Þó það hefði verið sjálfur enski herflotinn, sem þarna var á sundi, hefði hann ekki getað hlýtt skipun yfiraðmírálsins eins vel og villiend- urnar gerðu í þetta sinn og önnur. Það vár vitið og eðlishvötin í sam- einingu, sem var þeirra aðmíráll. Þær komu þarna tifandi og busl- andi, en þó miklu fallegri en íþrótta menn á kapþsundi. Og þegar jiær komu á ákvörðunarstaðinn voru brauðbitarnir orðnir svo margir, að þær þurftu ekki að munnhöggvasi. Nokkrum dögum siðar sá jeg ann- að, í vikinu milii K. K.-hússins og Iðnó. Þar voru líka börn, að gefa l'uglunum brauðbita. En þar voru tamdar endur líka, og þær voru nær landi. Þær synlu af stað undir eins og fyrsti brauðmolinn kom i vatnið. En þá sá jeg sjón, sem jeg gleymi ekki. Tvær villiendurnar, sem jeg hefi aldrei sjeð néma á vatninu, eða rorrandi á steini upp við land, komu þarna fljúgandi. Settust að bráðinni rjett fyrir nefinu á ali öndunum, sem skara fram úr hin- um með þvi að segja ,,bra-bra-bra“. Var það ekki hæfileiki þess ótamda vilja gegn tönuium vilja matgirn- innar, sem var þar að verki? Þetta er í sjálfu sjer auka-atriði. Hitt er aðalalriði, að í miðbiki höf- uðstaðarins hafast við viltar endur, svo spakar, að þær þora að eta ur lófa manns. Fyrir mannsaidri kom hjer villiálft á Tjörnina — svartur sem hjelt að sjer væri óhætt að byggja hreiður i sefinu í Tjarnar- botni. Svanurinn var skotinn — og þáverandi Keykvíkingar dáðust að, hve vej skyttunni hefði tekist að liitta svaninn í hálsinn á 150 metra færi. Síðan er liðin löng æfi, og nú eru fuglarnir á Tjörninni ekki að- eins vinir barnanna h'eldur og hinna gömlu „sportsmanna“. Fuglalífið við Tjörnina er komið fram við baráttu einstakra áhuga manna, og við bæti uppeldi beggja aðila, á grundveK- inum: „Treystir þú mjer, þá Ireysti jeg þjer.“ LEIKHÚSIÐ: H. F. Maltby: Fínt fÓlk. Leikfjelag Keykjavíkur hóf starf- semi sina á þesum vetri með því, að sýna enskan gamanleik eftir H. F. Maltby. Hann gerist allur í sömu stofunni og er gerður samkvæmt hinu gamla lögmáli leikritahöfunda þeirra tíma, að hann gerist aílur á einum sólarhring. Fyrsti þátturinn að kvöldlagi, annar um nóttina næstu og sá þriðji að morgni næsta. Þungamiðjan í leiknum er að rjettu lagi ríkisbubbi, sem langar til að komast í kynni við „fína fólkið" í London og hefir í þeim tilgangi leigt sjer heimskan pilt af góðum ættum, sem hefir samböndin er til þess mætti duga. Fyrsti gesturinn er þegar kominn, en orðinn hund- leiður á tilverunni og pantar brjef frá húsráðanda sínum i London tii þess að fá tækifæri til að sleppa úi prisundinni á sveitasetri ríka manns ins, sem best er lýst með því, að hann á bókaskáp á miðjum stofu- vegg sínum og notar hann sem skothurð til að fela peningaskápinn sinn. Því að eitthvað gagn verður maður að hafa af öllum þessum bókum“, lætur höfundurinn hann segja. Giillbrúðkaup eiga Jjann 22. J>. in. hjónin Salome Jónatans- dóttir og Pjetur Þórðarson fyrrum aljjingismaður og hrepp- stjóri í Hjörsey. Kíki maðurinn, sem í leikritinv. heitir Richard Miller (Brynjólfur Jóhannesson) á stjúpdóttur (Aldi Möller) sem hann hefir gint til að undirskrifa blað, sem veitir honum umráðarjett yfir eignum hennar. Stúlkan sjer fljótlega hvað á spýtu stjúpföður hennar hefir hangið og tjáir einkaritaranum (Alfred Anc.- rjessyni) vandræði sín. En nú vill svo til að hann er bálskotinn í stúlkunni, og gerist liennar vegna innbrotsþjófur i sínu eigin húsi. Kíki maðurinn hefir orðið fyrir smáhnupli áður og leigt sjer leyni- lögreglumann frá London, til þess að komast fyrir hann. Og svo haga örlögin þvi þannig, að hann grípur peningaskápsþjófinn, einkaritarann, scm ekki er að stela peningum held- ur umboðsskjali stjúpdótturinnar. Og þegar þeir hafa litið hvor fram- an í annan uppgötva þeir, að þeir 'eru gamlir góðkunningjar úr einum af „fínu klúbbunum“ i London. Efnið verður ekki rakið lengra fiam. En leiknum var talið það til ágætis áður en hann sást, að hann hefði verið leikinn svo eða svo mörg hundruð sinnum í London. Dagblöðin hjerna hafa verið mjög liarðorð um leikinn, svo að þó ekki væri annars vegna þá væri ástæða til að sjá hann. Ef þessi grein ætti að birta nokkra gagnrýni, mundi hún aðallega rúmast í þeirri einu setningu, að það sje alt annað að leika enskan gamanleik en þýslcan eða franskan, og að fólkið sem leik- ur væri full hávært. Allur leikurinn í „Fint fólk" verður að vera mjög lágvær — það er óttinn við það sem kemur, sem auðsjáanlega mynd- ar þungamiðjuna hjá höfundinum. Kíki maðurinn er aðalpersónan í leiknum, en hefir vikið sæti fyrir Bol-Seymour, sem að rjettu lagi er umbúðapappír um húsbóndann. Fálkinn birtir hjer þrjár myndir úr leiknum. Á efstu myndinni eru þeir (taldir frá hægri) : Indriði Waage, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Leós og Jón Aðils. í miðið: Alfred Andrjesson og Valur Gíslason. Neðst: Indriði og Valur. Vigfús fíuðmundsson frá Iíeld- um, nerður 70 ára 22. ]>: m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.