Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNGSVU i heiinsókn hjá nminiin. Hafið þið nokkurntíma, börnin S»ð, reynt að athuga mauraþúfu, og virða fyrir ykkur hið iðandi líf og hina miklu „urnferð" á „maura- vegunum“, sem ligga frá og til þúf- unnar? Fyrir alla muni rótið þið ekki neinu til i mauraþúfunni, — mörg hörn gera ])að, því miður í algjöru hugsunarleys'i, án þess að hugsa út i það, að þau með því eyðileggja margbrotna og snilliríka hyggingu, jafnvel heila miljónahorg! í hlutfalli við stœrð mauranna er ein þúfa heill skýrjúfur — alt að 25 hæðir ofan jarðar — en vitið þið það, að ein mauraþúfa nær oft lengra ofan i jörðina en upp úr henni? Og vitið þið það ennfremur, að við allar dyr á þúfunni er settur reglulegur vörður, sem á augabragði ræðst á ókunnan maur, sem dirfist að koma í heimsókn? Vísindin segja, að maur- ar frá sömu þúfu þekki hvern annan á lyktinni. Til vinstri á myndinni sjáið þið þverskurð af mauraþúfu. Þið sjáið, livernig leynigangar liggja frá einu hólfinu til annars langt niðri í jörðinni. Þessi hólf eru notuð í óliku augnamiði: Mynd 1 er hólf, fult af mauraeggjum, 2 og 3 eru fyrir lirfur og að lokuin er mynd 4 hólf fult af púpum. Mauraeggjanna er gætt af óhreyttum maurum, sem kallaðir eru vinnumaurar, samanber býflug- urnar. Þegar heitt er í veðri eru egg- in flutt upp i efstu hólfin, meðan þau aftur á móti þegar kalt er, eru flutt í neðri hólfin. Litlu gangarnir á myndinni eru fyrir örlitla sníkju- maura, sem lifa mesta kongalífi með þvi að stela eggjum hinna löglegu íbúa. — Hvað er hann pabbi þinn? — Hann er knattspyrnudómari. En þinn? — Æ, liann er bara hæstarjettar- dómari. Gesturinn: — Hvaða stein-nybb- ur eru þetta í hliðinni á stórhýsinu? Ameríkumaðurinn: — Það eru kílómetrasteinar, til þess að sýna hæðina. Lampaskermar skreyttir með ,.amatör‘,-myndum. Einlita, glæra pergamentskerma má skreyta prýðilega á þann hátt að líma á þá „amatör“-ljósmyndir. Kopi- eraðu myndirnar á þunnan pappír og smurðu bakið vel i hreinni lín- olíu, svo að pappírinn fái perga- mentkend einkenni. Límdu liinar olíu bornu myndir á hreinan þerripappír og þurkaðu þær undir pressu. Mynd 1 er sýnishorn af skemtitegri skreyt- ingu. Skerminum er vandlega skift í reiti og myndinar eru límdar á eftir því. Kliptu hverja mynd ná- kvæmlega eftir þeim reit, þar sem hún á að vera, og mundu það, að myndin á ekki að vera ferningur (kvaðrat), þar sem hún á að fylgja kringingu skermsins.. Mynd 2 sýnir hvernig. I-ímdu myndirnar fastar og límdu svartar límbornar pappírs- ræmur yfir rendurnar, bæði lóðrjett og liringinn í kringum skerminn. Þessar ræmur fást keyptar í smá- rúllum í ljósmyndaverslunum. Mynd 3 sýnir annan skerm, skreyttan með í baráttu fyrir rjettlætinu. 4) Loksins. — Langl niður frá, þar sem var bugða á fljótinu, gægðust hin glæsilegu Indíánatjöld fram. Það leit ekki út fyrir að neinn Indíáni væri á fljótinu, og Bobby varð tjett- ara um andardráttinn. I sama bili heyrðist ógurlegur gnýr á bak við hann, — það var ísstíflan, sem splundraðist, og á augabragði kom ógurlegt hlaup i fljótið. Rjett i þessu augnablikinu sá Bobby svartan díl langt niður á fljótinu, dálítinn spöl frá tjöldunum. Bobby knúði hestinn sporum og óðara var hann kominn svo nálægt, að hann gat sjeð að svarti díllinn var Indíáni á smábát. Báturinn þeyttist til milli ísjakanna, og veslings Indiáninn gerði örvænt- ingarfullar tilraunir til að komast í land. 5) En allar tilraunir voru árang- urslausar. Alt í einu fór báturinn í spón, eins og hann væri úr eggja- skurni, og Indiáninn, hvarf ofan i fyssandi fljótsbylgjurnar. Honum skaut upp aftur og auðsjáanlega ör- magna af þreytu braust hann áfram milli jakanna, er skullu liver á öðr- um alt í kringum hann. Það var eins og ísjaki hefði skollið á höfðinu á honum, þegar hann sökk með bátn- um. Meðan Bobby tók fram lassó- inn (slöngvivaðinn) sinn, hepnaðist Indiánanum að klifra upp á stóran jaka, sem hafði skorðað sig fastan við klett úli í miðju fljótinu, Hann fleygði sjer alveg örmagna niður á ísinn, og hrærði hvorki legg nje lið, þegar lassóinn hans Bobby eftir velhepnað kast slöngvaðist um miðj- an jakann. (i) Hátt óp kvað við frá fljótinu hinumegin. Bobby leit þangað og sá, að Rauði Hjörtur, vinur hans, stóð þar og veifaði til hans. Þegar ungi Indíáninn hafði fullvissað sig um að Bobby hafði tekið eftir hon- um, fleygði hann sjer út i fljótið og synti í áttina til ísflekans, meðan hann af mikilli fimi smeygði sjer áfram milli egghvassra isjakanna. Hann hafði strauminn með sjer, og það leið ekki á löngu þangað til hann náði ísflakanum, þar sem með- vitundarlausi Indíáninn lá. Rauði Hjörtur gaf Bobby merki, hnýtti lassónum vandlega utan um mann- inn og skipaði Bobby að draga hann í land. Bobby dró af öllum kröftum og örskömmu síðar lá Indiáninn, sem leit út eins og dauður, við fæt- ur hans. • ^Ui. o-*'MwO• ••**.••-iii. © "iii, o .‘0.. © -íi.. • •"•'•■^■•■^ •■^■••^■••^'•'^'•■^^•'^ •«%.'•••■ « $ □ REKKIÐ EBIL5 - ÖL útkliptum myndum úr „amatör“- myndum, og ef mögulegt er samsettar á skemtilegan hátt. tíættu þess að koma ekki með fingurna við liinar litlu, útkliptu myndir meðan línolían er borin á þær, haltu myndinni með prjóni eða því um líku, eins og mynd 4 sýnir. Þegar skermurinn liefir verið sett- ur saman er glæru lakki strokið yfir hann og vekur hann þá aðdáun sem myndaalbúm á alveg nýjan liátt. MAIUA LUISE PRINSESSA. Maria litla Luise, dóttir búlgörsku konungshjónanna er dugleg reið- kona, þó að hún sje ekki nema 5 ára gömul. Myndin er tekin af prinsessunni fyrir utan konungs- höllina i Sofia, eftir einn „útreiðar- túrinn.“ FELIX BREAZEALE heitir þessi karl og er frá Tennessee í Bandaríkjunum. Hann hefir sjálfur smiðað likkistuna sina úr valhnotu- viði, en þegar hann var búinn að því langaði hann feiknin öll til að sjá jarðarför sina. Hann ákvað því jarðarfarardag og Felix gamli og mörg þúsund manns voru við athöfnina og hlustuðu með djúpri andakt á líkræðu prestsins. Dagur- inn hepnaðist vel og Felix gamli lýsti yfir því, að þetta væri hátið- legasta jarðarförin, sem hann liefði verið viðstaddur — og bannaði stranglega að endurtaka liana. — Jeg sje ekki Pjetur hjer í dag. — Nei, hann ætlaði i dag að ganga ofan sliga, sem var tekinn á burt fyrir viku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.