Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N iitiSiiii llli 1 m mm gjgjaBaa : : : ■ ■ TJ’INS og almenningi er kunn- ■*-i ugt er Portúgal litið land á vestanverðum Pyreneaskaga, nokkru minna en ísland. Er landið frjósamt frá náttúrunn- ar hendi, en líður nokkuð sum- staðar vegna vatnsleysisins. íbúar Portúgal eru nú um sjö miljónir og er þjóðernið allmik- ið blandað. Frumbyggjar lands- ins voru íberar, en þeir blönd- uðust síðan öðrum þjóðum. Fyrst Rómverjum og síðan Ger- mönum. Þegar Márar lögðu undir sig skagann á 7. og 8. öld og settust þar að blandaðist þjóðstofninn þeim mjög. Höfðu Márarnir yfirráð á Pýreneaskag anum fram yfir lok miðaida, svo að ekki er að undra þó að þeir hafi sett svip sinn á íbúana. Eftir landafundina miklu var mikið af negrum flutt inn í land ið, og þar með var þjóðflutning- unum til Porlúgal lokið. En negrarnir blönduðust þjóðinni lítið. Portúgal á langa og mjög merkilega sögu. Á miðöldun- um var það eitt af voldugustu ríkjinn jarðar. Portúgalar voru þá miklir siglingagarpar og fundu m. a. sjóleiðina til Ind- lands. Þeir eignuðust miklar nýlendur í Asíu og Afríku. Síðar beindu þeir skipum sín- um í vesturveg og stofnuðu víð- lent ríki i Brasilíu. Svo kom hnignunin og þeir mistu mestan bluta nýlendna sinna og urðu atkvæðalítil þjóð. Heima fyrir gekk alt í ólestri. Stjórnarbylt- ingar og morð á valdhöfum mátti heita árlegur viðburður. Árið 1908 var konungur lands- ins og sonur hans myrtir á götu í höfuðborginni, Lissabon, og tveim árum siðar var siðasti konungurinn, Manuel, flæmdur úr landi. Upp úr þessu var land- ið gert að lýðveldi, eins og það er enn í dag. — Til skams tíma var Portúgal eitt af stjórnlausustu ríkjum í Evrópu. Ein stjórnarbyltingin rak aðra. Spillingin rjeði lögum og lofum. Mestur hluti fólksins kunni Iivorki að lesa nje skrifa. Árið 1910 var lýðveldið stofnað og um leið var innleiddur al- Doktor Salazar. Frá höfuöborg Portúgals, Lissabon, sem er talin vera ein af fallegustu borgum álfunnar. PORTUGAL mennur kosningarrjettur. En Portúgalar voru mjög vanþrosk- aðir stjórnmálalega sjeð og al- menni kosningarrjetturinn virt- ist ekki leiða til verulegrar bless unar fyrir þjóðina. Ef til vill hafði óreiðan aldrei verið meiri. Að tvisvar og þrisvar yrðu stjórnarskifti á einu ári var al- gengt. Það getur hver maður gert sjer í liugarlund að þessar skammlífu stjórnir gátu ekki framkvæmt mikið til þjóðar- heilla. Hinar ýmsu ríkisstjórnir náðu oftast völdum með því að fremja stjórnlagarof að meira eða minna leyti og ráðlierrarnir liugsuðu ekki um annað en skara eld að sinni köku þann stulta tíma, sem þeim tókst að halda völdunum. Þetta ástand gat að sjálfsögðu ekki varað til lengdar. Álitið á lýðræðisstjórn- inni fór út um þúfur við það að þingræðið spiltist meir og meir. Árið 1906 hleypti Antonio de Fragoso Carmona stjórnar- byltingu af stað og tók völdin í sínar hendur. Einu misseri síð- ar braust út stjórnarbylting, sem hann barði niður með harðri hendi. Nú var Carmona orðinn ein- ræðisherra; en af hyggjuviti sínu varð hann þess vís, að þó hann sem hershöfðingi megnaði að skapa frið í landinu, þá var hann ekki maður til að byggja upp hið nýja ríki. Til þess þurfti sjerfræðing. Til þess vandasama og mjög erfiða starfs, að byggja upp fjármál landsins, valdi hann prófessor einn, Oliveira Salazar að nafni. Og það hefur síðar komið glögt i ljós að Carmona hershöfðingi valdi rjetta manninn. Oliveira Salazar er af gam- alli portúgalskri bændaætt. Hann er hagfræðingur að ment- un og varð á unga aldri prófes- sor í þessari grein. Stjórnmál- um sinti hann ekki, — en hann var innilegur föðurlandsvinur og þessvegna olli það honum þungum áhyggjum hvernig alt gekk á trjefótum í landinu. Það er Da Costa hershöfðingi, sem á heiðurinn af þvi að „upp- götva“ Salazar og gera hann að fjármálaráðherra í stjórn sinni. En stjórn Da Costa var nú skammlíf eins og allar aðrar stjórnir, sem sátu að völdum á undan Carmonastjórninni. Þegar Carmona hershöfðingi varð lýðveldisfórseti árið 1928, fól hann Vincente de Freitas ofursta, að mynda stjórn, sem liann gerði. Og varð ofurstinn svo heppinn, að Salazar varð fjármálaráðherra í stjórn hans. Salazar hafði mjög óbundnar hendur um að rjetta við fjár- hag landsins, svo að í raun og veru varð hann alræðismaður i Jjví efni. Árið 1932 varð hann einnig stjórnarforseti. Völd sín fór hann svo vel með að eftir nokkr ur ár var eins og landið væri gjörbreytt. Friður og ró ríkti livarvetna. Viðskiftalífið varð heilbrigt og eftirliti var komið á með þvi. — Fjárhagurinn blómgaðist og atvinnuleysið þurkað út að heita mátti. Og eins og sakir standa verður ekki annað sagt en að Portúgal sje eitt af þeim löndum Evrópu, sem best er stjórnað. Salazar sá það fljótt, að ef þessi blómaöld ætti að haldasl i landinu í framlíðinni, þá yrði landið að fá nýtt stjórnarskipu- lag. Yrði þingræðið og allar flokkadeilurnar innleitt á ný þá mundi alt sækja í sama farið og áður. Við þjóðaratkvæða- greiðslu í mars 1933 fekk land- ið ný stjórnskipulög — sem bygðust á korporativa kerfinu svokallaða. Án efa var ítalski fasisminn að einhver+ju leyti Carmona hershöföingi. Portúgal var lengi eitt af mestu vandræðaríkjum álfunn- ar fyrir byltingar og óstjórn. En fyrir viturlega stjórn hefur dr. Salazar tekist á fáum árum að kippa þar öllu í lag og skapa sterkt og blómlegt ríki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.