Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 15 Manndrápseyjan. Iegt að fá skift. Jeg hefi ýms útgjöld, sem þú mundir ekki botna í.“ (Lesarinn hefir góða á- stæðu til að skilja ekki, að Ahtee var svo hepp- inn í piquet, að kennari hans átti ekki eftir nema fáeina dollara). „Þú skalt fá alt þitt aftur. Cleeve er bálskotinn upp fyrir eyru i Erissu Alitee og þó hún, sem mjer finst merkilegt, virðist ekki endurgjalda ást hans, þá er það samt óhugsandi að hún hryggbrjóti hann. Faðir hennar er ein- kenniiegur maður, en hann getur ekki gengið þess dulinn hvaða hlunnindi hann hefir af ráðahagn- um. Og svo eru það Phyllis og Hugh Elmore. Drengurinn er sjóðvitlaus í henni og biður henn- ar á hverjum morgni, en hún hefir kastað augun- um á ungan mann, sem heitir Barton Dayne. Að því er mjer er sagt er hann af góðu fólki og hefir fengið gott uppeldi og mentun, en hann er háður föður Hughs Elmore. Jeg mundi nú kjósa hann fremur, ef hann bara ætti peninga. Hann er sá eini hjer á eyjunni, s’em þorir að standa upp í hárinu á mjer. Jeg hefi sagt, að hann steypi Phyllis í ógæfu ef liann haldi áfram að draga sig eftir henni, þessvegna liefir hann stokkið upp á nef sjer og spilar golf við sjálfan sig.“ Weld hristi höfuðið. Ætiaði gamla nornin aldrei að hætta að skifta sjer af örlögum aunara. „Þú heldur víst að jeg sje orðin gömul og elli- ær, þegar þú frjettir að við öll, að undanteknum Ahtee, sem ekki hefir nokkurt hugmyndafíug, erum farin að verða myrkfælin hjerna. Manstu Curtis, hvernig jeg hreldi þig einu sinni þegar þú hafðir biskup i boði, með þvi að segja að jeg tryði hvorki á guð nje djöfulinn. Það var satt — eyja er tryld. Ahtee hlýtur að vera brjálaður. þá. En nú er jeg farin að trúa á djöfulinn. Þessi Kyprustrjen eru göldruð. Hjer á Manndrápsey, sem hann kallar svo, vaxa kyprustrje á gröfum manna, sem drepnir voru af Jeffrey Fratton, sjó- ræningja og magister frá Exeter College, Oxford. í fyrstu gramdist mjer að altaf var verið að tala um þennan Fratton." (Curtis Weld, sem þekti hana, vissi að það var vegna þess að hún hafði ekki fengið að hafa orðið altaf sjálf). „En nú er jeg kominn á vald þessa þorpara eins og allir hinir, og heilluð af honum. Mjer fellur það ekki, Curtis. Hugsa sjer, að jeg skyldi eiga eftir að vera hrædd við nokkurn! Og það meira að segja dauðan mann. Inst í huga sínum heldur Ahtee ekki, að Barketl muni hafa drepið Jaster. Iiann heldur að Jaster hafi verið á vakki hjá hellun- um, sem Fratton er grafinn í, og að liann muni hafa drepið hann. Þvílikt fádæma bull! Á daginn hlæ jeg að því. Nú skrifa jeg seint á kvöldi. Jeg get ekki sofið. Fyrir utan gluggan minn stendur faðir Embrow — hátt ferhyrnt kyprustrje — og reynir að taka uin barkann á næsta trje. Á nótt- inni ýlfrar stormurinn hjer á eyjunni líkast því að maður mundi væla, ef presturinn væri á hælunum á honum og hann væri að sálast úr hræðslu. Jeffrey Fratlon drap Embrow, svo að þú skilur hverskonar maður hann var. Nú verður þú, Curtis, sem einn af ráðandi leikmönnum kirkjunnar, að segja mjer álit þitt á öndum, sem ganga aftur? Þú þekkir hiblíuna belur en jeg, og Ahtee segir að maður geti lesið um þetta þar. Curtis Weld rak upp undrunaróp. „Þú hefir vonandi ekki fengið nein slæm tíð- indi?“ sagði vinur hans, hár maður og dökkhærður með alvarlegt andlit, sem hros ljómaði um við og við. „Jú, upp á vissan máta. Jeg hefði þorað að veðja aleigunni um, að frú Cleeve hefði altaf haldið við efnishyggjuna, þó að hún hefði orðið hundrað og fimtíu ára. En nú virðist vera farið að slá út í fyrir henni.“ Weld hjelt áfram að tesa: „Þú heldur víst að jeg sje vitlaus. En þar skjátlast þjer, Curtis, eins og vant er, þegar þú reynir að skilja mig. HvaS peningana snertir þá verð jeg að fá þá. Jeg ætla mjer að komast á burt úr Manndrápsey meðan jeg er maður til, og jeg skulda. Ahtee peninga. Aldrei liefi jeg nú vitað aðra eins liundahepni i piquet! Þú skilur víst, að sómi minn liggur við, að jeg borgi þessa spilaskuld." Ennfremur var þessi eftirskrift undir- strikuð: „Jeg verð aö fá peningana undir eins, annars kemst jeg ekki burt.“ „Það er merkilegt," sagði Weld og góndi út í bláinn, „að iblk, sem skuldar til liægri og vinstri og þykist upp með sjer af þvi, sem smyglar gimsteinum og" kniplingum og lætur smákaupménn verða gjaldþrota á sjer með góðri samvisku, vegna þess að það borgar þeim ekki — að slíkt fólk talar um sóma sinn — og meinar það, þegar um spilaskuldir er að ræða. Jeg liefi sjálfur al- ist upp við þessháttar kenningar, en þetta er þó hreinasta fjarstæða.“ „Það eru leifar frá fortiðinni,“ muldraði sá dökkhærði, „síðan Iiepnu spilararnir voru vopnfimustu mennirnir, svo að það var hættulegt að draga þá á borguninni.“ Weld rjetti kunningja sínum brjefið. „Lesið þjer þetta og segið mjer hvernig yður líst á. Jeg verð að upplýsa það, að frænka mín er drotnunargjarnasta og sín- gjarnasta kerlingin, sem til er á þessari jörð. En hún er djörf, og hún getur verið vinur vina sinna- Hún getur barist fyrir þá sem hún tekur áslfóstri við. Og hún er engin tepra, hvorki andlega nje líkamlega. Hún er þybbin, gamall heiðingi, með frá- bært minni, og tungan er eins og kaktus- blað,“ Weld furðaði sig á þvi, að Anthony Trent hjelt brjefinu upp að enninu. Hann dáðisl meira en svo að þessum manni, sem hafði leysl úr svo fjöhla mörgum ráðgátum, að lionum dytti í hug að hlæja að honum. Ýrnsir töldu auðkýfinginn jafn ósanngjarn- an og einráðan eins og frænku lians, þá sem hafði sent honum brjefið. „Jæja“, sagði liann, „ætlið þjer að nota það sem meðal við höfuðverk?" „Jeg reyni að fá hugmynd um sálará- stand þess sem skrifað hefir brjefið,41 svar- aði Anthony Trent. „Þvi þá ekki að lesa það?“ „Fólk skrifar ekki altaf allan sannleik- ann, og það er stundum lieppilegt, þegar öllu er á botninn bvoIft.“ Trent las brjefið. „Þetta er ofur einfalt mál,“ sagði hann. „Hún liefir tapað pen- ingum í spilum við húsbóndann og getur ekki farið fyr en hún hefir borgað honum.“ „En brjefið er fásinna. Líttu á göldruðu trjen, til dæmis.“ „Margir hafa trúað, að andar búi í göml- um trjám. Jeg skil ekki það sem bún segir um föður Embrow, sem vill taka fyrir kverkarnar á öðru trje, en það hlýtur að liggja eitlhvað undir því.“ „Það skil jeg ekki,“ svaraði Curtis Weld. „Hún er guðleysingi og hefir altaf verið. Þessi Ahtee hlýtur að hafa bullað í hana einhverjum bábiljum, sem bún trúir líklega. Hún er orðin áttatíu og fjögra, svo að kanske er hún farin að ganga í barndómi“. „Hún segir sjálf, að þjer munið halda að hún sje geggjuð. Jeg get ekki sjeð neitt í brjefinu, sem bendir til þess. Fyrir mínum sjónum lítur svo út, sem hún hafi verið gagntekin af liræðslu þegar hún skri-faði brjefið.“ „Hræðslu,“ át Weld eftir og hló. „Hún hefir aldrei orðið hrædd við neitt á lífs- feldri æfi sinni“. „Hún getur ekki leynt mig því. Jeg hefi orðið fyrir áhrifum af efninu, áður en jeg las brjefið. Þjer trúið á ódanðlega sál og líf eftir dauðann. Þá bljótið þjer að skiija, að eitthvað er til, sem heitir sálræn orka. Það sálarástand, sem hún var í þegar hún skrifaði brjefið hefir færst yfir á mig. Jeg get fullyrt, að liún er dauðhrædd við eitt- livað, livort sem það er nú raunveruleg eða ímynduð liætta. Og hún er sennilega lirædd við að láta yður sjá það lika, þó að hún gefi ýmislegt í skyn; hún heldur víst að þjer munuð laka það eins og hvert annað glens.“ „Já, hún er slærilát eins og sjálfur Luci- fer.“ undir eins, lil þess að geta komist á burt. „Henni er umhugað um, að fá peningana Hversvegna skvldi það vera?“ „Það er bara vegan þess, að lnin vill borga áður en hún fer.“ „Máske er það of seint," tautaði Trent. „Brjefið hefir fvrst verið sent til Montecito og svo umsent þaðan. Það er nærri því tveggja vikna gamalt.“ „Jeg ætla ekki að senda henni neina pen- inga. Hún getur stilt sig um að spila, þegar hún er kominn á þennan aldur,“ sagði Weld, ergilegur yfir því að Trent hafði tekið brjefið svona alvarlega. „Þetta sem liún skrifar um anda, er ekki annað en heiðið bull.“ „Það hlýtur að hafa gerst eitthvað þarna á Manndrápsey, sem hún kaliar, úr því að lrún hefir orðið fyrir svona miklum áhrif- um. Hún hefir þurft peninga til þess að sleppa á burt frá raunhæfum eða ímynd- uðum hættum. Brjefið hefir tafist og hún hefir ekki komist burt. Það má gera ráð fyrir að hún sje þar enn, og að hún sje enn undir þessu hræðslufargi, sem við getum ekki skýrt eða skilið.“ Curtis kendi óljóss óróa, og eins og altaf þegar honum varð órótt, varð hann nú ergilegur: „Hún hefir altaf verið til amsturs,“ sagði hann. „Þegar hún var ung og fögur börðust karlmennirnir um hana; þegar það var umliðið bar hún út slúður um hjartans mál annara; svo kom tímabil að bún ætlaði að fara að leika fjármálamann, og nú æll- ar hún að búa til gífurtíðindi og telja mönn- um trú um, að Eliot Jaster liafi verið drep- inn af eirðarlausri afturgöngu. Alveg. eins og við vitum ekki, að dauðir eru dauðir og komnir á burt af jörðinni.“ „Ojæja, við getum nú ekki verið vissir um það. Jeg hefi lesið talsvert um sálar- rannsóknir og það gefur manni mikið uin- liugsunarefni. Jeg álít, að það megi finna eðlilega skýringu á því, sem hefir lirætt frú Hydon Cleeve. Það eru þúsund líkur á móti einni fyrir því“ — andlilið hlýnaði og hann brosti. „En það er þessi eina, sem jeg get ekki slitið mig frá.“ Hann las seinni hlutann af brjefi frú Cleeve upphátt. „Þetta er skrifað í hræðslu — ekki við lifandi verur, heldur við þann mátl, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.