Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 16
16 F Á L K I N N Við tryggjum okkur í DANMARK F' " 1 Ný bókaverslun. Bókaverslun Isafoldarprentsmiöju Austurstræti 8 var opnuð í vikunni. Þar fást allar íslenskar bækur, eldri og yngri. Ennfremur nokkurt úrval af ritföngum og pappírsvörum fyrir skrif- stofur og skóla. Samtímis koma út 6 nýjar bækur: 1. íslensk úrvalsljóð V. (Benedikt Gröndal).Úrvalsljóðin eru þegar orðin svo vinsæl, að óþarft er að mæla með þeim, en auk þess hafa ljóðmæli Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals verið ófáanleg um margra ára skeið. 2. Nero keisari, eftir Arthur Weigall. Þýtt hefir Magnús Magnússon ritstjóri. Þetta er söguleg skáldsaga og lal- in afbragðsverk í sinni röð. Gegnum lystigarðinn, ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Guðmundur hefir hlotið svo lofsamleg ummæli fyrir fyrri bækur sinar, að búast má við að margur sije forvitinn að sjá l>essa bók hans. 4. Og árin líða, þrjár sögur eftir Sigurð Helgasón. 5. Ástalíf, eftir Pjetur Sigurðsson erindreka. Allir íslendingar kannast við hreinskilni og bersögli Pjeturs Sig- urðssonar, og mun þvi margan fýsa að lievra hvað hann hefir að segja um þau málefni, er hann tekur fvrir í þessari bók sinni. (i. Bombi Bitt og jeg, þýtt hefir Helgi Hjörvar. — Allir, ungir og gamlir, muna eftir sögunni af Bombi Bitt, sem Helgi Hjörvar las í útvarpið á síðastliðnum vetri. Unglingar um land alt hafa óskað eftir að bókin yrði prentuð, og er því fullvíst að henni verður vel tekið. Komið rakleitt í Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju Sími 4527 Austurstrœti 8 - Sími 4527

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.