Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 / „A —' jeg — að — gefa — þjer á ’ann?“ drafaði skeggjaður karlfausk- ur, sem varla gat valdið pytlunni sinni, og steyptist síðan á hausinn. „Há-ha-ha!“ var hlegið. Aðrir köstuðu að mjer mjög óhrjálegum athugasemdum viðvikjandi spurn- ingu minni, annað var ekki upp úr ljessari leit að hafa. Mjer lá beinlínis við gráti, líegar jeg rölti aftur upp að samkomuhúsinu. Um miðnætti kom bílstjórinn okk- ar til mín og sagðist vera að fara. „Eru allir tilbúnir?" spurði jeg. „Það varðar mig ekkert um!“ svar aði bílstjórinn. „Nú fer jeg, og þeir, seni ekki vilja vera með, geta sjeð um sig sjálfir.“ Jeg gekk með honum niður að bílnum ásamt fleirum af okkar fólki. Þar kom það í ljós, að Aki og Teo- faní voru þau einu, sem ekki voru mætt. „Þau um það“, sagði bílstjórinn og setti í gang, gat þess um leið, að kanske væru ljau líka farin á ein- hvérju „troginu“ öffru. „Farin! Það kemur ekki til mála, þau verða ball- ið út,“ sagði jeg og ljet hann róa. Hún skyldi að minsta kosti fá að heyra, hverskonar mann hún hefði látið ginna sig og fyrir hvers pen- inga hann væri að svalla, bölvaður kjóinn. Jeg krei>li hnefana og sá mig í anda slá Áka niður fyrir aug- unum á henni. Jeg var þá illa svik- inn, ef hún virti að engu hreinar tilfinningar og karlmannleg tilþrif. Svo leið og beið og jeg var á vakki. Að síðustu voru allir bílar farnir utan einn: R. 290. „Það er sunnanbíll," hugsaði jeg. „Jeg get að minsta kosti komist með honum út í tjöld, o,g ef þau verða ekki komin fram, þegar hann fer, ja, þá er ekkert líklegra en þau liggi altaf hjer inn i gili, kanske útúr full. Þau geta þá fengið að ganga sína 25 kílómetrá fyrir mjer“. Jeg fann, að þessa stundina unni jeg þeim alis hins versta, henni líka. Svona býr ást nianns og hatur livort nálægt öðru i sálinni. Loks þagnaði harmonikan heima í hús- inu og hópur fólks kom niður á veginn. Jeg gekk þegar í stað fyrir þann, sem forystuna virtist hafa. „Fyrirgefið þjer,“ byrjaði jeg og þjeraði hann, því þetta var kanske finn maður úr Reykjavík. „Jeg hefi satt að segja verið að bíða eftir vissri stúlku og inanni hjerna, en hvað um það. -— Jeg er sem sagl vegamaður eins og þjer sjáið. Það er ekki ósennilegt að, þáu liggi full inn í gili, og þau um það. En jeg jiarf nauðsynlega að komast heim í tjöld í nótt, verkstjórinn okkar flyt- ur á morgun, liað er eins víst og við stöndum hjer. Þessvegna vildi jeg spyrja yður, eða rjettara sagl biðja yður, að lofa mjer að sitja i hjer út-eftir. Jeg hugsa ekkert um hin.“ — J-Iann horfði glottandi á mig, meðan jeg talaði, svo sagði hann: „En góði maður.jég fer austur undir fjöll með þetta fólk núna. Jeg fer alls ekki útúr í nótt, því miður“. Mjer varð orðfall, og jeg horfði þög- ull á síðustu skemtigestina klifra inn í bílinn og aka syngjandi í burtu. Jeg stóð einn eftir á veginum, ballkiæddur. Nóttin var skuggsýn og köld, og það var byrjað að smá- rigna. Hvert Iiljóð var þagnað utan goluþyturinn, sem ýllraði í sima- vírunum yfir höfði mjer. „Glataður maður“, kjökraði jeg og rölti af stað. Ástin og hatrið, alt jiurkaðist burt út í einmanaleikann. Aðeins dauðinn var æskilegur, fanst mjer, og jeg hlustaði skeytingarlaus á, hvernig mölin bruddi sundur sólana á nýju spariskonum minum. Jeg reyni ekki að lýsa þessari tuttugu og fimm kílómetra-göngu minni gegn um regnið yl'ir hæðir og hálsa, grasheiðar og svarta sanda, jeg held hekst að jeg hafi ekki altaf vitað af mjer einu sinni. Stundum tylti jeg mjei' niður á votan veg- kantinn, til þess að hella sandi og möl úr veslings útvöðnum skón- um mínum. Þess á milli þrammaði jeg áfram sljór og gegndrepa eins og skepna, sem strekkir áfram i blindni eftir tilvísan eðlishvatarinn- ar. Annað gerðist ekki, utan jiað, að um morguninn stal jeg mjólk úr brúsa, sem kvöldið áður hafði verið borinn í veg l'yrir mjólkurflutninga- bílinn. Jeg héld jeg hafi drukkið ofan i hann hálfan. Það var bless- uð hressing, og jeg hef aldrei getað reiknað mjer þetta til syndar, enda þótt jeg sje sauðfrómur maður. En nóg um það. Eftir jiví sem nær dró áfangastaðn iiin lifnaði yfir mjer. Jeg fór að herða gönguna og naga mig í hand- arbökin fyrir slórið, því satt að segja var jeg ekki óhræddur við verkstjórann. Þetta var svoddan ein- stakur reglumaður, og þar að auki vissi jeg ekki vel, hvað klukkunni leið. — Landslagi er svo liáttað á þessum slóðum, að dálítil hæðar- bunga skyggir á tjöldin austan frá sjeð, Jeg gat því ekkert fylgst með liví, sem þar gerðist fyr en jeg var kominn nærri á staðinn sjálfan. Því verður þessvegna ekki með orðum lýst, hvernig mjer varð við, þegar jeg kom upp á nefnda hæð, og sá að siðasti bíllinn var að aka burt úr tjaldstaðnum, sem nú leit út eins og hver önnur dökk skella á grænni flötinni. Jeg var sem sagt enn orð- inn strandarglópur. „Bíðið Jjið! Bíð- ið þið! Jeg er að koma!“ æpti jeg í örvæntingu niinni og tók til fót- anna. En bíllinn lijelt áfram í al- gjöru skeytingarleysi um mina til- veru og mínar hrópandi bænir. Jeg hefði eins vel getað beðið sólina að nema staðar á himninum, árang- urinn hefði ekki orðið minni. „Jæja,“ hugsaði jeg og hleypti í mig karlmensku, „jeg næ þeim fyrir kvöldið, jiað hefir |)að þá þó jeg tapi vinnu i dag, mjer er ekki vand- ara uni en Áka, það er að segja, ef liann er j)á ekki mættur eftir alt sam- an.“ Jeg gekk svo þarna vestur í tjald stæðið mitt, því jeg sá að eitthvert skran lá þar eftir. Ný ógæfa. Ný skelfing: Þetta var skranið mitt, rúmfötin, verkagallinn og nestiskassinn. Ofan á loki hans lá brjef lil mín með rithönd verk- sljórans. Jeg tælti á svipstundu liálf- blautt umslagið utan af innihaldi sinu, sem reyndist að vera nokkrir SIGURVEGARINN FRA EPSOM. Á Derby-veðreiðunum síðustu urðu þau óvæntu úrslit, að franski liest- urinn „Bois Russel" vann aðalhlaup- ið. Sjest eigandi hestsins, Peter Bealty, sonur Beattys aðmíráls, teyma klárinn ól af brautinni eftir sigurinn. peningaseðlar og auk jiess miði með svohljóðandi áritun: „Með jiví að útlit er fyrir, að j)ú hafir eitthvaö meira áríðandi að sýsla, heldur en passa ])itt verk hjá nijer, gef jeg þjer hjer með fullnaðarfrí frá því lijer eftir. Æskilegt væri að fá kvittun fyrir ])essum aurum við tækifæri. Eyvinduix „Með öðrum orðum, spark,“ taut- aði jeg og reif sundur miðann. Ekki gat jeg sjeð nokkur merki þess, að Áki hefði hrept sömu örlög, sá hafði leikið fallega á mig! „En biddu við, kunningi!" liróp- aði jeg alt í einu hástöfum og leit hróðugur á eftir bílnum, sem nú var að hverfa út í súldina lengst vestur á þjóðveginum. „Jeg vissi það altaf, að minn tími átti eftir að koma, og nú skal sá hlæja best, sem síðast hlær, eins og oftar.“ Að svo mæltu greip jeg alt milt hafurtask í fangið og skálmaði ljetl- CODREANU, foringi járnsveitarinnar í Rúmeníu, hefir nú verið dæmdur i margra ára þrælkunarvinnu fyrir ýms afbrot. Er hann nú kominn í saltnámu eina og á að vinna þar ásamt fjölda óbóta- manna. Sjest hann hjer á myndinni ásamt varðmanni úr hernum. um skrefum heim að liúsi söðla- smiðsins. — Jeg skal svo geta þess að síðustu, að jeg fjekk mjer sumardvöl á „hótel- inu“ og dansaði margan dansinn við Teofaní eflir grammófónmúsik, þegar kvölda tók. í fáum orðum sagt, jeg gerðist fínn maður og fjekk mjer skemtigöngur vegna heilsunn- ar, ])egar vel viðraði. Það kom lika í Ijós, að Teofaní kunni ekki siður að meta mig en Áka, eftir að jeg lærði þau rjettu tök á lífinu. — Og um haustið, þegar mitt starf kallaði mig aftur inn í hóp minna gömlu, sniðugu fjelaga í lifsbar- áttunni, l>á var það ,hún, sem tár- feldi, en ekki jeg. Svona vindur ástin sjer stundum til, kunningi, hihihi. — Siðan eru nú liðin fjögur ár. Og jeg rifja þetta upp fyrir mjer í kvöld að gamni minu, því það stendur hjerna i blaðinu, að nú sje liún gift. — WMW& Best að auglýsa i Fálkanum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.