Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N *3 v Klæðilegt sportvexti með rúskitmi að framanverðu. Efni: í þetta vesti ))arf 200 gr. dökkbrúnl ullargarn og prjóna, sem samsvara garninu. Bak og erinar er prjónaö og kraginn lieklaður. Báðir boðang- arnir eru sniðnir úr rúskinni og festir saman með rennilás. Snið og mál: Boðangana iátið þið leðursalann út- búa fyrir ykkur. Svo klippið þið snið úr grófum pappír að bakinu og ermunum svo það samsvari boð- öngunum. Málin sem hjer eru gefin upp samsvara stærð nr. 44. Prjónið: Bak og critiar er prjónað þannig: í. prjónn: (Rjettan). 1 1. rjett, 1 1. snúin til skiftis. 2. prjónn: (Ran'g- an). 1 1. r., 1 I. sn.; en gæta verður þess að sú lykkja sem var prjónuð rjett á rjettunni sje líka prjónuð rjett á röngunni og að snúna lykkj- an sje líka snúin hjer. Ef prjónn- inn endar á sn. 1. þá á næsti prjónn að byrja á sn. J. Þetta er hið svo- kallaða perluprjón. Þessir 2 prjón- ar eru altaf endurteknir. PRJÓNAAÐFERÐ: Bakið: (Mynd I.) Lykkjufjöldann sem fitja á upp finnur maður með því að hekla loftlykkjuröð jafn langa neðsta kanti sniðsins. Teljið loftlykkjurnar og jafnmargar lykkjur eru svo fitj- aðar upp. Prjónið svo eftir áður- nefndri aðferð og takið úr í hvorri hlið með vissu millibili eftir snið- inu. Þegar mittinu er náð er aukið út báðu megin eins og sniðið sýnir, þangað til upprunalega lykkjufjöld- anum er náð. Til þess að mynda handveginn eru feldar af 0 1. í hvorri hlið. Þvi næst er feld af 1 1. í hvorri lilið í byrjun Jivers prjóns liangað til búið er að fella af 10 1. i hv. hlið. Prjónið svo áfram að öxlinni; lijer er lykkjunum skift í þrent. Mt livoru megin eru axlirnar og % í miðjunni er hálsmálið. Axl- irnar eru feldar af i þrennu lagi; en hálsmálið í einu. Ermarnar: (Mynd II.) Prjónið fyrst 3 cm. brugðinn kant (1 1. r., 1 1. sn.) Aukið svo út báðu megin eftir snið- inu, þangað til ermin er orðin 18 cm. Þá byrjar úrtakan. Felþð fyrst af 7 I. í hvorri hlið og takið svo úr eftir sniðinu. Prjónið 12 cm. og eiga þá að vera 20 I. eftir á prjónunum, sem eru feldar af i einu lagi. Kraginn: (Mynd III.) Kraginn er heklaður af eintómum fastalykkjum. Hann er 37 cm. langur og 4 cm. breiður. Samsetning: Þegar búið er að prjóna öll stykk- in eru þau vætt og strengd yfir sniðin og best er að láta leður- «4^*—77—*—H—*—77 —*-•£> 28 saumara sauina það saman fyrir ykkur. Húfa. (Mynd C.) Þessi húfa samsvarar vestinu. Hún er búin til úr 6 þrí- hyrningum og eru 3 úr rúskinni og 3 prjónaðir með perluprjóni. Prjón- uðu þríhyrningarnir eiga að vera heldur minni en hinir, af því það teygist á þeim. Látið leðursaumar- ann sníða húfuna og sauma hana siinian. Frúin: — Ekki skil jeg livernig stóð á manninum mínum i morgun. Hann söng og blístraði þegar liann fór á skrifstofuna. — Vinnukonan: — Það er víst mjer að kenna frú. Jeg sauð í ógáti grautinn úr kanarífuglafræum í stað- inn fyrir úr hafragrjónum. Móðirin tók eftir að dóttir hennar var að fela brauðskorpu undir rönd- inni á diskinum sínum. — Dóra, sagði hún ávitandi, — gerðu ekki petta. Hver veit nema þú yrðir ein- hverntím,a á æfinni fegin svona hrauðskorpu. — Já, jeg veit það, mamma, svaraði telpan. — Og þessvegna ætlaði jeg að geyma skorpuna þangað til. Læknirinn: — Reykið þjer? Sjúklingurinn: Já, þakka yður fyrir. Fróðleikur um kvenfólkið. HVERNIG SKYLDI ÁSTANDIÐ VERA HJÁ OKKUR? Blaðið ber enga ábyrgð á skýrsl- unni sem gerð er í Frakklandi og birt er lijer á eftir en hún segir þó ýmislegt um konur í öðrum lönd- um, m. a. hvað þær kaupa að meðal- tali af fötum. Hvernig mundi slík skýrsla, ef til væri, lita út hjer á íslandi? í Englandi eru 109 konur móti hverjum 100 karlmönnum. 52% enskra kvenna giftast. 1 af hverjúm 80 skilur við mann sinn. 30 af 100 hafa atvinnu. I stórborgunum í Englandi fer kon- an í leikhús þriðja hvern mánuð og i kvikmyndahús þriðju hverja viku. Á einu ári kaupir hún að jalnaði: Tvo kjóla. Eina kápu. Tvo hatta. Tvenna skó. Hún notar þrjár krónur á ári i fc-grunarmeðul. í Frakklandi eru 107 konur móti 100 karlmönn- um. 1 af 30 giftir sig. 37 af 100 liafa atvinnu. í stórbæjunum fer konan í leikhúsið að jafnaði einu sinni annan hvern mánuð og í kvik- myndahús einu sinni á mánuði. Á einu ári kaupir hún: Þrjá kjóla. Eina kápu. Þrjá hatta. Tvenna skó. Hún notar 22 krónur í fegrunar- meðul. í Þýskalandi gifta sig 55 konur af 100. 1 af hverj- um 200 skilur. 35 af 100 hafa at- vinnu. í stórborgunum fer konan i leikhús að jafnaði sjöttu hverja viku og í kvikmyndahús 1 sinni annan hvern mánuð. Á einu ári kaupir hún: Einn kjól. Einn hatt. Eina skó. Hún notar þrjár krónur á ári i fegrunarmeðul. I Japan eru 99 konur móti 100 karlmönnum. 09 af 100 konum gifta sig. 1 af hverjum 1300 skilur. 35 af 100 hafa atvinnu. Stórborgakonurnar fara að jafnaði einu sinni í mánuði i leik- hús og álika oft i kvikmyndahús. Á einu ári kaupir hún: Einn kjól. Eina skó. Engan hatt. Til fegrunarlyfa notar hún sjö krónur. I Ameríku eru 98 konur móti 100 karlmönnum. 01 af 100 giftir sig. 1 af hverj- um 8 skilur. 22 af 100 hafa atvinnu. í stórbæjunum fer konan í leikhús að jafnaði einu sinni í hálfum mán- uði og i kvikmyndahúsið einu sinni á viku. Um árið kaupir hún: Fjóra kjóla. Tvær kápur. Fjóra hatta. Ferna skó. í fegrunarmeðul eyðir hún — og láttu ekki líða yfir þig — 165 krón- um. Ella: — Á jeg að segja þjer nokk- uð. í gær hitti jeg mann í skemti- garðinum, sem ætlaði að kyssa mig. Magga: — Og livað gerðirðu þá? Ella: — Jeg hljóp eins og fætur toguðu. Magga: — Og náðirðu þá í mann- inn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.