Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 hafður til hliðsjónar þegar hin nýja stjórnarskrá var samin. hin þó hefur liún áreiðanlega mótast meira af brjefi, er páf- inn sendi úl 1932. Þetta brjef fekk latneskt lieiti „Quadrages- imo anno“ og liefir ekki aðeins inni að halda glögt yfirlit um ástandið i lýðstjórnarlöndunum lieldur tillögur og hendingar um nýtt þjóðskipulag. Páfinn kemst að þeirri niðurstöðu i brjefinu að þjóðfjelögin, sem áður voru blóinleg sjeu gerspilt orðin. Nú er aðeins tekið tillit til einstaklingsins og ríkisins, en þetta hefir óheppilegar af- leiðingar fyrir hið kristna sam- fjelag. Ríkið verður að snúa sjer aftur að sínu upprunalega hlutverki og setja verður liöml- ur við vaxandi hneigð þess til að gína yfir öllu. Og hömlurn- ar eiga að korna frá hinum ýmsu stjettum atvinnulífsins. Stjettirnar eiga að vera „limirn- ir“ í þjóðfjelagslíkamanum. Ríkið á ekki að eiga frumkvæð- ið að þeim, iieldur eiga þær að vera frjáls samtök verkafólks og vinnuveitenda. Þær eiga að byggjast upp og það á að lilynna að þeim, svo að þær verði nógu öflugar og' geti tekist á hendur ýms opinber störf og sýslanir, sem ríkið annast nú að meslu leyti. Það liefur feikn mikla þýðingu að sósíöl vandamál sjeu leyst af stjettunum sjálf- um. Ólífrænar risastofnanir eiga að þoka fyrir lifandi stjetta myndun, sem byggist á frjáls- um vilja þeira manna, er stjett- irnar skapa. Þá mun hlómlegt þjóðlíf rísa upp á ný. Brjefinu lýkur með tilmælum um, að „sjerhvert land, að vísu hvert á sinn liátt, kappkosti eftir megni að koma í framkvæmd hinni korporativu hugsjón.“ — Ivat- ólskar stjettalireyfingar eru frá- brugðnar stjettahreyfingum ann ara landa fyrir hina skilyrðis- lausu lilýðni við settar reglur. Jafnvel í hinum svokölluðu ein- ræðisrikjum eins og Þýskalandi og' Italíu, verðum við ekki vör við svo algera hlýðni við gefnar kenningar og reglur. Það fyrir- komulag, sem páfahrjefið vill koma á á sennilega aðeins við kaþólsk lönd. í þessum löndum mun þvi líka framkvæmd hinnar kat- ólsku stjettarhugsjónar verða líkust og samhandið var milli rikis og' kirkju á miðöldunum. Portúgalskt atvinnulíf saman- stendur af mörgum fjelögum (korporationum). Hin frjálsu störf eru flokkuð niður í ýms- ar „reglur“. Við lilið korparat- ionanna er þó þjóðþing með 90 þingmönnum. Sumir þeirra eru valdir sem fulltrúar ýmsra at- vinnugreina, og aðrir eru til nefndir af stjórn landsins. For- setinn er valinn til sjö ára, og skipar hann stjórnina og víkur henni frá völdum. Þjóðþingið Styttan uf dr. Salazav. getur þannig ekki felt hana. Að sjálfsögðu verður stjórnin mjög sterk með þessu móti. Portúgal á mjög erfiða að- stöðu eins og' stendur vegna hinnar hlóðugu styrjaldar á Spáni. Portúgalar eru hræddir um, að land þeirra verði inn- limað í „Randaríki íberiska sovjetlýðveldisins“, ef stjórnar- lierinn sigrar. Þessvegna' óska Porlúgalar þess að Franco verði ofan á í borgaraslyrjöldinni. 1 opinberu portúgölsku tímariti, sem gefið er út af hinni þjóð- legu úlhreiðslumálaskrifstofu ríkisins, er komist þannig að orði: „Við eigum sjerstakra hagsmuna að gæta á skaganum og eigum meira í hættu en önn- ur ríki. Við álitum að skoðanir fólks í ýmsurn löndum, og þá einkum i', Englandi og Frakk- landi sjeu mótaðar af vanþekk- ingu á því, sem er að gerast í þessu landi. Sumar þjóðir hafa ekki skilning fyrir hættu kom- múnismans. Við þekkjum liana aftur á móti og sjáum hættuna og erum hræddir um að með þegjandi samþykki annara þjöða fái kommúnisminn fest rætur á Spáni og geri að engu sjerhverja von um stjórnmála- lega festu og skipulag þar í landi. Þjóðfrelsi eða frjálsræði er ekki að finna í ríki, sem að meira eða minna leyti er stjórn- að af alþjóðastefnum." Sumir halda því fram, að að- staða Portúgals i borgarastyrj- öldinni hafi bundið enda á margra alda gamla vináttu við Englendinga, sem altaf hefir átt sjer djúpar rætur. I tímaritinu, sem getið er um hjer að ofan er þó lesandinn fullvissaður um það, „að þessi vinátta muni ekki fara út um þúfur fvrir þá atburði, sem gersl hafa í hinni hörðu hugsjónalegu og efna- hagslegu haráttu, er nú gangi yfir heiminn. Fyrir bandalagið og hollustu- tengslin við England heldur Portúgal áfram sinni gömlu stjórnmálastefnu, knýtt enn sterkari böndum við þetta land, fyrir sameiginleg áliugamál en nokkru sinni fyr. En enda þótt vináttan sje mjög náin við Eng- land, þá gleymir það ekki einkaliagsmunum sínum á skag- anum.“ England vill einnig halda við hinni arfgengu banda- lagspólitík. Og þessu til sönn- unar heimsóttu tvö glæsilegustu herskip Breta með mörgu stór- menni flotans, Lissahon, nýlega. Um sama leyti heimsótti hreski sendiherrann í Portúgal Asso- ciacao Comercial de Lisboa, sem er stærsta verslunarfjelagið í öllu landinu. Hann gaf full- vissu um það, við þetta tæki- færi, að vináttan milli hinna tveggja ríkja stendur ennþá föstum fótum og mun gera í náinni framtið. Sendiherrann hylti einnig doktor Salazar fyrir liina frábæru foruslu lians í portúgalskri pólitík. Hann lof- aði fjármála snilli hans og vit- urlega festu í öllum stjórnar- störfum, sem skapað hefði frið og ró í þessu áður óróafulla ríki. Oliveira Salazar hefur tekist að skapa sterkt ríki. Þegar liann hyrjaði á því verki höfðu fæst- ir trú á að það væri mögulegt. En þrátt fyrir það hepnaðist Salasar viðreisnarstarfið. Að vísu með því að slyðjast við einræði. En Salasar er ekki ein- læðisherra í venjulegri merk- ingu þess orðs. Hann lieldur mjög sjaldan ræður og lætur ekki múginn hylla sig með nein- um ofsafengnum ópum eða fagnaðarlátum. Hann starfar í mestu kyrþey og lætur verkin lala. Nýlega voru þessir tveir menn i úheyrn lijá konungi Englands og í sömu búningunum og þeir eru í á myndinni. Flestir múnu sjá, að ann- ar maðurinn er frá Skotlandi, en hinn þekkja menii síður. Hann er frá Ceylon. — Jeg sá að þjer grjetuð þegar hún dóttir min söng ítölsku aríuna. Með leyfi: eruð þjer italskur? — Nei, jeg er söngkennari. Um víða verold. MINSTA BARN HEIMSINS fæddist í vor í London á fæðingar- stofnun þar. Það var drengur, sem skírður var Gerald, og vóg ekki nema 280 grömm nýfæddur. Lækn- unum tókst að halda lifinu í snáða þá lítill væri — reifuðu hann i vatti og hituðu vögguna upp með raf- magni. TROTSKI LÍFHRÆDDUR? Það er talið, að rússneska leyni- lögreglan hafi gert út flugumenn til Mexico til þess að freista að ráða Leon Trotski af dögum eða lielst að ná í hann tifandi. Hefir liúsið sem hann býr í, í Coyocan i Mexico þvi verið rannnlega víggirt og þjettur vörður seltur um það. ÖJl nálæg trje hafa verið höggin og flutt á burt, svo að ekki sje hægt fyrir flugumenn að leynast þar. Og alt vinnufólkið á heimilinu er vopnað. STÆRÐ ÍSLANDS OG ANNARA LANDA £ EVRÓPU. Þó að islenska þjóðin sje meðal fámennustu þjóða, þá er landið ekki svo titið, enda eru af þrjútiu ríkjum í Evrópu, 14 stærri en það, og 14 minni. Af löndunum sem eru stærri en •ísland, er Rússland um (>0 sinnum stærra, Frakkland, Spánn og Þýska- land um 5 sinnum stærra, Svíþjóð 4% sinnum stærri, Finnland, Polland og Noregur i'rani undir það 4 sinn- um stærri, Bretland og Italia og Rúmenía 3 sinnuin stærri, Júgósla- vía 2% sinnum stærri og loks Tékkoslóvakia og Grikkland þriðj- ungi stærri. Búlgaría er jafnstór íslandi. Ungverjaland Portúgal, Austurríki og írland eru lítið eitt minni en ísland. Lettland, Lithauen og Estland eru helmingi minni en það, Dan- mörk og Sviss tæpur helmingur, Holland og Belgía um þriðji liluti og Albanía og Tyrkland, (sá hluti, sem er i Evrópu) um fjórði hluti á horð við ísland. Þá er ótalin Luxem- burg, sem er eins og ein af minni sýslunum á íslandi, eða 1/40 hluti þess. Við þessi þrjátíu ríki í Evrópu má bæta kotríkjunum fjórum: Andorra (milli Frakklands og Spánar), Licht- enstein (inilli Austurrikis og Sviss), San Marínó (á Ítalíu), og Mónakó (við suðurströnd Frakklands). Hið fyrsttalda af þessum ríkjum er eins og stór lireppur á íslandi, hin tvö næsttöldu eins og meðal lireppur og hið síðasta, Mónakó, heldur minna unnnáls, en Reykjavík innan liring- brautar. Ó. F. Stjórnarhermenn á Austur-Spáni að uppskeruvinnu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.