Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.10.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Guðm. Daníelsson: Teofani. Teofaní. — Jú, það er enginn vafi, þetta er hún, jeg held jeg muni nafn- ið hennar, og þakka skyldi mjer! — En að hún sje að gifta sig núna, getur það átt sjer stað? —■ Nú, því ekki það? Það stendur hjer í blað- inu, og hversvegna skyldi jeg vera að rengja blaðið? „í dag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Inga Bertelsen og herra Jón Jónsson 1. meistari á Fjallkon- unni — — —■“ Það eru fjárakorninu engar rúnir, sein lijer eru prentaðar, stúlkan er einfaldlega gift þessum meistara, og þau um það. Jeg fjekk þetta blað í gærkvöldi með áætlunarbílnum frá B.S.R. Bíl- stjórinn er löngu orðinn kunningi minn og vinur, því i þau fjögur sumur, sem jeg er búinn að standa hjer á veginum og jafna ofaníburð- inn hefur þessi maður ekið hjer um i sjömanna vagninum sínum, ýmist austur eða vestur, og sem sagt: hann færir mjer blöðin. — En meðal annara orða, það var ekki vinur minn bílstjórinn, sem jeg ætlaði að fara að minnast á, það var Teofaní, bannsett brellan sú arna. — Já, bannsett segi jeg vegna þess, að því góða, sem jeg átti hjá henni að fagna, hef jeg nú gleymt, en hinu, að jeg eyddi einu sinni fimm krónum hennar vegna, gjöreyðilagði spánýja skó og tápaði vinnu í veginum mánaðartíma, það man jeg ennþá. — Teofani, hún lijet þessu nafni hjá okkur vegastrákunum, af því hún var ein af þessum fegurðargyðjum íslands, sem fundust í sígaretlu- pökkunum um þetta leytið, það er að segja, myndirnar af þeim fund- ust þar. Nú má ekki skilja þetta svo, að í augum okkar liafi Inga Bertel- sen borið svo af öllum stallsystrum sínum í sígarettupökkunum, hvað fegurð snerti, að það hafi verið á- stæðan til þess, að við heiðruðum hana eina með þessu virðuglega tyrkneska heiti, nei, ástæðan var sú, að eitt heiðríkjublátt laugar- dagskvöld uppgötvuðum við liana ljóslifandi hjerna á sjálfri tjaldflöt- inni okkar. Hún kom út úr B.S.R. bílnum, sem numið hafði staðar á vegkantinum og var á austur leið. Siðan hvarf bíllinn austur á öld- urnar, en hún stóð ein eftir á veg- ínum með litla tösku í hendinni. Fyrst af öllu tók jeg eftir höndinni á henni, langri hönd, mjórri hönd og hvítri með safírsteinhring a fingri og rúbínrauðum nöglum. Jeg sá þetta vegna þess, að jeg stóð fyrir aftan ysta tjaldið á flötinni rjett út við veginn. Við hlið ínína stóð vinur minn, Áki gryfjumaður, hann, sem þá um kvöldið hafði eign- ast inynd þessarar handgrönnu dis- ar við sín síðustu sígarettuinnkaup. Þegar atliugun mín loks beindist að svip stúlkunnar, þá sá jeg þetta slrax: Ávalt andlit, hökuskarð, of- urlítið stútlagaður munnur eins og hálfmyndaður koss lægi á vörunum, stór augu, brúnt hár klipt í topp, sem fjell niður á ennið. „Kannastu við hana?“ hvislaði jeg og rak í liann olnbogann. „Það er Teofanistúlkan, sem jeg keypti í kvöld“, hvislaði Áki á móti. Jeg vissi þetta auðvitað, jeg var bara að reyna hann. Nú var ekki svo að skilja, að stúlkan ætlaði að ganga í hóp okk- ar vegamannanna, hún Ijet sjer ein- ungis nægja að senda eitt feimnis- laust bros frá sínu ávala andliti inn í hóp okkar, síðan sneri hún sjer rösklega við og hálf hljóp norður vegspottann, sem lá heim að steinhúsi söðlasmiðsins. Söðlasmiðurinn var feitlaginn, góður maður, sem þarna hafði sest að fyrir tveim árum, bygt sjer vandað hús í fúnkis, tók á móti sumargestum og seldi sælgæti, sig- arettur og vindla allan hlýrri helm- ing ársins. Hann var yndi og eftir- læti okkar vegastrákanna. Hjet Daníel. Við Áki litum hvor á annan og þpgðum. „Jeg á mynd af henni,“ fanst mjer hann hugsa með hálf- gerðu yfirlæti. Þetta var í fyrsta sinnið, sem mjer mislíkaði við liann, liann þurfti andskotann ekkert að vera að sláta sig af þessu, það var af tilviljun að hann liafði eignast þessa mynd. Jeg spýtti við tönn og ljet sem mjer kæmi ekkert við milli himins og jarðar. „Viltu sígarettu?" spurði hann og otaði að mjer hálftómum pakka. „Nei, mjer sýnist þú ekki hafa af miklu að bjóða. Þar að auki er jeg að fara upp til Daníels. Vértu sæll!“ Jeg beið ekki eftir því, að hann biði mjer samfylgd sína og riks aði norður veginn á eftir stúlkunni. Jeg heyrði hláturinn í henni, þegar jeg kom að búðardyrunum, en þeg- ar inn kom, var hún þar ekki leng- ur, hún var komin inn á kontór. Daníel stóð einn í kompunni svona með liýrara bragði. Ja, só var ekki fúll á svipinn. „Hananú. Hananú. Ekki á að láta standa á sjer. Jeg skil. — Helie. Hvað var það fyrir höfðingjann?" „Sígarettur,“ svaraði jeg þurlega. „Hvað niargar vill höfðinginn hafa? Fimm? Hálfan pakka? —“ „Komdu með þrjá pakka,“ þrum- aði jeg og kastaði seðli á borðið. Daníel varð alvarlegur á svip, hann var á móti glannalegri eyðslu hjá unglingum, enda þótt hann væri kaupmaður. „Hvaða tegund viltu fá?“ spurði hann nú. „Teofani.“ Þegar jeg kom aftur suður að tjöldunum, liafði jeg gengið úr skugga um, að hamingjan var ekki mín megin, heldúr Áka, hún fansl ekki i minum pökkum, þar voru bara þrjár kerlingarnornir, sem jeg fleygði svo ofan í smurolíupott hjá bílunum og trappaði þar niður. Þetta var einskonar fórn til Teo- faní. ;■— Dagarnir liðu og jeg jafnaði möl- inni eins og mjer var upp á lagt. Sumargestir Daníels gengu um veg- inn í góðviðrinu og yrtu á mig um leið og þeir fóru hjá. Þetta var alt saman fínt fólk, en það kemur ekki málinu við, jeg horfði bara á Teo- faní, rúbínrauðar neglur hennar, brúnt hárið, sem glitraði í sólinni og liálfmyndaða kossinn á vörum hennar. „Ertu ekki þreyttur að moka svona allan daginn? Þvi færðu þjer ekki heldur sumardvöl hjerna á hótelinu?“ spurði hún með sinni guðdómlegu, dimmu rödd og leit til mín alveg sjerstöku augnaráði. „Já, jeg — já, eiginlega hef jeg nú verið að hugsa um það,“ svaraði jeg og liorfði á eftir henni, þar sem hún gekk með hinum gestunum í burtu. — Svona fólk, það er að segja sumardvalarfólk, gengur nefni- lega um sjer til heilsubótar og skemtunar og hefir ekki tíma til að tala lengi í einu við verkamenn- ina. En þetta hafði þó í öllu falli verið augljós bending hjá henni. Og jeg fann það greinilega að jeg var byrjaður að elska þessa mann- eskju og að jeg var alls ekki á þeirri rjettu hillu í lífinu, jeg átti að vera fínn maður og fó mjer sumardvöl. „Bölvuð óhepnin yfir mjer, að geta aldrei klófest mynd af henni,“ hugsaði jeg oft með sjálf- um mjer. Jeg reykti og reykti eins og jeg gat, en það var sama, hvað marga pakka jeg keypti, ekki kom hún. Og mjer sveið það meira og meira að strákhimpið hann Álti skyldi vera að státa með hana upp á vasann. Hann var að sýna ýmsum hana og það með þessum líka litla gorgeir, rjett eins og það væri sjólf stúlkan, sem hann ætti! — Jeg vissi til þess, að hún kom stunduni í gryfjurnar með öðru fólki, en að það væri vegna Áka og málæðis hans það þorði jeg að fortaka, hún átti þar aðeins leið um á sínum heil- næmu gönguferðum. — Sunnudagsmorgun einn frjettum við það í tjöldin að skemtun ætti að verða i Gilsbakkasamkomuhúsi. Sá staður var 25 km. austar með veginum, en engum vegamanni ægir sú vegalengd, þegar um ball er að ræða, því altaf er nóg af bílum á ferðinni. Það greip mig strax, að nú yrði jeg að gera alvöru úr því að nálgast Teofaní, auk þess væru þetta í raun og veru síðustu forvöð, því strax á mánudagsmorguninn var fyrirhugað að flytja tjöldin og alt hafurtaskið um tugi kilómetra vestur á bóginn. Svo hafði verkstjórinn fyrir lagt, og það var karl, sem slóð við sínar áætlanir. Jeg var i dálítið æstu skapi út af þessu, og í þeim ham labba jeg inn í tjaldið til Áka og hlamma mjer niður á eitt fletið. Áki stóð innar við súluna og var að raka sig. „Helvíti er að maður skuli ekki fó útborgað í dag, jeg á ekki nema tvær krónur í vasanum til að fara með á ballið,“ segir liann og gýtur til mín augunum út úr sápufroðunni. „Þú hefir myndina af Teofani,“ svaraði jeg illkvittinn. Hann fyrtist ekki við þetta. „Maður kaupir ekki landa og aðrar nauðsynjar fyrir hana,“ gegndi hann með tungu- broddinn út i annari kinninni, lil þess að ná betur af sjer liíungnum. Þá sló nýrri hugmynd niður í haus- inn á mjer eins og leiftri. Seldu mjer myndina. Jeg býð þjer fimm krónur í hana.“ Það var eins og öllum hreyfitaug- um Áka væri skyndilega kipt úr sambandi. Hann bara glápti. „Selja — fimm krónur — liá?“ stamaði hann. „Mjer er alvara. Jeg borga liana með fimm krónum út í hönd,“ svaraði jeg þurlega og tók upp seðilinn. Áki káfaði steinþegj- andi ofan í brjóstvasann, fiskaði upp úr homun myndina og rjetti mjer. Hann var bersýnilega á glóðum um að mjer snerist hugur og tók það ráð að þegja. Þá fyrst, þegar seðill- inn var horfinn ofan i vasa hans, rak hann upp hlátur og sagði að þetta væru þau bestu kaup, seni hann hefði gert. Jeg vissi, að þetta gat líka orðið fjárhagslegur gróði fyrir mig, þar sem sígarettukaup mín mundu stórminka. Auk þess var þrá hjarta míns gerð ofurlítil skil með þessu. En því þagði jeg auðvitað yfir. Jeg var injög vongóður meðan jeg beið kvöldsins i tjaldinu mínu, því enda þótt handbært skotsilfur mitt væri nú aðeins fyrir biífarinu, inn- gangseyri og kanske einum eða tveimur kaffibollum, þá taldist mjer svo til, að fátt mundi geta hrært hjarta ungrar viðkvæmrár meyjar á við það, þegar maður segði henni frá því, með fjálglegri andagift auð- vitað, að maður hefði eytt sínum síðustu krónum fyrir mynd af henni. Á sama liátt hlaut fjelagi minn að falla í hennar augum, þegar hún frjetti um artarleysi lians. Annars óttaðist jeg samkepni Áka ekki liót. Skuggar tjaldanna voru farnir að teygjast til austur loks þegar lagt var af stað. Jeg hafði aldrei verið hræddur i bíl, enda þótt hart væri ekið, en nú bölvaði jeg bílstjóranum okkar fyrir ógætilega keyrslu, það var eins og hann vissi það ekki, aulinn sá, að farmurinn var enginn hversdagsmannskapur, en hann hafði heldur ahlrei haft auga fyrir kvenlegri fegurð og þekti ekki ástina. Alt fór þó vel, og Teofaní lioppaði heil á húfi út úr boddíinu, þegar á áfangastaðinn kom. Vegna auraleys- isins sá jeg mjer ekki fært að taka stúlkuna strax að mjer, það gerði inngangseyririnn, sem heimtaður var við dyrnar, jeg sá ekki betur en Áki, glanninn, kæmi þar í minn stað. „Minn tími kemur bráðum,“ hugsaði jeg. „Sjáum til, þegar þú ferð að snúast í því að útvega þjer landann og flángsa með fullum mönnum." Von mín rættist þó ekki nema að litlu leyti, því jeg liefi aldrei vitað nokkurn mann jafn eldfljótaú að útvega sjer vín, og hann fór ekkert í flángs á eftir. Sem sagt, jeg var aðeins að byrja að dansa við Teofaní, þegar hann er þar kominn aftur. Þaðan af skemur var viðræðan á veg komin, sem von var. Hitinn í danssalnum, þrengslin og það, að þetta væri í fyrsta sinnið, sem við dönsuðum saman, var alt og sumt, sem okkur liafði borið á góma, auk þess sem hún var búin að ámálga það einu sinni við mig, að jeg ætti að taka mjer sumardvöl á hótelinu, því þar dönsuðu gestirnir oft eftir grammófónsmúsik á kvöld- in. Jeg þrýsti henni ofurlítið að mjer, þegar hún sagði þetta, og hún kleip mig í fingurinn á móti, ]iá var það sem dansinn var búinn og Áki kom. „Jæja, börnin góð, þið skemtið ykkur," sagði hann með einkenni- legu glotti framan í okkur og lagði handlegginn á öxl Teofaní. Jeg hafði ekkert við það að athuga, þó hann dansaði við hana næsta dans, jeg mátti ekki vera of eigin- gjarn, og svo fjekk jeg mjer aðra (lansmey til bráðabirgðar. En hvern- ig sem því vjek við, þá liurfu þau mjer nú alveg sjónum hin tvö. Það leið langur tími og ekki sáust þau. Lokst stóðst jeg ekki lengur mátið og hóf leit. Þetta var ekkert ljetta- verk, eins og líka drepið var i liús- kofann. Jeg ruddi mjer þó Jeið uni alt húsið með olnbogaskotum og harðfylgi. „Og jeg sem átti eftir að segja henni frá myndinni," tautaði jeg i öngum mínum. „Gaktu á þínum löþpum,“ hvæsti m,aður nokkur, sem jeg tróð um tær, og sparkaði á eftir mjer. Sá var ekki með hluttekn- inguna í minn garð. „Setjum nú svo, að hann kyssi hana fyrir mjer, þegar hann er orð- inn fullur, — og það fyrir mina pen- inga!“ hugsaði jeg og braust út úr dyrum. Jeg hljóp niður að bílunum, sem altaf voru að koma og fara. Þar var fult af syngjandi lands- hornamönnum og gleðimönnum, sem veifuðu flöskum framan í veg- farendur. „Hafið þjer sjeð mann me.ð stúlku hjerna nýskeð?“ spurði jeg og rendi vonaraugum til hægri og vinstri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.