Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Síða 7

Fálkinn - 29.10.1938, Síða 7
F Á L K I N N 7 Þó að margl breytist oy nýjar að- ferðir til skemtana komi fram á hverju ári heldur hringekjan enn fullu gildi. Hvar sem komið er á markaðsstaði erlendis eða skemti- deildir sýninganna eru hringekj- urnar sú skemtun, sem aðsóknin er mest að. Myndin er af skemti- stað í Blackpool í Englandi. Eftir langar og harðar deilur virð- ist nú svo, að sættir sjeu komnar á milli írlands og Englands, og de Valera, sem fyrir rúmum 20 árum var dæmdur til lífláts fyrir land- ráið, er nú tíður gestur hjá stjórn- arherrunum í London. Nú verður írland forsetadæmi og enska land- stjóraembættið sem var írum mest- ur þyrnir í augum, hefir verið af- numið. Mynclin hjer að neðan er af hinum fyrsta forseta írlands, dr. Douglas Hyde, sem orðinn er 78 ára. Á myndinni sjest dóttir hans og börn hennar. Myndin að ofan er af sýningu danskra K. F. V. M.-skáta, sem haldin var i Rosenborgargarði í Kaupmannahöfn og tóku kvenskát- ar víðsvegar úr landinu og frá Sví- þjóð þátt í sýningunni. Flokkurinn gengur hjá lngrid krónprinsessu. sem sjest heilsa lengst til hægri á myndinni. Hún er skáti. Myndin til vinstri sýnir, hvernig hljómleikahöllin á heimssýningunni i New York á að líta úi. Er hún i funkisstíl og afar lík útlits flug- skálanum gamla í Vatnagörðum, en líklega er hún prýðilegri en hann innvortis. Byggingin kostar hálfa aðra miljón króna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.