Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Síða 1

Fálkinn - 27.01.1939, Síða 1
Solarlag vu) Akrane§. Eitt af' þeim náttúrufyrirbrigðum, er gefa landi voru mesta töfra er sólarlagið, sem óvíða mun .vera fallegra, og á það ekki síst rætur að rekja til þess hve loftið hjer ,er hreint og tært. Hvergi fær fegurð sólarlagsins betur notið sín en þar sem vestrið er opið, eins og við Faxaflóa og Breiðafjörð. Það þarf ekki skáld — eða listhneigðan hug til að hrifast af sólarlaginu, eins og það verður fegurst hjer við flóann; sá sem ekki hrífst af því er andlega dauður maður. Alcranes er einn af þeim stöðum lands vors, sem hefir yndislegt sólarlag. Hafið hvílir í logni og breiðir át sína víðu skikkju, pells og purpura, svo langt sem augað eygir. En lengst við sjónrönd blasir Snæfellsjökull, hreinn og tigulegur eins og guðabústaður, laugaður í rósrauð- um bjarma aftansólarinnar. — Myndina tók Árni Böðvarsson Ijósmyndari á Akranesi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.