Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Page 10

Fálkinn - 27.01.1939, Page 10
10 F Á L K I N N VVWVWWWVWW :;: :VWyyvvvvyvwv::;: ' 7 WYVWW wwvwwvw ; yVWyVWW: ;i AÐ PELS SEM HÆGT ER Á ÞRENNAN HÁTT. Stutlpelsa er eiginlega aöeins hægt að nota við sport og göngur, síðir pelsar eru kröfuharðir og er heldur ekki hægt að nota við öll tækifæri. Þessi tvískifti pels bætir úr þessu; þar eð pylsið er laust getur mað- ur ráðið hvort pelsinn er stuttur eð.i síður og í þriðja Iagi má nota pils- ið sem „cape“. STÓRGERÐAR „APPLIKATIONER". Þessi kvöldkjóll er með svo stór- um „applikationum" að varla er hægt að átta sig á hvað er pils og hvað „applikationer“. Annars er þetta mjög þægilegt snið ef þið eigið búta af efnum sem fara vel saman í lit. HATTATÍSKAN. Þessi hattur, sem einna helst minn- ir á sóthettuna á reykháf, er einn af tiskunýjungunum í vetur. Ur kvikmyndaheiminum. SVORT TREYJA MEÐ MISLITUM FIÐRILDUM. Margar af prjónuðu peysunum í ár eru með mislitu munstri. Til þess að sleppa við hið erfiða útprjón er mikið farið að nota að sauma miinstrið í á eftir. Hjer er fyrirmynd að skrautlegu fiðrildamunstri. BRÚN- OG GULKÖFLÓTT SPORTDRAGT. Það er ekki þessi litla snotra sportdragt sem við viljum vekja at- hygli yðar á, heldur legghlífarnar. Þær eru óneitanlega þægilegri og snotrari en háleistarnir, sem auk þess þarfnast auka pláss í skónum. Og annan kost hafa þær líka, nefni- lega að fela götin á sokkunum, sem eru gjörn á að koma, þegar maður er á reglulegum göngutúrum. Claudette Colbert tekur við hlut- verki Isa Miranda. Claudette Colbert, hin ágæta leik- kona, er getið hefir sjer mikla frægð í ýmsum kvikmyndum, hefir nú fengið óskahlutverk í kvikmynd- inni „Zaza“. Það var tilviljun, sem rjeði því. Svoleiðis var, að þetta hlutverk var ætlað ítölsku kvik- myndastjörnunni, Isa Miranda. Ari áður en „Zaza“ yrði kvikmynduð var ungfrú Miranda ráðin, og var ætlunin að hún lærði ensku vel á þessu tímabili. Skömmu áður en byrja skyldi á myndinni, lenti liún í bílslysi og fjekk nokkurn heila- hristing. Þegar þrír mánuðir voru Jeanette Mac Donald í „Girl of the golden west“. Ameríski leikhúskonungurinn Da- vid Belasco skrifaði einu sinni leik- rit, „Girl of the golden \vest“, sem vakti mikla hrifningu. Það gekk í sjö ár — frá 1905—1912. Nú hefir þessi gamli þjóðfrægi gamanleikur verið umsaminn af frægum kvik- myndaStjóra, Robert Z. Leonard og breytt í söngvakvikmynd með Jean- ette Mac Donald og Nelson Eddy í aðahlutverkunum. Þetta raddfagra par nýtur sín altaf best í róman- tísku umhverfi og hjer er rómantik- in einvöld. Efni leiksins gerist á þeim tíma, þegar gullgrafararnir streymdu til Kaliforniu. Á þeim tíma voru uppi ræningjaflokkar, sem öfluðu sjer hins eflirsótta gulls með auðveldu móti. Aðalsöguhetjan er rösk, ung stúlka, sem verður ástfangin af ræn- ingjahöfðingjanum Ramarez, og eft- ir marga stórslegna viðburði, er gerast i hrikafjöllum Vesturheims, verða þau hjón. Söngvakvikmyndir eru venjulega efnissnauðar, en það verður ekki sagt um „Girl of the goklen west“. liðnir frá slysinu fekk hún leyfi læknis síns til að byrja að vinna. Æfingarnar hepnuðust vel, og alt var undirbúið til myndatökunnar. Þögli leikurinn í byrjun myndar- innar gekk ágætlega. En fyrsta setn- ingin, sem leikkonan átti að segja, kom á ítölsku. Hún hafði ekki náð sjer eftir bílslysið, og læknarnir skipuðu henni að hvila sig í nokkra mánuði. En kvikmyndatakan gal ekki biðið svo lengi, og þessvegna ákvað kvikmyndafjelagið að snúa sjer til Claudette Colbert, sem varð himinlifandi að fá hlutverk þetta, sem liún hafði svo lengi óskað eftir. HÁLFSTÍGVJEL OG SKÓR AF NÝJUSTU GERÐ. Hér eru tvö sýnisliorn af nýtísku sportskófatnaði, þar sem þykku sól- arnir virðast vera á sinni rjettn liillu, því liversu oft getur ekki í- þróttafólk lent í svoleiðis færð, að þægilegt getur verið að hafa veru- lega þykka sóla undir skónum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.