Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.07.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Iilack hafði ekki augiin af Williams. Og nú skeði nokkuð skríiið. Þeir urðu af úrslitaleiknum. Lögreglumönnunum Smith og Black þótti súrt í broti, að vera sendir í yfirheyrsluferð einmitt þegar þeir ætl- uðu að fara að horfa á úrslitaleik í knattspyrnu. — En þeir fengu það, sem betra var. LÖGREGLUSAGA eftir FRED Mc ARTHUR. CMITH lögregluþjónn skálmaði fram og aftur í litlu biðstofunni á stöðinni. Hann Jeit öðru hverju á klukkuna og gaut síðan augunum r. dyrnar, sem voru inn i stofu full- trúans. Nú fór að verða hver síð- astur að ná í lestina. Mikill skratti! Black fjelagi hans hafði farið inn til þess gamla til að biðja um leyfi handa þeim háðum, það sem eftir væri dagsins. Þeir vildu fyrir hvern mun komast á úrslitaleikinn á knatt- spyrnumótinu. Black og Smith voru báðir jafn ólmir í að sjá knatt- spyrnu. Loks opnuðust dyrnar og Black kom fram. „Hvernig fór það?“ spurði Smith óþreyjufullur. „Það er ekkert við því að gera,“ sagði Black með ergelsissvip og tók upp sígarettu. „Sá gamli vill endi- lega ljúka við þetta mál út af hvarfi mr. Roberts. Við komumst ekki hjá því, að fara i kvöld til Green Cottage og yfirheyra Williamshjónin.“ Smith nuddaði á sjer nefið. „Skrambans leiðindi voru þetta. Jeg Iijelt að þetta mál væri útkljáð. Hefir eitthvað nvtt komið fram í því?“ „Nei. — En honum finst rjettara að hafa tal af Williams og konunni hans. Þó við vitum fyrirfram hvað þau segja.“ Green Cottage, hústaður Williams- hjónanna, var hálftíma gang fyrir utan bæinn. Og þetta var lítill bær og sjaldgæft að lögreglan fengi nokk- urt viðfangsefni. En - eins og Black sagði, þegar þeir lögðu báðir af stað labbandi til Green Cottage í veðurblíðunni - það var máske þcssvegna, sem fulltrúinn vildi gera sem mest veður út úr hinu raunalega mannshvarfi, sem allir töluðu um, þó að það væri i rauninni alls ekki neitt dularfult og virtist mjög auð- skýrt. „Er nokkur vafi á því, að Vincenl Roberts hafi framið sjálfsmorð?" spurði Smith, sem var svo til ný- kominn í lögregluliðið og var þess- vegna altaf síspyrjandi. Black hristi höfuðið. „Nei, því er nú ver. Þetta væti fyrir sig, ef maður gæti haft tæki- færi til að gera eittlivað, sem tekið væri eftir manni fyrir. En það er ergilegt að missa af úrslitaleiknum hjá strákunum, aðeins til þess að leggja nokkrar nærgöngular en a!- veg óþarfar spurningar fyrir hjóna- garmana. Þú getur spurt hvern sem þú vilt i öllum bænum og þú færð allstaðar sama svar. Dr. Roberts hafði lengi verið hálf ruglaður út af frú Williams, sem hann var bálskot inn i. Og hann bar ekki harm sinn i hljóði. Þvert á móti. Þegar hann hafði fengið sjer dálítið neðan í því, gaf hann oft í skyn, að hann mundi hverfa úr þessum lieimi þegar minst varði." „Er hún svona lagleg?“ „Það sópar að henni, getur maður sagt. En ekki líst mjer nú á hana samt. En hún er þó virðingarverð. Það hefðu ekki allar konur staðist freistinguna. Því að Roberts var skratti myndarlegur maður — og það hlýtur að vera kvöl fyrir unga og fríða konu, að vera gift af- skræmdum og máttlausum aumingja.' „Kemur Williams aldrei á al- mannafæri?" „Nei. Ilann kynokar sjer við, að láta sjá sig í sjúkrastól og með höf- uðið vafið í umbúðum. Og honum er það ekki láandi. Þegar hann kom hingað fyrir rúmu ári, sáu einhverj- ir bann. Og það hafði ekki verið skemtileg sjón. Eftir því, sem jeg best veit, hefir enginn komið í húsið til þeirra nema Roberts einn, því að hann var læknir Williams. En þeim góða manni varð hált á því. En jeg botna bara ekkert í, að nokk- ur maður skuli fara að drepa sig, þó hann verði ástfanginn af giftri konu. Og jeg skil eiginlega ekki held- ur, hvernig menn fara að því, að verða hrifnir af annara manna kon- um. Það ættu menn að forðast í lengstu lög, því að það verður altáf lil bölvunar. Ef það hefði verið nokkur mergur í þessum Roberts, hefði hann sest að sem læknir i öðr- um bæ unjiið sig út úr þessu. Jæja, ~ friður sje með honum. Það var sorglegt að bann skyldi fara svona.“ „Hvernig heldur þú að hann hafi fyrirfarið sjer?“ „Hvernig ætti jeg að vita það? Hann skrifaði þetta liálfvitlausa kveðjubrjef sitt í blöðin, og sagði þar, að það væri vonlaust að reyna að finna sig. Hann getur hafa drekt sjer í einhverri skógartjörninni.“ Þeir gengu þegjandi áfram. Veðrið var kyrt og fallegt — og það var ömurlegt að hugsa til knatt- spyrnuvallarins. Nú færu flokkarnir að skipa sjer á völlinn, og svo vantaði bæði Black og Smith til að dáðst að þeim! Black heilsaði frú Williams afar- virðulega og hlýlega þegar hún opn- aði fyrir þeim dyrnar. Hún var há og Ijóshærð, nokkuð feitlagin, and- litið frítt en nokkuð kuldalegt. Black afsakaði komu þeirra, og ljet þess getið, að þeir þyrftu að leggja ör- fáar spurningar fyrir hjónin, útaf sjálfsmorði Roberts. „Viljið þjer ekki tala við mr. Williams?“ „Jú, við ykkur bæði,“ sagði Black og brosti. „En jeg skal lofa yður því, að tefja yður ekki lengi. Þetta er eiginlega aðeins til málamynda.“ Hún drap höfði og Ijet lögregin- mennina koma inn. Gekk lnin á und- an þeim inn dimman gang, uns kom- ið var inn í rúmgóða dagstofu. En jiar var hálf skuggsýnt líka, ]>ví að hlerar voru fyrir sumum gluggunum. Þeir sáu undir eins mr. Williams. Hann sat í svartgljáðum ökustól i dimmasta horninu á stofunni, og hafði vafið utan um sig köflóttri ábreiðu. Lögreglumennirnir staðnæmdust i tilbærilegri fjarlægð frá örkumla- manninum. „Þjer afsakið," mundraði Black, en það hefir verið lagt fyrir okkur, að spyrja yður nokkurra spurninga. Það er aðeins formsins vegna. Lög- reglan er að binda enda á þetta hvarfsmál dr. Roberts." Augu Williams ljómuðu af velvild. Konan hans ýtti fram tveimur stól- i;m handa Black og Smith, og sett- ist sjálf í sófann í útskotinu við gluggann. Black roðnaði og varð hálf vand- ræðalegUr. „Að þvi er mjer skilst hefir dr. Roberts verið tíður gestur hjer á heimilinu?" ,,Já,“ svaraði Williams, og röddin var dimm en einkar viðfeldin. „Hann kom hjer oft í lækniserindum. Jeg býst ekki við, að yður þyki það undarlegt, að hann var svo að segja eini maðurinn, sem kom hjer á heimilið. Við erum lítið fyrir sam- kvæmislíf gefin — og þjer munuS eflaust fallast á það með mjer, að jeg er tæplega samkvæmishæfur. Andlitið á mjer afskræmdist í brun- anum í Villanedge. Jeg komst ekki út, því að jeg var máttlaus. Og þegar maður er jafn illa útleikinn og jeg er, þá vill maður helst hlífa vinum sinum og kunningjum við að þurfa að horfa á mann.“ Black reyndi að sýna hluttekn- ingu. „En lækni verður maður að hafa,“ hjelt Williams áfram. „Jafnvel þó að það sje ekki nema lítið, sem hægf er að hjólpa mjer.“ Black fikraði sjer til á stólnum. Hann fór hjá sjer vegna næstu spurn- ingarinnar, sem liann þurfti að spyrja. „Mr. Williams — undir venjuleg- urn kringumstæðum mundi jeg ekki leyfa mjer að spyrja yður þess, sem jeg spyr nú. En við þurfum að fá svar við þvi i rjettarbækurnar. Var yður kunnugt um, að dr. Ro- berts væri ástfanginn af konunni yðar?“ Frú Williaius stóð upp og sneri sjer undan, út að glugganum. Williams brosti raunalega. Það var ekki hægt að sjá á svip hans, að hann móðgaðist af spurningunni. Hann virtist taka henni með undir- gefni. Hann virtist vera maður, sem fyrir löngu hafði sætt sig við örlög sín og óskaði þess eins að fá að lifa i friði við alla. „Já, mjer var það ljóst. Þetta var ekkert leyndarmál, livorki af minni hálfu nje konunnar minnar. Og jeg get fullvissað yður um, að jeg kendi mikið í brjósti um hann. Við hjeld- um nefnilega bæði mikið af honum — sem einlægum vini. Dr. Roberts var heiðursmaður. Fulkominn heið- ursmaður. Þó að við vitanlega töl- uðum aldrei um þetta við hann, þá vissum við þó vel, hvernig ástatl var fyrir honum. Það var mikil ógæfa, að þessar tilfinningar skyldu vakna hjá honum. Þær báru hann ofurliði. Hann var viðkvæmur maður og til- finningamaður -— og of veikur mað- ur. Þessvegna kiknaði hann undan byrðinni. Við skulum ekki dæma hann. Hann var sjálfum sjcr verst- ur — og jeg dáist að þvi, að fram- koma hans var ávalt svo hæversk. að aldrei skyldi koma snurða á þráðinn, okkar á milli.“ . Black kinkaði kolli. „Jæja, nú þarf jeg víst ekki að ónáða yður frekar, mr. Williams." Williams brosti. „Þjer megið til að fá glas með okkur áður en þjer farið. Þjer og hann starfsbróðir yðar. Þeir hneigðu sig báðir til að þakka boðið. „Margaret viltu gera svo vel að sjá um gestina." Frú Williams fór út og kom aftur eftir stutta stund með bakka með portvínsflösku og glösum. Black langaði til að taka upp ljett- ara hjal. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.