Fálkinn - 20.10.1939, Qupperneq 10
10
F Á L K I N N
Nr. 570. Gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að haldast.
S k p í 11 u p.
— Er þetta lýsi mí alveg glænýtt?
—• Ilaldið þjer að við slátram hval
í hvert skifti, sem við sjáum yður
komu til að kaupa lýsi fyrir 25 aura?
Ræða fyrir minni kvenna:
Maður nokkur talaði fyrir minni
kvenna og gerði það vel. En þegar
hann var að enda við ræðuna, kom
liann auga á nokkrar kvenmyndir á
veggnum og bætti við:
— Eiginlega eru allar þessar mál-
uðu fegurðargyðjur á veggjunum ó-
þarfar þegar við sjáum hversu marg-
ar sitja við borðið hjerna.
Tveir innbrotsþjófar voru að leita
að fjemæti í stofunum og varð ððr-
um þeirra á, að velta smáborði í ó-
gáti.
— Hver er þarna niðri? heyrðist
þegar kallað ofan af loftinu.
— Mjá, mjá! sagði innbrotsþjófur-
inn, sem var fljótur að átta sig.
Fáeinum mínútum síðar varð hin-
um innbrotsþjófnum á, að gera ein-
livern hávaða. Og aftur heyrðist
rödd ofan af loftinu:
-— Hvað er þetta?
— Það er bara annar köttur til,
\ar svarað.
Ritdómur: — Þó er ein blaðsíðan
góð í bókinni og það er sú síðasta.
Hún er auð.
— Ilaldið þjer bara áfram, Han-
sen. Jeg hlusta.
Fuglahræðan.
Unnustan hans Mons hafði sett
honum stefnumót í garðinum hjá
sjer, inni á milli kirsiberjatrjánna,
klukkan tvö um daginn. Loksins kom
hún klukkan átta um kvöldið og og
Mons var orðinn óþolinmóður ag
sagði:
Hversvegna hefirðu látið mig
standa hjerna i sex tima, í steikj-
andi sólskini, og þrestirnir gargandi
alt í kringum mig?
— Það var einmitt vegna þrast-
anna. Þeir sækja svo í kirsiberin
núna.
Gilsfjörð fór í heimsókn til lengda-
forelda sinna lilvonandi og hitli
tengdapabba í dyrunum, all þung-
búin n.
Jeg verð að segja þjer það áður
en þú ferð inn, að jeg er orðinn
gjaldþrota. Jeg hefi mist aleiguna —
á ekkert eftir.
Hörmung er að heyra þetta,
sagði Gilsfjörð. — Svei mjer ef jeg
tími, að taka hana dóttur þína, þegar
svona stendur á. Það er best að þú
hafir hana — þá hefirðu þó altaf
eitthvað.
YNd/W
U/SNbURHIft
ÆHnltri í SMHarleyíi.
(Framhaldssaga með myndum).
16. Pjetur Söfren sagði drengjun-
um nú, að þar sem trúðavagninn
stæði, befði ferleg ófreskja átt heima
forðum daga. Og binumegin við
stóra vatnið var heiðinn blótstaður.
Síðan komu munkar í landið og boð-
uðu kristni. Þeir kristnuðu heið-
ingjana og steyptu skurðgoðum
þeirra af stalli og reistu kirkju, þar
sem hof þeirra hafði verið.
17. En ófreskjan, sem átti heima
þarna i hólnum, reiddist er hún
heyrði klukknahringingarnar. Og
svo tók hún ógurlega stóran stein
og kaslaði honum yfir vatnið, og
ætlaði að mölva kirkjuna. En steinn-
inn kom niður rjett utan við kirkju-
garðsvegginn, og þar liggur hann
inn í dag.
18. En ekki gátu munkarnir samt
rekið ófreskjuna af höndum sjer.
Hún breytti sjer í ógurlegt sæ-
skrýmsli — einskonar Miðgarðs-
orm og steypti sjer í vatnið. „Og
þar er þetta kvikindi enn,“ sagði
Pjetur Söfren, en af því að það
mátti lesa það út úr svipnum á
strákunum, að þeir trúðu ekki meira
ei' svo því, sem liann sagði, bætti
hann við: „Jeg hefi sjálfur sjeð þetta
skrýmsli koma upp á vatnsborðið
HJÓLBÖRUR,
sem ykkur geta komið að gagni til
ýmsra þarfa, getið þið hægíega búið
ykkur til sjálf úr nokkrum kassa-
ftölum, og framhjóli af gömlu reið-
jóli. (Takið eftir málunum á teikn-
ingunni. Þau eru í sentimetrum,
eins og vant er).
Botninn, a, er negldur á gaflana,
L og c. Hliðafjalirnar, d, eru síðan
negldar utan á, og okarnir tveir, e,
negldir að framan og aftan i botn-
inn, þannig að naglarnir úr þeim,
gangi upp í gaflana. — Gamalt hjól
af reiðhjóli — það gerir minna til
hvort það er með lofthring dða ekki
er fest á sívalan járnhút eða rör,
sem verður hjóláSinn, þannig að ás-
inn geti ekki snúist i hjólinu. Hann
á að snúast í tveimur legum, sem
jiið fe;tið framan á börurnar (við
h). Má Inia þær til úr runnu, flötu
járni. Utan á legurnar setjið jiið svo
slífu úr járnbút, sinn hvoru meginn,
svo að'hjólásinn gangi ekki til hliða.
Þið nemið af hliðarfjölunum, silt
hvoru meginn, svo þær verði eins
og sýnt er á teikningunni.
HVER GETUR ÞAÐ?
Spurðu einhvern kunningja þinn,
hvort hann geti hnýtt hnút á segl-
garnsspotta, án þess að sleppa af
honuni endunum.
Mig mundi furða á því, ef hann
gæli það, en nú skal jeg segja þjer,
hvernig á að fara að því. Krosslegðu
hendurnar, eins og sýnt er á teikn-
ingunni, og taktu sinni hendi í
hvorn enda spottans. Svo rjettir þú
út hendurnar, og l)á kemur hnút-
urinn á spottann um leið.
og ausa með halanum, sem að vatn-
ið freyddi eins og i þvottabala."