Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1939, Side 14

Fálkinn - 20.10.1939, Side 14
14 F Á L K 1 N N Sigurður Guðmundsson, skrif- stofustj. hjá Eimskip, lngólfs- stnvti 8, verður 60 árci 22. þ. m. Geirþrúður Kristjánsdóttir frá Sandi, verður 50 ára 26. þ. m. Skúli Einarsson, Akureyri, varð 75 ára 17. þ. m. STÆRSTA FYRIRTÆKI AKUREYRAR. Frh. af bts. 3. sambandi við hina frækilegu aflraun, sem Norðlendingar liafa unniS með Laxárvirkjuninni. Stóra myndin sýn- ir skarðið, sem Laxá myndar í hraun- hálsinum ofan við' Brúarfossa. Sjest þar í skarðinu sjáif aflstöðin, sem ekki þarf að bæta við, þó að orku- magn versins sje tvöfaldað eða meira. Til hægri á þessari mynd sjest neðsti hlutinn af aðleiðslupípunni, sem gerð er úr timbri, járngirt, eins og pípur Elliðaárstöðvarinnar. Á annari litlu myndinni sjest opið á þessari sömu trjepípu, þegar verið er að setja hana saman. Loks sjest á síðustu myndinni Suhr Henriksen verkfræð- innur, sem annast hefir framkvæmd verksins fyrir hönd Höjgaard & Sehultz. ' •íáti'• iliii '■ ;l| ÍÍÍ * ft i SmmlÆÉMámm 'I - hl —r 1 - . 1 ■kJBbL fsöP • 'ZxS w jsm KONGUR HJÁ KVENSKÁTUM. Danskir kvenskátar hjeldu nýlega 20 ára afmæli sitt í Hörhaven við Aarhus, höfðu þar tjaldbúðir og æf- ingar. Ingrid krónprinsessa tók þátt í þessu afmæli, en svo kom annar gestur alveg á óvænt og það var Ivristján konungur. Dvaldi hann á Marselisborg, skamt frá Aarlius, og kom ríðandi til skátatjaldbúðanna afmælismorguninn. Og vitanlega fylktu stúlkurnar liði og tóku virðu- lega og skipulega á móti konungin- um. Á myndinni sjest konungurinn ríða í hvítum einkennisbúningi fyr- ir framan skátafylkinguna, en á eft- ir honum koma smærri fylkingar og í baksýn eru tjaldbúðirnar. Kven- skátum hefir fjölgað afarmikið i Danmörku síðustu árin. UNDRALÆKNIRINN DAUÐUR. Fyrir nokkrum árum gaus uþþ su fregn, að maður einn suður í Gail- spach, smábæ í Austurríki, læknaði fiesta sjúkdóma, sem áður þóttu o- læknandi. Hjet maður þessi Michae) Valentin Zeileis. Streymdi fólk að úr öllum áttum til þess að fá bót meina sinna hjá þessum undralækni, og kvað svo mikið að gestakomunni, að þarna í þorpinu risu upp gisti- hús, til þess að hýsa sjúklingana, en þeir skiftu jafnan hundruðum og stundum þúsundum. Gallspach varð einskonar Lourdes. En fyrst er ait frægast og núna síðustu árin hefir sjaldan verið get- ið um undralæknirinn í Gallspach i blöðunum. Þó hefir hann jafnan stundað lækningar og margir jtykj- ast .hafa fengið bót meina sinna hjá honum. Nú minnast blöðin á Zeileis aftur. Hann dó nefnilega fyrir skömrnu. Yið tilraunir sem hann var að gera með meðul og geislalækningar hafði liann fengið stór sár á hörundið og jtað dró hann til bana. Kvikmyndari á frímerkjum. Einn af vinsælustu mönnum í Bandarikjunum á síðustu áratugum, var kvikmyndaleikarinn og flugmað- urinn Will Rogers. Hann græddi of fjár, bæði á kvikmyndaleik og út- varpi og fjölleikhúsum, en gaf jafn- harðan. Og jafnan þegar stórslys báru að höndum var hann fyrstur manna til þess að gangast fyrir sam- skotum og halda skemtanir fyrir ættingja fráfallinna manna. Sjálfur fórst hann vofeiflega — hann fórst á flugi i Alaska ásamt hinum heims- fræga eineygða flugmanni Wiley Post, sem flogið hafði kringum jörð- ina á skemmri tíma en nokkur annar r.iaður. Og þá varð þjóðarsorg í Bandaríkjunum. — Nú hefir verið gefið út frímerki með mynd Wills Rogers, fyrsta frímerkið sem gefið hefir verið út með mynd af kvik- myndaleikara. En ekki eru það Bandaríkin sem hafa gefið það út heldur smáríki í Nicaragua. Will Rogers var ennþá vinsælli þar en í Bandaríkjunum, því að þegar jarð- skjálftarnir miku urðu í Managua, sem er höfuðborg Nicaragua, fór Rogers þangað sjálfur og stjórnaði björgunarstarfinu með annálsverð- um dugnaði og gaf stórfje til sam- skota handa þeim, er fyrir mestu tjóninu urðu. Fálkinn er fjölbreyttasta blaðíð. MODEL-FLUGVJELAR. frá átta þjóðum tóku nýlega ])átt í samkepni, sem haldin var á Great West-flugvellinum i Middlesex, um gullbikar, sem Pjetur Jugoslavakon- ungur bafði gefið til verðlauna. Hjer sjest Hollendingurinn vera að kasta sinni vjel til flugs. Guðjón Knútsson, skipstjóri Lindarg. M, verður 70 ára 26. þ. m.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.