Fálkinn - 08.12.1939, Síða 10
10
F A L K 1 N N
YNG/fU
LE/&N&URNIR
Æfintýri í sumarleyfi.
(Framhaldssaga með myndum).
XIII. Skrýmslið bítur á öngulinn.
37. Meðan þessu fór frani höfðti
drengirnir náð sjer í einskonar há-
karlsöngul og festu hapn á gildan
kaðal, en beitan var stórt ketstykki.
Þ.egar dimt var orðið sigldu þeir út
á flekanum sínunt, þangað sem vatnið
var dýpst. I tunglsljósinu sáu þeir
hver lieljarstór gedda nálgaðist og
glefsaði í beituna. Hún var eflaust
meira en einn metri á Iengd. Kn gat
ltað samt verið hún, sem gl^eypti
gæsina þeirra? Alt í einu hvarf
geddan aftur.
38. Niðri i djúpinu, þar 'seni lungl-
ió náði ekki til, var eitthvað, sem
bærði á sjer. Páll gaf meira út af
færinu’og nú kom öldukast á vatnið
kringum þá. Stórt, hvítt gin opnaðist
og öngullinn hvarf. A næsta augna-
bliki var rykt í fíékann. Drengirnir
höfðu nefnilega verið svo forsjálir
að festa færinu í hann.
m
39. Og nú hjelt dularfulla skrýmsl-
ið af stað á fleygiferð, með flekann
i eftirdragi. Það var svo strítt á fær-
inu, að engin leið var að því, að
draga það inn. Stundum slaknaði þó
svolitið ó, en þess á milli komu á-
kafir rykkir, svo nærri lá, að flek-
inn mundi stafnstingast. En smám-
saman rjenuðu kraftar skrýmslisins.
Flekinn var komið yfir þvert vatnið,
upp að landi, en jjar var grunnur
sandbotn með smápyttum i. Skrýmsl-
ið hafði leitað hælis í einum íif þess-
uin pyttum. Drengirnir rjeru flekan-
um sem fljótast að landi og ríg-
bimdu fa'rið utan um stórt trje.
Niðurlag næsl.
BABY SANDY.
Hjerna sjáið ])ið mynd af iðnasta
smábarninu i heimi. Hún-er svo ið-
in, að hún gefur sjer aldrei tíma til
að hvíla sig. Hún heitir Sandy og er
kvikmyndadís i Hollywood. Hún hef-
ir vakið fádæma fögnuð í myndun-
um, sem hún hefir sýnt sig i, og
kaupið hennar, sem var allgott í
fyrstu, er nú komið upp í 200 dollara
á viku. En |)ið skuluð ekki halda, að
þafi hafi stigið henni til liöfuðs —
hún gerir ait sem hún er beðin nm,
ef henni er lofað kexköku fyrir það!
Þegar þið sjáið skemtilega og sak-
leysislega andlitið á henni, þá getið
þið víst skilið, að hún er eftirlætis-
goð allra hinna leikendanna. Hún
þarf að skoða og prófa alla hluti,
meira að segja skrifborðsskúffurnar
forstjóráns. Eins og aðrar filmdisir
fær hún fjölda hrjefa á hverjum degi
og henni þykir ákaflega gaman að
rífa sendibi’jefin og láta þau fjúka
út í veður og vind. Ykkur þýðir ekk:
ert að skrifa henni og biðja hana
um eiginhandar undirskrift. Hún
verður ekki við siíkum hænum, af
þeirri einföldu ástæðu, að hún er
ekki meira en svo talandi og því
síður læs eða skrifandi.
LOFTSKRÚFA Á
REIÐHJÓLIÐ.
Þessi loftskrúfa er stærri en þær,
sem liægt er að kaupa sjer, sem leik-
fapg. L’u það er auðvelt að smiða
hana sjálfur. Sem „stativ" má nota
spennuna úr gömlum keðjukassa af
reiðhjóli, eða beygja gjarðajárn og
gata það. Þið sjáið á myndinni
til hægri, livernig l)að á að líta út.
Er þessi burðarstöng skrúfunnar fest
á stýrið með tveimur rónöglum. Á
þverbeygða arminn að framan er
borað gat og festur í liann snúninga-
ró, sem skrúfuásinn leikur í. i.ofl-
skrúfan sjálf er klipt úr pjátri, að
iögun eins og myndin sýnir, og á að
vera 20 sm. löng og 2% sm. breið.
Síðan er snúið á skrúfuna, sem svarar
Vi úr umferð. Þykk ró er sett sitt
livoru megin við gatið á skrúfunni
og öllu smeygt upp á ásinn og fest
vel, en ásinn þarf að geta snúist
578. Úlukkufuglinn
ódrepcindi.
S k r í 11 u r.
Nei, herra Olsen, jer/ nenni
ahlrei að þvo upp <i sunnudögum.
— Hvað þýðir þetta, Snorri litli?
•leg finn tvo vindla í vasa þínum!
— Jeg ætiaði að geyma þá, þangað
til jeg væri orðinn stór.
iiðugt í sminingsrónni. Þegar reið-
hjólið er komið á ferð snýst loft
skrúfan í sífellu..
Ileyrðu drenyur, hpað ertu að
gera við flugnasprautuna?
Hann frændi sagðisl hafa feng-
ið flugu í augað.
— Ö, elsku Ragnar — en hvað
mjer þótti leitt, að jeg skyldi kalla
þig Óla. Mig minti að það væri
þriðjudagur.
Iiún: — Þú veist, að jeg tala eins
og jeg hugsa.
Hann: — Já, en oftar.
— Er heitt hjá ykkur i Ameríku?
— Jeg hefði nú haldið það. Það
er svo heitt, afi við verðum að gefa
hænsnunum ís, svo að þau verpi ekki
ltáðning á gátunni í síðasta blaði.
f Drekkiö Egils-öl )
t