Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 56

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 56
VI F A L Ií I N N Leiksviðið í jólasýningu Leikfjelagsins. Hvað sjáum við í Leikhúsinu um jólin? Það hefir heyrst í bænum, að nýst- árlegt leikrit mundi vera í uppsigl- ingu hjá Leikfjelaginu og inundu sýn- ingar hefjast um jólin. „Fálkinn“ sneri sjer því til hr. Indriða Waage, sem er leikstjóri að þessu sinni, og fjekk upplýsingar um leikinn. Waage sagði, að jólaleikritið væri eftir ít- alska skáldið Alberto Casella og hjeti: „Dauðinn nýtur lífsins." Það kann að þykja næsta merkilegur tit- i 11, „enda er leikritið það sjálft,“ sagði I. Waage. Það stórkostlegasta i leikritinu er það, að Dauðinn, sjálf- ur, maðurinn með sigðina, tekur sjer frí frá störfum og vill kynnast mann- lífinu persónulega og — njóta þess. Hann kemur þarna fram sem dauð- Ieg vera og lendir í ýmsum æfin- týrum rjett eins og við mannanna börn. Auðvitað veldur það stórum breytingum í veröldinni. Enginn deyr, „ekkert hrörnar nje visnar, alt verður líf og gróandi,“ eins og Dauðinn sjálfur kemst að orði í leiknum. — Er ekki óhugnanlegur blær yfir leiknum, þar sem aðalpersónan er þessi? spyr jeg Waage. — Nei, því fer fjærri, að nokkur drungi sje yfir honum, þvert ó móti er margt fyndið og skemtilegt á köflum, þrátt fyrir alvarlegan undir- straum, og heildaráhrif hans fara þar að auki vel saman við hátíð jóianna. Til að auka ó hátíðarblæinn mun hljómsveit leika, undir stjórn dr. Urbantschitsch. — Þá gerum við okkur von um að leiktjöld, sem Lár- tis Ingólfsson málar, verði fögur og tilkomumikil. En leikurinn gerist all- ur á sama stað: í fordyri hertoga- hallar einnar. — Hverjir fara með hlutverk í leikritinu? — Aðalhlutverkið, Dauðann sjálf- an, leikur Gestur Pálsson, en þrjór stúlkur, sem hann leggur hug á, leika þær Alda Möller, Þóra Borg og Lóló Jónsdóttir. Með önnur hlut- verk fara þau: Valur, Brynjólfur, Arndís, Emelía, Ævar Kvaran, Gunn- ar Stefánsson og jeg sjálfur, sem jafnframt hefi leikstjórn á hendi. — Meiri upplýsingar er að þessu sinni ekki hægt að fá, en þetta er líka all- nokkuð. Við vonum, að Leikfjelaginu auðnist að skapa okkur hátiðlega og ánægjulega stund í leikhúsinu á jól- unum. rj- Nýjar bækur. Eva CURIE: FRÚ CURIE. Kristín Ólafsdóttir, læknir, íslenskaði. — ísafoldarprent- smiðja h.f. gaf út. ísafoldarprentsmiðja h. f. lætur skamt stórra högga milli um bóka- úlgáfu um þessar mundir. Með litlu millibili hefir hún sent fró sjer tvær hækur, sem eru nýstárlegar, bæði að efni og búningi. A jeg þar við „Maríu Antoinettu“ og „Frú Curie“. Hið ytra form á „Frú Curie“ er hið sama og á þeirri fyrnefndu, stór hók og glæsi- leg og prýdd góðum myndum. Þegar menn í daglegu máli tala um mikilmenni, gera margir ekki nógu glöggan greinarmun á þessu fólki, sem þeir kalla mikilmenni. — — Sumir eru jafnvel nefndir mikil- menni af því að gafst tækifæri til að gerast harðstjórar og kúga frelsi og fje af varnarlitlum þjóðum. Um þá er oftast meira lijalað en hina, sem með viljafestu og fórnfýsi leiddu mannkynið yfir ýmsar torfærur dreps og dauða, — voru í sannleika miklir menn. Ein af þessum síðarnefndu var frú Curie. Einstein kvað hafa sagt um hana, að hún væri eina mik- ilmennið, sem ekki hefði spilsl al' frægðinni. Líklega gefa þessi orð oss lullkomnasta skilninginn á þessari dæmalausu konu, sem fann efni, sem mörgum bjargar, en hlaut sjólf dauð- ann að launum. Það getur aldrei liaft annað en göfgandi áhrif að iesa um lif og störf slíkrar persónu sem frú Curie. Um þýðingu frú Kristínar Ólafs- dóttur er gott eitt að segja. Bókin sjálf er mjög myndarleg ogvönduð, og i einu orði sagt hin eigulegasta. FRÁ HELSINGFORS. Síðustu vikur hefir verið minst oftar á Helsingfors en nokkra Norð- urlandaborg, vegna ófriðarins. Hjer sjest Stórkirkjan þar. NÝI PÓLSKI FORSETINN. Þetta er forseti liinnar nýju pólsku útlegðarstjórnar, sem mynduð hefir verið í París, við messu i pólsku kirkjunni þar. Hann heitir Raczkie- wics. — DREKKIÐ EBIL5 - OL í Jóhanna Jóhannesdóttir, Vind Kr'istín Runólfsdóttir, Sólvallag. heimum, Skerjafirði, varð 50 í7 verður 80 ára 27. /,. m. ára 18. þ. m. ______ § SIEMENS PROTOS BRAUÐRIST KRÖMHÚÐUÐ. Borðprýði. — Steikt brauð — herramannsmatur. — Tilvalin tækifærisgjöf. Fæst hjá RAFTÆKJASÖLUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.