Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Skúli Skúlason. Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested A ffalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1 —(5.. Skrifstofa í Oslo: A n t o n S c h j ö t s g a d e 1 4. Blaðið keinur út livern föstudag. kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpre/i/. Skraddaraþankar. „Skríð þú ekki, smokraðu þjer ekki, gakk þú götu lífsins með föst- um skrefum og vertu upplitsdjarfur. Vertu ekki heigull. Klæðstu ekki einkennisbúningi samtiðar þinnar, til þess að lita út eins og aðrir menn. Kallaðu það ekki svart, sem aðrir kalla svart, ef þjer sjálfum sýnist það vera hvítt. Stattu frjáls og óháður, vertu sjálfum þjer nóg- m. Farðu rjetta leið. Það er engin skömm að því að vera fátækur, en að verða ríkur með því, að afsala sjálfuhi sjer sjálfstæði sinu - það er óvirðing. Vertu ærlegur og hreinskilinn. Segðu ])að, sem þú heldur rjelt vera og tifðu samkvæmt því, sem þú kennir. Hræsnarinn er verri en svikarinn. Vanatrú er verri en van- trú. — tlafðu j)or í brjósti og vertu ekki hikandi og ragur í lífsbaráttunni. Lífið er stríð og barátta hjá öllum, það er þjáning og freisting. Brjóttu J)jer brautina fram á við, án Jtess að kvarta og kveina. Dreifðu birlu og gleði, hvar sem þú ferð um far- inn veg, hversu myrkt, sem þjer virðisl lífið vera. Láttu þín eigin sár verða lækningu annara. Láttu aldrei lnigfallast. Berðu höfuðið liátt, beygðu J)ig aldrei í knje, beittu aldrei vopnum. Og komdu einhverju i fram- kvæmd! — Láttu æfina ekki verða einskis nýta og fara í súginn. — Reyndu að gera heiminn betri en hann var, á einhvern hátt, sem ])ú gelur. Þú þarft ekki að vinna stór- virki nje vinna kraftaverk, en láttu eitthvað sjást til merkis um, að Jui hafir verið til. Spor eftir J)ig. Stærra verk er ekki hægt að vinna undir sólinni en að maður geri einhvern lítinn afkima bjart- ari, farsælli, sólarríkari en hann var. Að maður reyni að breyta víti myrkursins i eitthvað í áttina til sólheima á þessari jörð. Það er starf, sem gefur sálinni sín laun. Mesta blessunin, sem hverjum manni er gefin er sú, að geta starf- að. Einbeittu allri orku þinni að starfinu, sem l)ú hefir með liönd- um, og ])á muntu höndla allan þann frið og alla J)á farsæld, sem þú óskar þjer hjer í heimi. Hláturinn gleðin og sólskinin er alt fóigið i starfinu." l>að eru meira en hundrað ár sið- an skotski spekingurinn og þjóðfræð- ingurinn Carlyle sagði þessi orð. En gildi þeirra er órýrnað enn. SELMA LAGERLÖF LÁTIN Margir eru þeir, sem kannasl við gömlu konuna á -Márbacka, sem nú er nýdáin. Vafalaust hver cinasti íslendingur, sem kominn er til vits og ára, hefir lieyrt hennar getið og líklega flestir lesið eitthvað eftir hana. Því að þessi heimsfræga sænska skáld- kona hefir orðið furðulega vin- sæl með íslenskum lesendum, og er því ástæða til að harma, að ekki skuli fleiri verk hennar liafa birst á íslensku en þegar hefir orðið. Þó hefir margt eftir hana verið þýtt, 1. d. eitt mesta og þektasta verk hennar, Jení- salem, i tveim hindum. Viða á livorki uppgjafaklerkurinn Gösta Berling né hinar glæstu frúr sög- unnar og þá ekki ,-Kavaljer- arne“ vermlensku, sem líkastir eru riddurum í miðaldaæfintýr- um, umvafðir ljóðrænum stemn- ingum. En margt af smærri verkum Selmu Lagerlöf hefir þó íslend- ingum auðnast að sjá á sínu máli og lumnað að meta. En hvorki þau nje önnur verk hennar verða talin hjer upp. í nálægt fjörutíu ár hefir Selma Lagerlöf l)úið að Már- hacka í Vermalandi, og þar ljest hún. Og þar fæddist hún. Hún Si/nishoni af eiginhandarskrift skáldkonunnar á nafn- spjaldi hennar, er hnn sendi Fálkgnnm í þákklætisskyni fyrir yrein, sem bla&ið hirti um hana fyt'ir fáum árum. íslandi hefur hún nær því verið lesin upp til agna þessi saga um hændurna, sem lögðu það á sig fyrir trú sína og hugsjónir, að yfirgefa átthaga sína og óðul til þess að dvelja á sönni slóðum og Kristur gerði á hjervistardög- um sínum. En frægasta verk hennar, Gösta Berlings saga, er enn ó- þýtt á islensku, og er það illa farið, slíka stíltöfra og frásagn- arlist, sem sú hók hefir að gevma, hún er þrungin fjarræn- um æfintýrahjarma frá upphafi li! enda. Aðalpersónurnar eru ekki hversdagslegar persónur, hefir því með sanni getað tekið undir vísuna: „.... .Ia, om jag komme mitt i del förlovade land, lill Vármland jag ándock átervánder. .la, dár vill jeg leva, ja, dár vill jag dö ....“ Hún festi kaup á þessari föð- urleifð sinni eftir för sína til landsins helga, þegar hún hafði .lerúsatem i smíðum, uni alda- mótin. Þar hefir hún lifað í kyr- þev síðustu árin, fjarri ys og' þys stórhorgalífsins, en oft hefir þó verið þar gestkvæmt, þvi að liana hafa heimsótt spekingar og Selma Lagerlöf: Þessar bækur Itai'a verið þvddar á íslensku: Föðurást Þýtt hefir Björg Þor- láksson. Verð kr. 5.00. Jerusalem I. II. Þýtt hefir Björg Þor- láksson. Verð samtals kr. 7.00 Bækur þessar fást hjá bók- sölum, en aðalútsala er hjá Bókaverslun Sigurðar Krist- jánssonar, Bankastræti 3. — spámenn af mörgum þjóðlönd- um, aðdáendur nær og fjær. Fáum skáldum hefir verið sýndur jafn mikill heiður í lif- anda lífi og Selmu Lagerlöf. Fvi'st allra Svía fjekk hún No- belsverðlaun. Það var árið 1909. Og 1914 varð hún ein liinna „átján ódauðlegu" í Sænska Aka- demíinu, fyrst allra kvenna. Selma Lagerlöf hataði stríð og afleiðingar þeirra af öllum Imga. Það sýndi skáldsagan „BannlysV', sem kom út 1919, eftir lieimsstyrjöldina miklu. Sú bók er þrungin hryllingi og við- hjóði á villimensku stríðsins. Svo 'fór svo, að á síðustu ævidögum hennar hvíldi skuggi viðurstvggi- legrar ofbeldisstyrjaldar yfir einni nágrannaþjóðinni og ógn- aði jafnvel hennar eigin landi. Sjálfsagt hefir það daprað síð- ustu stundir þessarar miklu konu. Öll þau heiðursmerki, sem heim- urinn liafði hvlt hana með á hennar löng ævi, gaf hún til frelsisharáttu Finna. Selma Lagerlöf er nú látin í hárri elli. En afreksverk hennar mun ekki falla. Hún var ein hinna ódauðlegu sagnameistara; hina innri sögu sjálfrar liennar er erfitt að greina gegnum verk hennar. Hún túlkar hugsunar- hátt heillar þjóðar, opinherar uppistöðuna í eðli fólks sins. Dagblaft í Bandaríkjunum hjclt þvi tram einu sinni á árunum, að ef ráðist yrði í að leggja járnbrautir þar í landi, þyrfti jafnframt að byggja nýja geðveikraspítala, því að fólk mndi verða vitlaust, er J)að sæi cimreiðarnar þjóta um landið. Þýskur prófessor sannaði „með Iærdómi sínm og málsnild" að J)að væri ómögulegt að nota járnbrautir, þvi að fólk mundi fá blóðnasir og kafna af loftþrýsting undir eins og J)að færi yfir landið með 25 kíló- metra hraða. Þegar Westingliouse,? sem upp- götvaði vacum-hemilinn, kom til auðkýfingsins Vanderbilts til l)ess að fá hjá honum fjárstyrk, var hann rckinn út með þeim ummælum, að Vanderbilt hefði ekki tíma til að tala við flón. Þeir, sem lánuðu Hobert Fulton peninga til þess að vinna að gúfuf- skipinu, sem hann var að smíða þá. kröfðust þess af honum, að hann segði engum frá, að þeir hefðu lán- að honum, þvi að fólk mundi skop- ast að þeim, ef það frjetti. að þeir eyddu fje í slíka flónsku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.