Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 6
(i F Á L K 1 N N Ríki Anderson 60B SAMTÍMRINMR PÍEadEr síDraömiralI Maðurinn, sem stjórnar þýska her- flotanum í styrjöldinni við Breta og Frakka og tókst að sökkva 528.000 smálestum fyrir óvinum sínum og 2(i(i.OOO smálestum fyrir hlutlausum þjóðum fyrstu fjóra mánuði stríðs- ins, heitir Erich Raeder og er fædd- ur í Wandsbeck, skamt frá Ham- horg, árið 1870. Hann lagði i’d á hernaðarbrautina 18 ára gamall, er hann gekk inn i sjóhernaðarskólann, vr.rð liðsforingi 21 árs, var síðan um hríð liðsforingi á gamla „Deutsch land“ og fór svo á sjóhernaðarhá- skóiánn. En 34 ára varð liann stýri- maður á „Hohenzollern“, þýska keisaraSkipinu, en var höfðuðsmað- ur er heimsstyrjöldin hófst. Raeder liefir einkum getið sjer orðstír fyrir endurreisn flotans, sem Þjóðverjar hafa bygt eftir heims- slyrjöldina og sjerstaklega eftir að Hitler tók völd. Hann á mestan þátt inn í „vasaorustuskipunum“ svo- nefndu, „Deutschland“, „Graf voh Spee", „Admiral von Scheer" o. s. frv.. sem stóðu framar öllum öðr- um herskipum á þeim tíma, í hlut- l'alli við stærð. Raeder varð. aðmíráll 1922 og fcrinaður flotaráðsins 1928. Hann kyntist Hitler skömmu síðar og varð honum handgenginn. Og i apríl síðasta ár var hann skipaður stór- aðmíráll, en þá tign hefir enginn haft í Þýskalandi síðan von Tirpitz, sem var hæstráðandi þýska flotans 1914—18. Raeder er óvenjulega fjölmentað- ur af hermanni að vera. Hann er t. d. heiðursdoktor háskólans i Kiel og hefir saniið stórt rit um sjóhernað- inn 1914—18, sem talið er svo hlut- laust og sannsögult, að ýmsir telja ]>að bestu heimildina, sem til sje um sjóhernaðinn í heimsstyrjöld- inni. Og yfirleitt er Raeder mikið prúð- menni og laus við allan hermensku- þótta, sem einkennir svo marga hátt- setta menn. Hann virðir andstæð- inga sína og getur sett sig í fótspor þeirra, stríðið er í hans augum í- þrótt og hann telur það æðsta boð annara þjóða, ekki síður en sinnar eigin, og virða ættjörð sína og frelsi. í heimsstyrjöldinni tók hann með- al annars þátt í orustunni við Jót- landssíðu. Var hann þá á herskip- inu „Moltke", sem ráðsforingi hjá Hippeer aðmírál, en núverandi and- stæðingur hans, Sir Charles Forbes, var á „Tron Duke“ hjá Jellicoe. Það ei eigi útsjeð um, hvort þeir eiga eftir að hittaasl aftur, sem hæstráð- endur hvor á sínum flota. Þjóðverjum hefir verið mjög hug- að um að eignast flugstöðvar í At- lantshafi, alt frá íslandi til Patagon- j'u. Kváðu þeir hafa fengið leyfi hjá Spánverjum til að byggja flughafn- ir og -velli á eyjunni Anno Bon, sem liggur vestur af Afríku, í Guineaflóa, en þangað er 19 stunda flug frá Am- eríku, en 7250 km. i loftinu frá Berlín. Annabon er eldfjallaeyja, að- eins 18 ferkm. að stærð og mjög fjöllótt, svo að það kostar mikið að gera flugvöll þar. En hún liggur í skipaleið og þar er ágætt loftslag, gott vatn og mikill gróður. Portúgall- ar l'undu eyjuna tuttugu árum áður en Columbus fann Ameríku og skírðu liana Anno Bon (gott ár), því að hún fanst á nýársdag. Áttu þeir hana í 300 ár en 1778 fengu Spánverjar hana ásamt fleiri eyjum í Guineaflóa. Þarna á eyjunni eru um 1200 manns, langflest svertingjar og er sagt, að þeir sjeu afkomendur fólks af þræla- skipi, sem strandaði þarna á 16. öld. T Á, hann ríki Anderson, hann á ^ gott,“ sagði fólkið. „Hann hefir nóg fyrir sig að leggja og meira en það. — Voru það ekki fimm hundr- uð þúsund, sem hann taldi fram sem eign í fyrra?" „Jú, og tuttugu og fimm þúsund króna tekjur.“ „Já-á, þá er vist óhætt að ætla honum talsvert meira, því að hans nótar telja sjaldnast fram alt, sem þeir eiga.“ „Að einn maður búi í öðru eins stórhýsi og hann hefir! Það er að minsta kosti rúm fyrir tvær stórar fjölskyldur þar!“ „Já, og auk þess á liann stóran kofa uppi í fjöllum." „Já, sá sem gæti látið sjer líða eins vel og honum gerir.“ Hann fjekk að heyra það sjálfur einn daginn þegar hann fór heim af skrifstofunni, heyrði það úr mannþyrpingunni á götuhorninu: ,.Já, liann ríki Anderson á gott!“ „Já, ef manni liði eins vel og hon- um!“ Anderson brosti ofurlitið um leið og hann gekk hjá, brosið sást varla ]iað var kynlegt og sorglegt bros. Hann lá andvaka lengi fram eftir nóttu og hugsaði um það: „Sá, sem ætti eins gott og hann ríki Ander- son!“ Hann gat ekki varist brosi, er hann bylti sjer í rúminu. Hann hafði orðið þess var fyr, að fólk öfundaði liann, en hann hafði aldrei heyrt það eins berlega og núna. Það voru fleiri en einn, bæði kaupsýslumenn og aðrir, sem voru súrir í garð unga Svíans, sem kom í plássið og setti þar upp vefnaðar- vöruverslun, sem varð víðfræg um næstu bygðarlög. Fáa vini hafði hann eignast fyrstu árin, sem hann var þarna, og ekki hafði þeim fjölg- að með árunum. Hann var og varð framandi, þó að hann hefði átt þarna heima í 30 ár. Anderson var ættaður einhvers- staðar úr Norður-Sví]ijóð, svo mikið vissi fólkið. Og svo vissi það lítið meira um hann. Hann var ekki Jiannig gerður, að hann væri að glopra öllu út úr sjer. En þeim mun áfjáðari voru bæjarbúar að skálda æfisögu lians. Hann var kominn af forríku fólki — höfðu þeir sann- frjett. og varð ríkari með hverjum deginum. Þvi að verslunin dafnaði vel. En hljedrægni hans og það’, hvað hann umgekst lítið annað fólk, kom af því, að hann sat altaf við að telja peningana sína og athuga spari- sjóðsbækurnar. . . . Þarna lá hann og var að hugsa um liðna æfi. Hann hafði unnið og stritað meira en gerist — og hafði haldið, að með því móti gæti hann gleymt einhverju. Ó, já — stundum hafði honum tekist að fjarlægjast ofurlitið ]iað, sem nagaði sál lians sí og æ. En svo höfðu endurminn- ingarnar ásótt þcim mun meira hitt veifið. „Sá sem ætti eins gott og hann ríki Anderson!“ — Fólk gat sagt nógn rnikið, þegar það vissi og skildi nógu litiði. Hiinn mintist æs'ku sinnar langt norður í Svíþjóð. Það liöfðu verið bjartir og unaðslegir dagar, margt til skemtunar og margar gleði- stundir i hópi kátra pilta og friðra stúlkna. Kalli Anderson í krambúðinni hafði verið einskonar foringi æsku- lýðsins i bygðarlaginu. Hann var sá ærslafengnasli — ef til vill sá greind- asti líka, og altaf hrókur alls fagnað- ar og hafði sífelt eitthvað skemti- lcgt á takteinum. Hann hafði trú- lofast ríkri bóndadóttur og framtið- in virtist svo óumræðilega björt. Að- e'ins eitt voru þau ósátt um: hann drakk og hún krafðist þess, að hann hætti því. En hann vildi ekki skilja við fjelagana vegna hennar. Eilt kvöldið höfðu þau orðið alvarlega ósátt út af Jiessu. Hann drakk og drakk, ]ió að liún grátbændi hann um að gera það ekki. Hann liafði tekið svo vel eftir, hvernig tárin komu fram í augun á lieniii. En fje- lagarnir æstu liann gegn „pilsavald- inu“, svo að hann gaf dauðann og djöfulinn í alt saman og dansaði alt kvöldið við aðra stúlku, sem hann svo fylgdi heim undir morgun. Nokkr um dögum síðar hafði liann farið á fund unnustu sinnar, iðrandi og sorgbitinn og lofað henni að smakka aldrei vín framar, ef hún vildi gift- ast honum þegar i stað og flytjast eitthvað langt burt með lionum. Svo höfðu þau flutst í þennan norska suðurlandsbæ og sest þar að. Hann byrjaði að versla og tókst brátt með iðju og ástundun að koma fyrir sig fótunum. Þau eignuðust barn, en það dó kornungt. Nokkrum árum siðar dó konan hans líka. Nú hafði liann lifað einn sjer i mörg herrans ár — ókunnur og fram- andi í ölhim bænum og aðeins liugsað um verslunina. „Sá sem ætti eins gott og hann ríki Anderson!" Já, fólkið vissi ekki bet- ur. Það vissi ekki það, sem hann vissi. Núna síðustu mánuðina hafði liann fengið þá flugu, að liann mætti til að fara lieim til æskustöðvanna snögga ferð. Og lijelt liann af stað, enda þótt það væri í mesta jólaannríkinu. „Nú er ríki Anderson farinn í skenitiferð'alag," sagði fólkið. „Já, ]iessir geta það. Komið og farið þeg- ar þeim líst, án þess að spyrja nokk- urn leyfis." Eligin lifandi sál í noðursænsku fjallasveitinni ]iekli ganila, gráhærða manninn þegar hann kom, rjett fyrir jólin. Og þeir, sem sáu hvernig liann hagaði sjer þóttust hafa ástæðu til að ætla, að hann væri ekki með öll- um mjalla. Hann liafði meira að segja staðið nærri því heila nótt út í kirkju- garði í dynjandi slagveðri. Hann liafði komið til gafarans og spurt eftir gröf einhverar stúlku, sem var dáin fyrir niörgum árum. Hún liafði að vísu verið fátæk vinnukona, ]iessi stúlka, en einhver mesta gálan, sem þar liafði verið í manna minnum. Svo hafði hann líka komið á sveita- limahælið og reynt að tala við hann Vitlausa-Kalla, sem var sonur þess- arar vinnukonu. En það liafði vísl ekki orðið uppbyggileg samræða — því að aldrei liafði neinn fengið ó- vitlaust orð upp úr Kalla greyinu. Ókunnur kom liann í bygðarlagið og ókunnur fór liann þaðan aftur. Hann liafði fengið upplýsingar um það sem hann vildi: hvað hefði orðið um hana og soninn hennar — og lians. Þreyttur og lúinn liafði liann komið, en þreyttari var hann ]iegar liann fór aftur. Hann hafði vonað að fá tækifæri til að bæta fyrir gand- ar misgerðir. Bn sú von liafði líka brugðist. Hún, sem liann liafði dregið svo svívirðilega á tálar i æskunni, hún hafði fengið síðustu hvíldina. Og sonur hennar — og lians — var svo algerður fábjáni, að llonum kom ekki að neinu lialdi að fá peningagjöf. Ríki Anderson dvaldi einn í litla bænum norska i mörg ár — græddi fje og var öfundaður. —---------- Einn góðan veðurdag, þegar fólkið leit í blöðin sín, las það frjett með stórum stöfum: „Anderson kaupmað- ur, sem andaðist nýlega, hefir arf- lcitt bernskusveit sína í Norður-Sví- þjóð að öllum eignum sínum — ná- lægt hálfri miljón króna. Peningun- um skal varið til ]iess að koma upp fávitahæli."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.