Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 2
r F A L Ií I N N - GAMLA BÍÓ - Þegar Honululu og Hawaii ber á góma, dettur okkur í hug vaggandi pálma — kóralrif ljettklæddar fegurðardrottningar — ukulele og Hula-Huta. Því að alt þelta er þar til. Það er því sist að furða, þótt kvikmyndaleikarinn Brooks Mason (Robert Young) leiki við hvern sinn fingur og syngi: „Hæ, jeg hlakka til, jeg hoppa og syngja vil, þvi jeg er á leið til Honolulu, þar kvöldin líða löng við ljettan dans og söng, já, ganga skal það glatt í Honolulu.'1 Þetta er byrjunin á einum söng- tcxta hans (I’m on my merry way) i kvikmyndinni Ilonolulu, sem Gamla Bíó sýnir á næstunni. Brooks Mason er, eins og áðan gat, kvikmyndaleikari, mjög frægur og vinsæll. Hann er þreyttur og að- þrengdur og þarfnast einskis fremur en að fá frí frá störfum um tíma. En það vilja húsbændur hans, kvik- myndafjelögin, ómögulega veita hon- um, heldur heimta, að hann fari til New York og láti þar hytia sig af aðdáendum sínum, kvikmyndahúsa- gestunum. En hann veit, að slíkt „personal appearance“ gengur ekki hljóðalaust fyrir sig. Hann minnisl þess, að við slik tækifæri hafa að- dáendur hans stundum algerlega Aliað að sála honum með fagnað- arlátum, handtökum og faðmlögum og rithandarsöfnun. En þá legsi honum j>að til, að hann rekst á ívígengil sinn, Georg Smith frá Hawaii og það verður úr, að þeir hafa hlutverkaskifti, Smith þessi fer tiJ New York sem Brook Mason, en leikarinn heldur glaður og reifur til Honolulu. , En svona hlutverkaskifti eru oft glannalegt atferli, eins og þið kanske hafið heyrt. Og svo verð- ur einnig hjer. Stúlkuna, sem Brook Mason verður hrifinn af, leikur Eleanor Powell, sem kölluð hefir verið „besta step- dansmær heimsins,“ og t>ykir hún láta liað ásannast í þessari mynd. Og ekki eru áhorfendur sviknir um Hula-Hula dansinn í myndinni. Hann dansa yndislegar meyjar með Kealoha Holt i broddi fylkingar, en hún vann samkepni meðal Hula- dansmeyjanna á Hawaii-eyjum. Og hin frægasta allra Hawaii-hljóm- sveita, ,,Andy Iona’s Islanders“ leika undir. Myndin hefir nóg að bjóða upp á, söng, dans, fegurð og fjör. Mörg- um áhorfendum bregðast því eflaust ekki vonir, þegar þeir syngja með Brook Mason: „Ó, uppfyll mínar óskir, Honolulu. My Honolulu bythe coral sea“. ? - HVER ER MAÐURINN - ? Hjer birtist siðasta myndin í þessari vinsælu getraun Fálkans, og er henni þar með lokið. Fyrir rjettustu ráðn- ingarnar veitir Fálkinn þrenn verðlaun: I. verðlaun: Kr. 100.00 — sitt hundrað krónur. II. verðlaun: Kr. 50.00 — fimtíu krónur. III. verðlaun: Kr. 25.00 — tuttugu og fimm krónur. Fyrstu verðlaun verða j)ó því aðeins veitt, að öll nöfnin sjeu rjett. Ef fleiri lausnir eru rjettar, ræður hlut- kesti. Þar sem flestir lesendur Fálkans halda blaðinu saman og vilja því siður skemma blöðin með því að klippa svarmyndirnar úr, þá hefir blaðið látið prenta sjerstök svar-eyðublöð, sem lesendur geta fengið á afgreiðslu Fálkans, Bankastræti 3, Rvík, og' bjá útsölumönnum úti á landi. Einnig verða skrifuð svör tekin til greina, þótt ekki sjeu útfylt á bin prentuðu eyðublöð. Svörin verða að vera komin lil blaðsins fyrir 1. inaí, eigi þau að verða tekin til greina. Hver verður mannglöggastur? ! - NÝJA BÍÓ - Shirley Temple skókar flestum kvikmyndastjörnum, sem eldri eru en hún, um frægð og vinsældir. Ailsstaðar þar sem kvikmyndir eru sýndar er hún eflirlætisgoð barn- anna, og jafnvel í sveitum, þar sem börnin hafa aldrei sjeð kvikmynd, er jiessi unga leikkona þekt, myndir af henni eru á hverju strái. Shirley Temple-bækur, ævisaga hennar og leiksögur, hafa orðið býsna fjöl- lesnar nú á siðustu árum, jafnvel hjér á íslandi. En það eru fleiri en börnin, sem dá listakonuna korn- ungu. Sbirley Temple er eftirlætis- goð margra fullorðinna, sem yndi hafa af börnum og sem hrifist hafa af leik liennar. Enda er hún ein- stæður ieikari, hýr, innileg og skemtileg, altaf barnsleg, þrátt fyrir iirðug hlutverk og mikinn vanda. Nr. 25 Maðurinn er Frú Giumhildur Bjarnadóttir, Skálholti í liafnarfirði, varð sjötug 27. þ. m. INDÍÁNARNIR HEIMTUÐU HÆRRA KAUP. í myndinni „Kyrrahafshraðlestin", sem Cecil de Mille tók fyrir Para- mount, leikur Barbara Stanwyck unga stúlku, sem verst Indíánum er þeir gera atlögu að járnbrautarvagni sem hún er í. Meðal vopna hennar er kústur og leikstjóranum þótti hún ekki nota hann nógu eftirminnilega, og sagði Barböru, að hún ætti ekki að dangla heldur berja. Atriðið var tekið upp aftur og nú notaði Barbara kústinn svo eftirmininilega að allir Indíánarnir lögðu niður vinnu og neituðu að lijálpa til nema þeir fengi 10 dollurum hærra kaup á mann, fyr- ir að Iáta Barböru berja sig. Svala í geddumaga. Það er ekki óalgengt, að fuglar veiði fisk, en hitt er sjaldgæfara, að fiskar veiði fugla. Það þykir því tíðindum sæta, að i maga á 9 kg. þungri geddu, sem veiddist í Ljusnan í Svi])jóð nýlega, fanst svala. Hún hafði verið að veiða flugur yfir vatnsborðinu en geddan náð í hana og gleypt. Geddan er hið mesta rán- dýr og eru dæmi til þess, að hún hafi jetið mýs. Öllum Shirley Temple-dáendum hlýlur að vera það mikið fagnaðar- efni, að bráðlega sýnir Nýja Bíó til- komumestu myndina, sem Shirley Temple hefir leikið í. Það er Litla prinsessan, sem tekin er með »eðli- legum litum. Myndin gerist í Englandi á þeim tímum er Búastríðið stóð yfir. Crewc kapteinn er einn þeirra lier- manna, sem verða að kveðja heim- ili sín og fjölskyldur og halda til vígstöðvanna. Hann er ekkjumaður, en á litla dóttur, Söjru. Hann á einskis annars kost , en að koma henni fyrir i heimavistarskóla fyrir telpur. Forstöðukona skólans er Miss Minchin, nískur kvenmaður og fje- gráðugur. sem gælir við Söru og lætur alt eftir henni meðan hún fær vel borgaðan dvalarkostnað hennar, en snýr algerlega við blað- inu, þegar bobbi kemur í bátinn. En Sara litla eignast allsstaðar vini, sem gera henni lífið bjartara og betra og að lokum rætist fram úr vandræðunum. í myndinni sjáum við í draum- heim litlu stúlkunnar og kynnumst daglegum háttum hennar og hugs- unum. Auðvitað eru ástaræfintýri fljetl- uð inn í myndina. Sara litla er þar milligöngumaður elskenda, sem á að stía sundur. Ruslið er ekki verðiaust. Það er ótrúlegt, hve tuskukörlun- um í París verður mikið úr ruslinu, sem þeir tína saman á götum heirns- borgarinnar. Á hverjum degi safna þeir rusli fyrir 35.000 krónur. Það er flokkað og selt tii ýmsra þarfa. Allar tuskur fara ýmist í pappirs- myllurnar eða klæðaverksmiðjur, glerbrol og flöskubrot eru mulin i salla og notuð i smergilpappa, úr beinum er malað beinamjöl eða þau eru notuð í hnifasköft og þvium- líkt, ef þau eru nógu stór til þess. Hárið, sem til fellur á rakarastofun- um er notað sírópssíur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.