Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Hvítii' menn hafa orðið fyrir margvislegum óþægindum í Kina-styrjöldinni, Japanir hafa þjarmað talsvert að j)eim. Hjer ú myndinni sjest Evrópufólk vera að koma sjer undan u almenningsbifreið, en fast við veg- inn eru gaddavírsflœkjur hermannanna. Hermaður i Kina. bað er í frásögur fært, hve svívirði- lega var farið með breska borgara í Kína í sumar sem leið, einkum eftir að Japanir umluktu enska hverfið í Tientsin. Ensk kona, Ellen Green, sem sjálf var þar eystra, segir frá aðbúðinni í þessari grein: »HVÍTU DJÖFLARNIR« í KÍNA þAÐ var morguninn 14. júlí, að jeg varð fyrst vör við, að veðra- brigði voru í lofti. Þegar þjónninn minn, Chu-Li kom inn með teið sagði bann: — beir Japanir, hermennirnir, hafa sett varðhring með mörgum hermönnum kringum hverfið. Þeir segjast skjóta alla enska hsien-seng (menn). Þegar Jiann var farinn sendi jeg eftir Kínverska brytanum mínum. Hann sagði, að Chu-Li liefði sagt satt og tveimur timum síðar fjekk jeg það enn staðfest, af tveimur kunningjum, sem komu i heimsókn. Þeir töldu mig á að flýja til Changhai, en áður en jeg tæki það úrræði, vildi jeg sjá hverju fram yndi. Húsið mitt í Tien- sin var rjett lijá vopnabúrinu, ekki nema fimm mínútna gangur á milli. Jú, alveg rjett. Þarna voru komnar víggirðingar og fjöldi af japönskum hermönnum með stingi á byssu- hlaupunum og allskonar vígbúnað annan. Þeir glottu illkvitnislega í livert skifti sem jjeir sáu Englending. Jeg sá ekki nema eina skýringu á þessu: að Japanir væru komnir í stríð við England. Púðurtunnan í Evrópu sprungin og Japanir veittu öxulveldunum Jið. En þegar jeg liitti kúnningja minn, Eric Mayell skömmu síðar, sagði hann mjer, að ensku skipin lægju enn ósködduð í Haiho- fljóti og bætli því við, að þegar hann hefði hlustað á stuttbylgjuútvarpið frá Englandi liefði ekki verið minst einu orði á stríð. „Svo við höldum friði ennþá,“ sagði hann og bætti því við, að hann ætlaði að taka mynd af japönsku hermönnunum á alþjóða- brúnni. Jeg aðvaraði hann. Japönum var illa við hann og þeir liöfðu sínar ástaiður til þess. Hann var sjón- arvottur að því læg- ar ráðist var á am- erikanska fallbyssr bátinn „Panay“. Stóð á þilfarinu á skip— inu og gat «áð í nokkrar ljosmyndir, ■sem sönnuðu, að Jap anar liöfðu ráðist á skipið að yfirlögðu ráði. En aðvaranir mín- ar stoðuðu ekki. Hann hjelt til brú- arinnar í sælli ó- vissu um, að innan skamms átti hann að verða fórnarlamb „1. þáttar“ í Tien- sin. Hann var hand- tekinin á brúnni á- samt Low majór og varð að þola ýmis- legt misjafnt. Síðdegis tók jeg vegabrjefið mitt og fór í lieimsókn til stúlku í franska hverfinu. Hún lá í mýraköldu. Það er setning í vegabrjef- unum, sem jeg hefi altaf verið hreykn- ari af en öllu öðru: „.... mælist til og leggur fyrir í nafni Hans Hátignar, að allir, sem jjetta lesa Kinverskur leikuri. láti eiganda vegabrjefsins fara frjáls- an og óhindraðan". Fólk, sem ekki hefir dvalið hjer eystra, gerir sjer elcki grein fyrir, hvað felst í þessum orðum, fyrir okkur. Enskt vegabrjef er í rauninni persónuleg 'trygging okk u,- til handa. Það verndar okkur með öllum })eim mætti, sem enska heims- veldið hefir. Jæja, jeg stakk vegabrjef inu i töskuna og fór. Japönsku her- mennirnir ljetu mig fara út úr hverf- inu umyrðalaust. Tveimur tínnim síðar, þegar jeg kom aftur, stóð löng halarófa af Englendingum við alþjóðábrúna. Margir þeirra höfðu staðið þarna meira en klukkutíma í steikjandi sólskini og beðið þess að fá að komast inn i hverfið. Þetta voru eingöngu Englendingar. Fransk- ir og þýskir borgarar og enda amer- ikanskii- líka, fengu að fara hjá um- yrðalaust, en vegabrjef hvers einasta Englendings var rannsakað grand- gæfilega. Jeg varð að bíða þrjá tíma eftir að fá að komast inn. Þetta var fyrsti fyrirboði þéss, sem koma skyldi, en jeg tók eftir, að þessa fyrstu tíma voru japönsku her- mennirnir óákveðnir og deigir. Þeir fundu, að þeir voru á hálum is og þorðu ekki að horfa í augun á Eng- lendingunum. Ef Bretar hefðu komið fram með festu þegar i stað, mundi allur ósóminn aldrei hafa skeð. Jap- anir hefðu afsakað þetta með brosi og sagt, að það væri bygt á misskiln- ingi, eins og þeir höfðu gert svo oft áður. En stjórnin í London þagði og hafðist ekki að. Og að kínverskum kúlíum ásjáandi fóru japönsku her- mennirnir óvirðulegar með enska borgara en við höfðum nokkurntima sjeð þá farn með Kinverja. — — —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.