Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 UJ UJ I - Jurtakynbætur nútímans - I eftir Áskel Löve lll. Litnisfjölgun. Langyngsta aðferðin, sem notuft er við jurtakynbætur núlímans, er margföldun lit])ráðatölurnar. Lit- þræðir eru örlitlir stafir eða þræðir, sem finnast í kjörnum allra fruma allra æðri vera, og við þessa þræfti er ættgengi þeirra þátta, er valda myndun ýmissa eiginleika, buridið. Hver einstök tegund jurta og dýra hefir vissan fjölda þessara þráða í l'rumum Hkamans; maðurinn, slóð- íglan og kartaflán hafa t. d. 49, maísplantan 20, rúgurinn 14, hunda- súran 42. Þessi vissa litþráðatala er í öllum fruniukjörnum líkamans, að kynfrumunum einum undanskild- um, en í þeim er aðeins helmingur hinnar ákveðnu tölu. Maðurinn verð- ur til dæmis til við samruna egg- frumn með 24 litþráðum og sáð- frumu, sem líka hefir 24 iitþræði. Hin nýja fruma, sem hefir 48 lit- þræði, skiftir sjer síðan ótal sinn- uin og myridar nýjan einstakling. Við myndun kynfruma hans verður lilþráðafjöldinn aftur helmingi lægri. og svo koll af kolli. A máli erfða- fræðinnar er sagt, að kynfrumurnar sjeu einlitnar (liaploid), en aðrar fiuinur líkamans tvílitnar (diploid). Hjá jurtunum hefir mönnum tek- isl á ýmsa vegu að fjölga lijjiráðum líkainans um helming, svo að fram fást tegundir, sem eru fjórlitnar (tetroploid), eða með fjórfalt fleiri litþræði en i venjulegum kynteg- undum. Þannig hefir Miintzing í Svalöf t. d. fengið fram hyggplöntur með 28 litþráðum í stað 14 venju- lega og Nilsson Elile hefir á likan hátt fengi.ð fram eplatrje með 76 litþráðum i stað 38 venjulega. Auðvitað kemur þetta fyrirbrigði einnig fyrir úti i náttúrunni, enda var það uppgötvað á viltum jurtum fyrst. Og þá strax fundu menn, að öll líffæri þessara fjöllitnu tegunda eru venjulega helmingi stærri en hjá tvílitu jurtunum, auk þess sem vöxt- urinn og vaxtarhraðinn eru oftast nær meiri. Þessvegna beindist áhugi jurtakynbótanna fljótt að fjölgun lit- þráðanna. Fn þar eð ýmsir miður æskilegir eiginleikar, eins og t. d. minni frjósemi, fylgja oft í fótspor þessa fyrirbrigðis, hafa vísindin ekki vera á einu máli um þýðingu þess fyrir kynbætur jurtanna. — Vandamálið var líka erfitt mjög, þvi að allar meiri háttar rannsoknir í ]iví voru óframkvæmanlegar, ]>ar eð vísindin þektu aðéins örfáar óviss- ar aðferðir til að fjölga litþráðun- um með. En fyrir tæpum þrem árum síðan breyttist alt til betri vegar, þvi að þá fundu men sjerstakt efni, „col- chicin", sem hægt er að nota til að fjölga litþráðum jurtanna með auðveldlega og fljótt. Siðustu tvö árin hefir þvi verið tvöfölduð tala litþráðanna í fjölda jurta, þar sem áður höfðu aldrei fundist fjórtit af- brigði. Og með aðstoð þeirra munu visindin fá prýðilega reynslu næstu árin af þýðingu litnisfjölgunar fyrir kynbætur nytjajurtanna. Rannsóknir síðustu ára hafa þó leitl í ljós margt, er skýrir gildi þi ílitninganna (triploid) fyrir þjóð- arbúskap ýmissa landa. Þrílitning- arnir liafa oftast nær orðið til á þann hátt, að tvær kynfrumur, önn- ur eðlileg, en hin með helmingi hærri tölu litjn'áða en venjulegt er, liafa runnið saman. Stærð allra tíf- færa ])eirra er oftast mitt á inilli stærðar tví- og ferlitninga, og oft er stærft heildarinnar enn meiri en ferlitninganna. Frjósemi þeirra er tjeleg mjög, svo að þeir eru aðeins nothæfir, ef fræburðurinn er lítits- virði fyrir nýtingu þeirra. Og menu vænta sjerlega mikils af þrilitnum skógartrjám og ávaxtatrjám. Hjer um hit fjórði hluti allra rækl- aðra eplategunda eru þrílitningar, en öririur eplatrje aðeins með tvö- falda litþráðatölu kynfrumanna. — Þrílitnu tegundirnar eru yfirleitt betri en þær tvílitu, þær vaxa hraft- ar, hera stærri aldin, sem geymast betur og eru C-fjörefnisríkari o. s. frv. Það, að ekki er meira ræktað af þrílitnu tegundunum en raun er á, stafar aðallega af því, að þrítitn- ingar verða svo sjaldan tit, eða í meðaltali í eitt skifti af 50.000. Með aftstoð colchisins munu vísindin nú auka mjög tölu þrílitnu tegundanna á þann hátt, að fyrst eru búin til fcrlitn eplatrje og þau síðan víxl- frjóvguð með frjói af tvilitnum feg- undum. Og afkomendurnir verða þá allir þrílitnir, af því að 2 +4 : 2 = 3, svo að unt verður að fá fram óendanlega mikið af þrilitnum epl- um næstu áratugi. Það er auk þess alt útlit fyrir, að þrilitningar eigi mikla framtíð fyrir sjer lijá trjám, sem aukin eru með rótarsprotum eða afkvistum. Árið 1935 fann Nilsson-Ehle liina svo- nefndu risaösp á Skáni. Hún er þrí- litningur og með öll bestu einkenni þeirra: hraðan vöxt, breiða árs- hringi, dökkgræn, stór blöð, bein- vaxinn stofn og mikla þolni gegn sjúkdómum. Og bein afleiðing af uppgötvun risaasparinnar eru liin- ar víðtæku tilraunir, sem nú er ver- ið að gera á skógskynbótastöðinni í nánd við Svalöf, þar sem reynt er að fjölga litþráðum fjölda ættingja blæasparinnar, til að auka vöxt trjánna fyrir pappírsiðnað og eld- spýtnagerð. Litnisfjölgun hjá tegundabastörðum. Tegunoabastarðar eru þeir hast- arðar nefndir, sem koma fram við víxlfrjóvgun tveggja nær- eða fjær- slcyldra tegunda. Oftast er erfitt að fá þá fram, og þegar það er gert, bætist nær ætíð við, að þeir eru ófrjóir að mexra eða minna léyti. Litnisfjölgun hjá þessum ófrjóu jurtum gerir það alloft að verkum, að þær verða fyllilega frjóar. Slíkir fjöltitnir tegundabastarðar eru ofl- sinnis kröftugir mjög, þar eð þeir bera flestir, -— auk hinnar háu lit- þráðatölu, — öll einkenni liins fýrnefnda „heterosis“-fyrirbrigðis. Og andstætt allri annari reynslu lielst „heterosis“-verkunin óbreytt hjá þeim við kynæxlun, svo að eng- inn efi er á því, að þýðing þeirra við jurtakynbæturnar á eftir að auk- ast mjög. Ýmsar hinna mikilvægustu nytja- jurta nútímans eru tatdar vera teg- undab.astarðar með tvöfaldri lit- þráðatölu, og þó sjerstaklega hveiti, hafrar, jarðarþer (ræktuð), plómur og sykurreyr. Litnisfjölgun hveitis- ins hefir orðið löngu áður en sögur hófust, svo að vísindin styðjast enn, sem komið er, aðeins við getgátur um það, hvaða jurtir hafi verið for- feður liins ræktaða liveitis. En við- víkjandi uppruna t. d.. plómutrjánna er all betur þekt, þar eð mönnum hefir tekist að fá fram trje, sem líkist mjög j’æktuðum plómum, með ]>ví að víxlfrjóvga saman tvær teg- undir af plómuætthvíslinni (Prunus) l>etta eru herteknir pólskir her- menn, sem raða sjer upp í þýsku fangabúðunum og bíða eftir að fá matarskamtinn sinn. og tvöfalda litþráðatölu bastarðsins. Skömmu eftir miðja siðustu öld, eða nánar tiltekið um 1870, fundu menn einhversstaðar við Englands- strendur áður óþekta grastegund, flæðigras (Spartina Townsendii), sem hefir síðan dreifst mjög sökum ])ess, hve vel hún flýtir fyrir þurk- up flæðilanda, því að hún vex aðat- lega í fjöruborðinu og skýtur þjett- um rótum i allar áttir. Að útliti til var þessi nýja tegund milliliður milli tveggja áður vel þektra teg- unda, Spartina stricta og Spartina alterniflora. En hún var miklu kröft- ugri að öllu leyti, svo að hún út- rýmdi sriiáin saman báðum hinum tegundunum, þar sem þær uxu á sama stað viltar. Frumufræðileg rannsókn hefir leitt í ljós. að Spart- ina stricta hefir 56 lit])ræði, Spart- ina alterniflora 70 og hin nýja t'eg- und 126, eða 56 + 70 litþræði. Samkvæmt því er varla nokkur vafi á þvi, að flæðigrasið hefir orðið til við víxlfrjóvgun milli ])essara tveggja tegunda með litnisfjölgun auk þess, því að ef litnisfjölgun liefði ekki átt sjer stað í bastarðnum, myndi litþráðatala hans hafa orðið 56 + 70 : 2 = 63. Flæðigrasið er að ötlum likindum lítið' eldra en fyrsti fund- ur þess, því að foreldrin eru ættuð sitt frá hvorri heimsáífunni, eða frá Englandi og Ameríku. Sú siðar- nefnda hefir að öllum líkindum ckki komið fyr en seint með skip- um lil Evrópu, og þá fyrst var grundvöllurinn að sköpun flæði- grassins fenginn. Tegundabastarðar með litnisfjölg- un hafa komið fram tugum saman við ýmsar fræðilegar tilraunir hin síðari ár. Og' fjölmargar kynbóta- stöðvar vinna sem stendur ákaft við að leysa ýms vandamál kynbótanna með aðstoð litnisfjölgunar hjá teg- undabastörðum, og 1)6 fyrst og fremst í sambandi við liveitið, sem liægt er að vixlfrjóvga með ýmsum tegundum annara ættkvísla, eins og lil dæmis rúg og villiliveiti (Agro- pyrum). Tilraunir með víxlfrjóvg- un rúgs og hveitis hafa alllengi verið gerðar í allstórum stíl. Báðar þessar korntegundir hafa sína kosti, rúgurinn er harðgerður og nægju- samur, tórsterkur og hæfir illgresi atlvet, en hveitið er betra að gæð- um til bökunar. Og sem stendur er alt útlit fyrir, að innan skamms verði unt að rækta í stórum stíl rúghveiti, sem þá er orðið að nýrri korntegund, jafn sjálfstæðri og hveiti, rúgur, hafrar og bygg eru nú. Þeim vixtfrjóvgunum, sem gerðar eru með hveiti og villihveiti, lítur í Englandi gegnir kvenfólk störf- uin karla eftir því, sem við verður komið. Þessi s'túlka er t. d. bílstjóri Hore Belisha hermálaráðherra. sem stendur út t'yrir, að mikill á- rangur fáist að í náinni framtíð. Og ef alt fer að óskum, bendir margt til þess, að árangrar þeirra tilrauna verði til að bylta atgjörlega allri hveitirækt ókominna ára. Vitli- hveitið er náskylt ræktaða hveitinu og var fyrr á tímum talið til sönni ættkvíslar og það, svo að iniklu auðveldara er að fá fram bastarðá milli þeirra en milli hveitis og rúgs. Auk þess eru tegundir villihveitis- ins afarmargar, svo að t. d. í Rúss- landi einu eru til á annað hundrað tegundir, sem eru óneilanlega prýði lcgur stofn fyrir hveitikynbætur næstu áratuga. Og meðal þessara tegunda eru til eiginleikar eins og t. d. gífurleg þolni gegn kulda og þurrki, litlar kröfur til gæða jarð- vegsins, svo að sumar þeirra vaxa prýðilega í óræktuðum mýrum og sandi, ónæmi gegn ýmsum svepp- um, sem sækja annars mjög á hveitið, og síðast, en ekki sist þær eru fjölærai': Auk þessa eru til tegundir, sem bera korn, sem sjer- tega vel bökunarhæft mjöl fæst úr, svo að öllu samaulögðu er ekkert kynlegt, þótt margir vísindamenn geri sjer góðar vonir um ræktun bastarða milli liveitis og villihveit- is, er timar líða fram, enda eru þeir árangrar, sem þegar eru fengn- ir, bæði jákvæðir og hvetjaridi. Til dæmis kveðst einn rússneskur erfða fræðingur liafa fengið fram bastarð me'ð litnisfjölgun milli liveitis og villihveitis, sem nú þegar sje not- hæfur, sem fjölær fóðurjurt. Án þess að akrarnir sjeu plægðir, gef- ur þessi bastarður af sjer mjög mik- i'ð af grasi, sem og korn til sáning- ar á öðrum stöðum. Rótarkerfi hans er svo mikið, að hver planta mynd- ar þjctta toppa með 150—200 strám. Og þessi sami Rússi gerir sjer góðar vonir um að fá fram á næstunni aðra bastarðn með sömu eiginleik- um, en auk þess með miklu af vel bökunarhæfu hveiti, en um teið er draumur sjerfræðinganna um liveiti, sem ekki þarf að sá ár hvert til aft fá uppskeru, orðið að veruleika. Visindi erfðafræðinnar gera sjer miklar vonir um mikinn árangur af aukinni notkun þessara nýju kyn- bótaaðferða á ókomnum árum, enda sýnir reynslan, þótt lítið sje, hve miklu meira er liægt að gera með þeim en gömlu aðferðunum einum. Og þó er varla nokkur vafi á ])ví, að margar betri og futlkomnari kyn- bótaaðferðir munu koma tit notk- unar næstu áratugina, Þótt enn sjcu þær liuldar í móðu ókomna tímans. Frh.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.