Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.03.1940, Blaðsíða 5
FÁLKINN Morguninn eftir kom hersing, 50.000 kínverskra karla, kvenna og barna inn í enska liverfið.Jegstóð og liorfði á þessa lialarófu og það var önuirleg sjón. Þarna komu heilar fjölskyldur, svo aðframkomnar af lningri, að þær riðuðu á fótunum. iSIæðurnar (lrógu börnin og gátu þó varla staðið sjálf- ar. Japanir hafa gefið þessu fólki nýja stjórn, en vanrækt að gefa því mat og þak yfir höfuð'ið. Og nú koin jiað hingað. Flest var það frá Hopeli. Japönsku hermennirnir ,,örvuðu“ það með stöfum og byssuskeftmn og liróp- uðu á kinversku „bank ko“ (inn með ykkur) og „kuai tso“ (flýtið ykkur). Fyrst skyldi jeg ekki tilganginn með því að vera að reka þessa aumingja inn í enska hverfið, en það uppgötv- aðist brátt: Japanir ætluðu að koma okkur í svelti. Við' höfðum vistir af skornum skamti og með 50.000 manns í viðbót yrði ástandið óþolandi. Þarna voru búsettir 3000 Englendingar og 30.000 Kínverjar og birgðirnar af ný- meti voru fyrsta viðskiftabannsdag- inn: 10 kg. lambakjöt, 50 kg. svína- kjöt, 45 kg. nautakjöt og 500 kg. af gænmeti. Og ekki liægt að búast við nýjiun vistum. Eftir þrjá daga var hert á við- skiftabanninu. Japanskar brynreiðar voru á verði kringum hverfið og öll inngönguhlið lokuð með gaddavír. Matarleysið olli margvíslegum erfið- leikum. Búðirnar lokuðu og fólk safn- aðist í stórhópa þar, sem nokkurs matar var von. Kínverskir götusalar fengu ekki að koma inn í hverfið. Tveir Kinverjar, maður og 14 ára sonur hans, reyndu að laumast inn frá ánni, en Japanar sáu það og skutu á þá og drápu háða. Annar Kínverji var drepinn við alþjóða- bnina sama dag. Likið var látið liggja ólireyft i þrjá daga, öðrum til við- vörunar. Siðdegis þann dag varaði enski konsúllinn, mr. Jamesson alla við því, að fara út úr hverfinu. Hvít- ir menn voru fangar í þeira eigin hverfi — í fyrsta skifti siðan í hox- arauppreisninni um aldamótin. Kvöldið 20. júni fengum við að vita, að Japanar hefðu hleypt raf- straum á gaddavírsgirðingarnar. Þá liafði verið skorið á allar símaleiðsl- ur milli enska og franska hverfisins. Morguninn eftir frjetti jeg, að lækn- arnir stóðu ráðþrota uppi af því að þeir fengu ekki mjólk handa sjúkra- húsunum tveimur i hverfinu. Jeg af- rjeð að reyna tið ná í mjólk. Þegar jeg ók út úr hverfinu í bif- reiðinni minni gerðu Japanar ekkert til að hefta för mina. Klukkutíma sið- ar kom jeg aftur með nokkrar mjólk- urflöskur. Þá stöðvuðu varðmennirn- ir mig og sögðu mjer að fara út úr bifreiðinni. Japanskir skeggkarlar. Japönsku ag kinversku hermennirnir eru þrautseigir og þurftarlitlir. Jeg hlýddi. inðsforingi kom að og fór að skoða mjólkurflöskurnar. — Þær eru handa sjúkrahúsinu, sagði jeg. — Handa veikum börnum! — Jeg skil ekki ensku, sagði hann jijösnaiega og sneri sjer að gömlurn Englendingi og nú heyrði jeg að Kínverja nóg vel til þess að vita, i livaða hættu hún var stödd. Hún hrópaði af skelfingu og barðist við jttpanska lögreglumanninn, sem nú var farinn að „rannsaka" hana og hagaði sjer á svívirðilegasta hátt. Henni lá við að sleppa sjer. Loks Ópíumnaútn er mjög útbreidd i Kinu. Hjer sjúst kínverskar stúlkur, fje- lagar í fjelagsskap, sem berst gegn ópíum-nautn, vera að festœ upp hvatningarorð gegn þessum lesti. hann talaði ensku reiprennandi við hann. Þrátt fyrir mótmæli min var hver einasta flaska tekin og mjólk- inni lielt niður ,á götuna. Við hliðina á mjer stóð ung og falleg stúlka. Jeg segi ekki livað liún hjet. Faðir hennar er kunnur læknir hjer eystra. Hún neitaði að opna töskuna sína. Jaþanskur lögreglumað- ur þreif þá af henni töskuna og barði hana svo um leið, að hún riðaði. Japani, sem auðtejáanlega var foringi sveitarinnar, sneri sjer þá að kín- verskum kúlium, sem gláptu á, og sagði við þá orð, sem er ekki hægt að endurtaka á þrenti. Kúlíarnir hlógu og einn þelrra sagði: „Ai yn, c’heo si la“ (nei, hún er ekki of ljót). Annar kúlíi færði sig skrefi nær henni. Og svo annað skref til. Stúlkan þekti Amerikanskur trúboðsskóli i Kina í rústum eftir japanskar sprengjur. greip liann í liandlegginn á henni og hrinti henni inn í liliðið. — Nú máttu fara, livíti djöfull! sagði hann. Svo sneri liann sjer að mjer. — Rannsakið liana! hrópaði liann og nefndi kínverskt nafn. Göm- ul og skítug kerling kom út úr tjaldi rjett hjá. — Rannsakið þessa konu, sagði liann við kerlinguna. Jeg var látin fara inn í tjaldið og skipað að færa mig úr liverri spjör. Hver flík var grandskoðuð. Tjaldið stóð liálfopið og Kinverjarnir, sem voru á vakki fyrjr utan stungu inn hausunum og gerðu klámfengnar athugasemdir. Loks fjekk jeg að klæða mig aftur. Er jeg kom út úr tjaldinu sá jeg enn einn niðurlægingarfyrirburð. Tveir Englendingar höfðu verið látnir af- klæða sig á miðri götunni. Látnir fara úr liverri spjör, cn kinverskir kúlíar stóðu i linapp og horfðu á. Þegnr þeir komu auga á mig litu þeir undan. Þeir sögðu ekki eitt einasta orð við Japanana, en svipnum á þeim gleymi jeg ekki meðan jeg lifi. Hann var eins og þeir væru reiðubúnir til að fremja morð.-------- Eftir tvo tíma var mjer loksins leyft að fara inn í bifreiðina. Jap- anarnir fleygðu tómu mjólkurflösk- unura inn í liana. Þegar jeg kom lieim tók jeg eftir, að mig vantaði gullarmband, sem jeg hafði verið með. I öllum þessum erfiðleikum er kín- verska kvenfólkið okkar trygðin sjálf. Ghang, yfirþjónninn minn, var ákaf- lega hryggur, er jeg kom lieim eftir athurði þá, sem jeg liefi nú lýst. Fyrst vildi hann ekki segja mjer livað að sjer amaði, en loks sagði hann mjer, að allir Ivínverjar í þjón- ustu Englendinga i hverfinu, hefðu fengið hótunarbrjef um, að þeir yrðu drepnir, ef þeir færu ekki úr vistinni hjá Englendingum. Jeg las brjefið sem Chang liafði fengið: „Ef þú ferð ekki úr vistinni lijá Englendingnum þá skulum við drepa þig láta hundana jeta hræið af þjer. Því við ætlum að útrýma emsku djöfl- unum og eyðileggja alt, sem þeir eig i. Við tökum dauða Englendinga upp úr gröfum þeirra og brennum þá. Þessvegna er þjer best að lesa þetta vandlega og hlýða því.“ Jeg bauð Chang að láta liann fara, en hann vildi ]iað ekki. Jafnframt sagði hann mjer, að bróðir hans, sem var í þjónustu kínversku lögréglunn- ar, hefði fengið líkt hrjef og eins all- ir Kínverjar aðrir í lögreglusveitinni, en enginn þeira hefði látið bugast af hótuninni. Þrátt fyrir allar hótan- ir og þrátt fyrir það, að tveir kín- verskir þjónar fundust myrtir á göt- unni einn morguninn, heyrði jeg ekki getið um eitt einasta dæmi þess, að kínverskur þjónn færi úr vistinni ]iessa daga. Maðurinn, sem fjekk mest að reyna í Tiensin var E. T. Griffitli, 2. stýri- maður á enska skipinu „Fochoxv”. Hann var settur í fangelsi. Þegar enski sendiherrann í Tokio mótmælti handtökunni heimtaði japanska ut- . anríkisráðuneytið, að Griffith gerði skriflega „játningu" áður en hann yrði látinn laus. Jeg liitti Griffith nokkrum klukku- tímum eftir að hann var látinn laus. Útlit hans bar japönsku rjettlæti slæman vitnisburð. — Þetta eru drísildjöflar, þessii- Japanir, sagði liann. Það var Ijótt að sjá liann. Andlitið bólgið og liendurnar plástraðar og illa útleiknar. — Jeg gerði ekki annað en að mót- mæla, liegar mjer var neitað um að Framh. á bls. ík. Kínversk hefðarmær á skemtigöngu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.