Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórav: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: A n l o n S c h j ö t s g a d e 14. BlaSið kemur út hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. AUar áskriftir greiðist fyrirfram. Aaglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Það eru fáar guðs gjafir svo góð- ar, að ekki megi misnota þær. Það er t. d. dýrmætt að hafa tungu í munni og geta gert sig skiljanlegan. En stundum er það svo, að þegar maður heyrir málugt fólk þvæla fram og aflur sjálfum sjer til skaða og skammar og öðrum til ama og lineykslunar, að manni kemur í hug, hvort fóiki þessu kæmi jrað ekki betur að upp i það yrði stungið varanlega, svo að það þar eftir gæfi sjer tíma til að nota eftirtektargáf- una (ef einhver er) hetur. Því að þá gæti það notað augun meira en hvílt talfærin. Það er eins og sumt fólk geti al- drei stilt sig um að kjafta fram í alt, livort sem það kemur því við eða ekki, hvort sem það liefir einhverja nasasjón af málefninu eða hefir ekki minsta skynbragð á það. Það lilýtur annaðhvort að stafa al’ þvi, að fólk þetta ofmetur sjálft sig, heldur að flestir hlutir i þessum heimi snúist um s'ig, svo að því beri þá líka skylda til að skifta sjer af öllum hlutum, eða þá að það er að breiða yfir ómerkileg lieit sjálfs sín, •— viljandi eða óviljandi.vanmetakendin knýr það j)á lil að láta sem mest á sjer bera, til liess að minna beri á því, hve innantómt það er og skoðanalaust. En hvað sem því líður þá getur svona fólk verið stórhættu- legt. Eins og t. d. nú standa sakir fyrir þjóð vorri er lausmált og kjöft- ugt fólk mikið þjóðarböl. Hver og einn einasti borgari þjóðfjeiagsins ber þunga ábyrgð fyrir þjóð sinni á tímum styrjalda og heimsvand- ræða. Mönnum má ekki gleymast, að fáein ógætnisorð um mikilsvarð- andi hluti geta stofnað þjóð og þegn- um í voða. Það hefir sýnt sig er- lendis, að hættulegir menn liafa leynst með þjóðunum, sem átti að ráðast á, þeir voru úlfar i sauðar- gæru, þóttust einlægir, en hlustuðu gaumgæfilega eflir hverju orði i því skyni að undirbúa ofbeldisárás sína. Hvilíkur hvalreki er ekki lausmáll fólk slikum mönnum. — Á slikum tímum ætli hver maður að hafa í huga hin spaklegu orð Hávamála: Ærna mælir sás æva þegir staðlausu stafi, hraðmælt tunga nema sjer haldendur eigi oft sjer ógótt of gelur. ~~~~~ Verslun Haralds Árnasonar 25 ára Núna um mánaðamótin voru versl- unarhús Haralds Árnasonar við Austurstræti öll fánum skreytt. Það var i tilefni af því, að verslunin átti aldarfjórðungsafmæli um þær mund- ir og ium siðustu helgi bauð hann öllu starfsfólki sínu i skeintiferð til hátíðabrigða. Verslun Haralds Árnasonar er fyrir löngu kunn um land alt, enda er hún orðið geysistórl og öflugt fyrirtæki. Við verslunina vinna nú þrjátíu og fimm manns. Verslunarlms Haralds Árjiiasonar standa eins og allir vita, sem kom- ið hafa ’íil Reykjavikur, á ágæt- um stað við aðalumferðagötu borg- arinnar. En þó’tt verslunin sje stór, Sigurður Ólafss., smiður, Gadd- Engilbert Hafberg, kaupmaður stöðnm, Rangárvöllum, verður og bóndi í Viðey, verður 50 ára 80 ára 10. þ. m. 9. þ. m. eru húsin, sem liún er rekin í, ekki háreist. Enda er byggingin komin til ára sinna, hún var reist árið 1802. í því bjó Jörundur Hundadagalcon- ungur á sínum tíma og þar var Prestaskólinn, óður en Haraldur setti þar upp verslun. En mikið hefir húsið breyst á langri ævi, og líldega mundi Jörund- ur varla þekkja sína gömlu höll, ef hann risi upp úr gröf sinni og sæi hana nú. Myndin að ofan er af verslunar- húsi Haralds Árnasonar við Austur- stræti, tekin á afmælisdaginn. En að neðan er mynd af starfsfólki versl- unarinnar. Sú mynd cr ’íekin i skemti- ferð til Þingvalla. Vilhelmina flollandsdrotnlng sextug. Vilhelmina Hollandsdrotning átti sextugsafmæli s.l. laugardag, 31. ágúst. En það hefir verið heldur dapurt yfir þessu afmæli hinnar ást- sælu drotningar. Eftir að hafa setið að völdum í landi sínu í 42 ár, dvelst hún nú landflótta í framandi landi, en ríki hennar er í höndum erlends órásarhers, þjakað og þjáð af ógnum striðs og allra þeirra hörm- unga, sem þvi fylgja. Þegar Þjóðverj- ar rjeðust að Hollandi í maí s.I. ráð- lagði hollenska stjórnin drotning- unni og fjölskyldu hennar að flýja úr landi. Enda taldi herstjórn Hol- lands sig geta sannað það, að Þjóð- verjar hefðu haft það sjerstaklega í hyggju að ná konungsfjölskyldunni á vald sitt með óvenjulega vel undir- búinni fallhlífahermannaárás á Haag. Vilhelmina er fædd 31. ág. 1880. Hún er dóttir Vilhjálms konungs III., sem dó 1890. Þá tók drottning hans, Emma, við rikisstjórn i nafni dóttur sinnar, sein tók við 31 ágúst, 1898 á 18 ára afmælisdegi sínum. Hún giflist 1901 Henrik prinsi af Mecklenburg-Sch'werin, en dóttir þeirra er Júlíana krónprinsessa, sem nú dvelst i Kanada ásamt dæ’lrum sínum. En Júlíana er gift þýskum manni, Bernhard prins, og þau eiga aðeins þessar tvær dætur, en engan son, svo að ekki er útli’l fyrir annað en að Hollendingar hafi meykóng áfram, það er að segja, ef sama konungs- ættin kemst aftur til valda. En Hol- lendingum líkar prýðilega að húfa dro’ítningar yfir sjer, enda eru þeir nú farnir að venjast þvi. Og' drottn- ingar þeirra hafa síst reynst þeim ver en karlmenn i konungsvöldum hafa reynst. Vilhelmína hefir jafnan verið mjög ástsæl af þegnum sínum. En nú eru óvissar horfur á þvi, hvort liún get- ur nokkurntima komist aftur til síns kæra lands og liollu þegna. Úr því verður stríðið að skera.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.