Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Meistaramótið 1940. Bestu íþróttamenn landsins koma að jafnaði saman einu sinni á ári og keppa um meistaratitlana í iþróttum sínum. í ár fór þetta mót fram dag- ana 20.—22. ágúst á íþróttavellinum i Reykjavik. Voru skróðir í mótið 50 keppendur viða af landinu. Þótti það tíðindum sæta, hversu margir voru utan af landi, eti venjulega eru Reykvíkingar kjarninn í þessum í- þróttum. Sýnir það, að áhuga á frjáls um íþróttum er að aukast um sveitir ladsins, sjerstaklega á Austurlandi. Helstu úrslit á þessu móti eru þessi: 100 m. hlaup: 1. Brandur Brynjólfsson Á. 11,3 sek. 2. Björn Jónsson, Seyðf. . . 11,6 3. Brynj. Ingólfsson, Seyðf. 11,6 — Hlaupið var í þrem riðlum, miili- riðli og síðau úrslit. Islenskt met er 10,9 sek. og á Sveinn Ingvarsson það. 200. m. hlaup: 1. Brandur Brynjólfsson, Á. 24,2 sek. 2. Baldur Möller, Á....... 24,3 — 3. Edwald Sigurðsson, Í.R. 24,4 — Hörð keppni var milli Brands og Baldurs, sem endaði með því, að Brandur var rúmum meter á und- an. Metið á Sveinn Ingvarsson, 23,4 sek. 400 m. hlaup: 1. Ólafur Guðmundss., Í.R. 52,9 sek. 2. Sigurgeir Ársælsson, Á. 53,0 - 3. Brynj. Ingólfsson, Seyðf. 53,2 — Brynjólfur hjelt uppi hraða hlaups ins, og má þakka honum, að aðeins einn maður liefir hlaupið 400 m. bet- ur á íslandi, methafinn, Sveinn Jng- varsson á 52,6 sek. Ólafur og Sigur- geir fóru fram úr Brynjólfi á síð- asta spöinum. í spretthlaupinu vant- aði methafann, Svein Ingvarsson, sem var veikur í fæli. 800 m. hlaup: 1. Sigurgeir Ársælss,, Á. 2:06,4 mín. 2. Ólafur Simonarson, Á. 2:08,0 •— 3. Evert Magnússon, Á. 2:14,3 — Sigurgeir hljóp fyrstur alla Ieið, eins og lians er vani. Þó virtisl enda- sprettur Ólafs um stund ætla að verða honum hættulegur, þótt svo yrði ekki. 1500 m. hlaup: 1. Sigurgeir Ársælss., Á. 4:20,8 mín. 2. Jón Jónsson, Vestm. 4:22,2 3. Ólafur Simonarson, Á. 4:26,0 — Sigurgeir leiddi alt hlaupið, alveg eins og í 800 m. Jón fylgdi honum í lengstu lög, en Sigurgeir sleit hann af sjer siðustu 600 m. Ólafur Guðmundsson, sigurvegari í 400 mt. hlaupi. 5000 m. hlaup: t. Sigurgeir Ársælss., Á. 16:10,2 mín. 2. Jón Jónsson, Vestm. . 16:11,6 — 3. Guðm. Þ. Jónss. Kjós. 16:13,0 — Framan af hlaupinu leiddi Jón, en Evert Magnússon (Á-) reyndi nokkr- mn sinum að fara fram úr honum og minka ferðina. Guðmundur er mjög efnilegur hlaupari; minnir hlaupalag hans mjög á Magnús Guð- björnsson. 110 m. grindahlaup: 1. Jóhann Jóhannesson, Á .. 18,1 sek. 2. Sigurður Nordahl, A. . . 18,1 — 3 Þorsteinn Magnúss., K.R. 20,3 — Þeir Jóhann og Sigurður hlupu sitt í hvorum riðli, og urðu því að lilaupa aftur um röðina. Jóhann var ofur- lítið á undan á timanum 18,0 sek. Langstökk: I Oliver Steinn, F.H........6,37 m. 2. Jóhann Bernhard, K.R. .. 6,21 — 3. Georg L. Sveinsson, K.R. 6,07 —• Þetta er með betri árangrum í þess- ari grein, sem annars er mjög veik lijer á landi. Metið er 6.82 og á Sig. Sigui-ðs.son það. Þrístökk: 1. Oliver Steinn, II.F...... 13,00 m. 2. Sigurður Nordahl, Á.......12,79 — 3. Jón Hjartar, Sigluf.......12,05 — Oliver fór fram úr Sigurði í síðustu mnferð. Met Sig. SigurðSsonar er 14,00 m., sett á Olympíuleikjunum 1936. Hástökk: 1. Sigurður Sigui'ðsson, l.R. 1,70 m. 2. Sigurður Nordalil, Á.....1,65 — 3. Ari Kristinsson, Húsav. .. 1,60 — Sigurður Sigurðsson á lijer, sem í hinum stökkunum metið á 1,85 m. Stangarstökk. 1. Ólafur Erlendsson, Vestm. 3,18 m. 2. Þorsteinn Magnússon, K.R. 3,08 — 3. Anton B. Björnsson, K.R. 2,98 — Ólafi tókst ekki að stökkva 3,28. Hann stökk á þjóðliátíð tVestmanna- eyja i siunar 3,30 m. Metið á Karl Vilmundsson, 3,45. Kpluvarp: 1. Sigurður Finnsson, K.R. 12,84 m. 2 Ólafur Guðmundsson, Í.R. 12,02 — 3. Sveinn Stefánsson, Á. .. 11,82 — f keppnina vantaði þá Vattnes og Huseby, en búast má við að keppni hefði orðið afar hörð milli þeirra og Sigurðar, og sennilega allir kastað yfir 13 m. Spjótkast: 1. Jón Hjartar, Sigluf...... 49,80 m. Síðasta skiptingin í boðhlaupinu. K.R.-ingarnir Haukur og Jóhann Bernhard skipta. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R..... 43,57 — 3. Sveinn Stefánsson, Á. ... 42,53 — Jón kom fljúgandi frá Siglufirði til að taka þátt í keppninni. Getur hann verið ánægður með árangurin'n, þótt vel hefði kast lians getað verið yfir 50 m. Kringlukast: 1. Ólafur Guðmundsson, Í.R. 38,04 m. 2. Sveinn Stefánsson, Á. . . 36,66 — 3 Sigurður Finnsson, K.R. . 31,85 -— Hjer söknum við einnig Husey og Vattness, sem hefðu gert ólafi gullið dýrkeypt. Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðmundsson, K.R. 40,70 m. 2. Helgi Guðmundsson, K.R. 33,33 — 3. Sigurður Finnsson, K.R. . 20,17 — Met Vilhjálms er 43,46 m. og ætti hann að geta fært það enn upp tölu- vert. f kappgöngunui setti Haukur Ein- arsson nýtt met á 5. km., 25:51,8 mín. I'yrra met hans var 26:26,0. í 10 km. göngunni, cn á fyrri 5 km. í þeirri göngu var tekinn sjerstakur lími, varð hann fyrstur á 53:59,2 min. Er það lang besti tími, sem náðs’t hefir á liringbraut, cn metið er sett á þjóð- braut. Annar í göngunni vai'ð Ólafur Simonarson, Á., á 60 mín, 3,6 sek. og þriðji Magnús Guðbjörnsson, K.R. á 67:32,8 mín., hvorttveggja betri tim- ar en sömu menn náðu á allsherjar- mótinu. í 4x100 m. boðhlaupi urðu K.R.- ingar meistarar á 47,6 sek., aðHr I.R.- ingar á 47,8, þriðja B-sveit Ármanns, og fjórða A-sveit Ármanns á 49,2 sek. Siðasta sveitin misti keflið og þar með meistaratitilinn við næst síð- ustu skiftingu. t 1000 m. boðhlaupi urðu Í.R.-ingar meistarar á 2:07,5 mfn., Ármann á 2:09,0 og K.R. á 2:11,2. Bésg. MAÐURINN í GANGINUM. Frh. af bls. 7. ment gerist. Var í stuttbuxum hnepptum fyrir neSan linjeð, og í stórri mussu mórauðri, ein- lmepptri, með hattkúf á liöfði og mikið grátt hár kom undan liatl- inum. Hann sneri baki að veggnum og var álútur, studdist fram á gönguprik, og löfðu vetlingar niður með prikinu. Hann heilsar upp á manninn, en liann tekur ekki kveðjunni. Hugði ögmund- ur þetla vera karl, að nafni Bjarna læðu, er oft var í slæmu skapi, og segir: „Það liggur illa á þjer í dag, Bjarni minn.“ En liann áttaði sig þegar og sá, að þar var annar maður en Bjarni. Síðan fer hann fram bjá hon- um, og út og lýkur erindum við mennina. Fer svo inn aftur og út um eldhúsið og spyr, bvorl nokkur liafi gengið um, og kvað eldakonan það ekki vera, og liefir maður sá ekki sjest siðan. SÖNN ÁST. Frh. af bls. 9. una, sem þjer ltafið notað svo kænlega i sögunni yðar. Það er kunningjakona min, og þar að auki þarf jeg að ná lestinni, svo jeg hefi oft þurft að líta á úrið meðan þjer voruð að þvæla. Án þess að láta bera á lauga- óstyrk, tók hún við úrinu, sem hann rjetti henni i lokuðum lófa. Svo geklc hún hratt niður götuna fir náttúrunnar ríki: Líf á öðrum hnöttum? Lengi hafa menn brotiö heilann um, hvort lif fyndist á öðrum hnötl- um, þeir 4hafa átl erfitt með að hugsa sjer að jörð vor væri eini lniötturinn af öllum aragrúa himin- ’tunglanna, sem lífverur hefðusl við á. En enn hefir enginn árangur hafst upp úr þessum heilabrotum. Vjer erum jafn nær um þessa torráðnu spurningu og ekkert bendir ákveðið til þess, að líf dafni og liafist við á öðrum hnöttum, þólt liklegt sje það. En sje það nú í raun og veru svo, að lifandi verur finnist á öðrum hnöttum, jiá hlýtur þeim að vera mjög á annan veg liáttað en jieim, sem hjer á jörðu lifa. Svo ólík og margskonar eru skilyrðin. Það væri tit dæmis mjög vafasamt, hvort liægt væri að flytja lífverur frá Jörðinni til Mars eða jió ekki væri nema ti 1 tunglsins, eða öfugt. Efnismagn bæði Mars og tungls- ins er miktu minna en Jarðarinnar, og þessvegna eru bæði þyngdin og loftþrýstingurinn minni á yfirborði jieirra en lijer hjá oss. Tunglið hef- ir svo til ekkert gufuhvolf og þar er nær l>ví enginn loftþrýstingur. Þungi lifandi veru væri þar hverf- andi lítill og loftþunginn, sem á lienni hvílir sömuleiðis. Jarðnesk vera mundi lieldur ekki hafa nóg loft til þess að gela andað á tungl- ingu. — Lofttegundirnar í blóðinu myndu skilja sig Irá og vaxa að umfangi, við það myndu öll liol líkamans vaxa, liðirnir stirðna og hjartslátturinn myndi þrýsta blóð- inu gegnum vegg háræðanna.. Það myndi aftur blæða ofsalega inn í augu, eyru og lungu og maðurinn myndi hreint og beint kafna i blóði sinu. Aftur á móti myndi lífvera, sem fædd er og uppalin á Mars, alveg kremjast í hel, undir jninga sjálfr- ar sin, væri hún flutt til jarðar. PÁSKALAMB. Finst ykkur ekki fróun í því að sjá eina friðsamlega mynd innan uiii allar stríðsmyndirnar. Hjer er ein slík, og hún skýrir sig sjólf. og þorparinn gekk í bægðuni sín- um i hina áttina. En þegar hún snjeri sjer að lögregluþjóninum til þess að spyrja efLir næstu bíl- stöð, þá sá bún Jiinn ástfangna þjóf hverfa eins og byssubrend- an fyrir liornið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.