Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 2
2 F A L K. I N N Friðmundur Heronímusson, skip Gíslína Erlendsdóttir frói Eyr- korsteinn Sigurðsson, Dölum, stjóri, Keftavík, verður 40 ára arbakka, Hringbraut 190, verð- Vestmannaeyjum, verðum 80 8. þ. m. ui' 00 ára 12. þ. m. ára 6. þ. m. (í dag). - GAMLA BÍÓ - Edgar Wallace er mikill meist- ari í að semja glæpasögur, enda hefir hann æfinguna, karlinn sá. Standi nafn hans á einhverri skáldsögu þykir það örugg trygg- ing fyrir æsandi frásögn og ægi- legum atburðum. Næsta mynd, sem Gamla Bíó sýnir, verður „Skuggahlið Lund- únaborgar“ (Dark Eyes of Lond- on), og er hún bygð yfir skáld- sögu eftir Edgar Wallace, og þykir sú sag'a ein hin snjallasta eftir þann höfund og kalla Eng- lendingar hana „The Thriller of Thrillers.“ Ekki dregur það lir gildi myndarinnar, að aðalldut- verk leikur fíela Lugosi, sem er þektur að snildarleik í hlutverk- um glæpamanna. Hann getur breytt sjer í óhugnanlegar mann- persónur, svo að loftið umhverf- is hann virðist þrungið æsingi og óhugnaði. Hjer leikur Bela Lug- osi Dr. Orloff, fífldjarfan og kaldrifjaðan stórglæpamann, sem ekki horfir í morð, ef hann telur sig geta hagnast á þvi. A yfir- borðinu virðist hann mesti heið- ursmaður, sem sýnir mikinn á- huga fyrir góðgerðastarfsemi. En í raun og veru vakir ekkerl fvrir honum annað en ])að, að auðgast fljótt og með hvaða ráð- um, sem vera skal. Helsti andstæðingur lians er llolt, inspector á Scotland Yard, sem með óþrevtandi elju vinnur að því að gera þennán hættulega glæpamann óvirkan. Holt cr leikinn af Hugh Willigms. Aðalhlutverkið er Diana Stu- art, ung stúlka, sem er dóttir manns, sem myrtur hefir verið á svívirðilegan hátt. Hana leik- ur Greta Gynt. f myndinni sjáum vjer vel inn í skuggahverfi Lundúnaborgar, eins og nafnið gefur hugmynd um. Og leikur Bela Lugosi er meistaralega góður i gervi hins samviskulausa doktors. SSSTÍS: KVENNAFRÆÐARINN er ónii§Maii(li á lirer|n lieimili! Kvennafræðarinn geí'ur meðal annars leiðbeiningar um: Umgengni í búri og eldhúsi. Um suðu á mat. Um undirbúning til mat- reiðslu. Soúða í súpur. Ávexti og saft. Útálát. Spónamat. Fiskmat. Grænmeti. Kjötmat. Viðmeti. Sósur. Ýmsa smárjetti. Ýmislegt á kalt borð. Egg. BrauS. Búðinga og fleiri eftirmata. Ýmislegt viðvíkj- andi kökutilbúningi. Kökur. Drykki. Framreiðslu á mat og kaffi. Mjólk, smjör, ost og skyr o. fl. — Sláturstörf, súrsun, reyking, m. m. Niðursuðu. Næringarefnin og samsetning þeirra. Um loftið. Um | klæðnaðinn. Um þvott og meðferð á fatnaði. Um þvott og liirðing á lierbergjum o. fl. Kvennafræðarinn er 252 blaðsíður, en kostar samt ekki ne.ma 4 kr. heftur, en 6. kr. í bandi. Hin óvenjuleg'a mikla útbreiðsla þessarar bókar sannar best ágæti hennar, enda er upplag hennar senn þrotið. Kvennafræðarinn fæst lijá bóksölmn, en aðalútsölu liefir Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar, Bankastræti 3. Simi 3635. Best er að auglýsa í Fálkanum Myndin sýnir franskun Rauða kross vagn, sem skotið var á í orustunum í Norður-Frakklandi. - NÝJA BÍÓ - Það verða að vera röskir pilt- ar, sem stjórna ameríkönskum blöðum, svo að eittlivert lag sje á. Ameríkumenn vilja fá stórar og áhrifamiklar frjettir og gifurleg- ar fyrirsagnir, annars kaupa þeir ekki blöðin. f kvikmyndinni „Fjórmenn- ingarnir“, sem sýnd verður á Nýja Bíó, áður en um langt lið- ur, fáum vjer að skygnast inn í blaðamannaheiminn amerik- anska. Þar sjáum við fyrst og fremst fíob Lansford, sem á duggarabandsárum sínum hefir verið ritstjóri og staðið prýðilega í þeirri stöðu. En nú er hann hættur ritmensku og sestur í feitt embætli og þar er hann engu síður atkvæðamikill en í fyrra starfinu. Nú er nefndur lil sögunnar ríkisbubbi nokkur, Patterson Buckley að nafni. Hann á stórt blað, en liefir geng- ið illa með að láta það bera sig og er hann jafnvel að hugsa um að liætta við all saman og láta blaðið liætta við að koma út. Jean Christy heitir ung og fögur stúlka, sem er blaðamaður. Hún vill ómögulega, að Patterson stöðvi útgáfuna og stappar í hann stálinu. Segir hún, að eina ráðið til að fá blaðið til að bera sig vel, sje að fá Bob Lánsford til að taka við ritstjórninni. Þetta gerir Patterson og hon- um lekst að fá Lansford aftur inn i blaðamenskuria. En honum verður þegar ljóst, að eigi blaðið að ganga vel, verður hann að ná i frjettir með stórum fyrirsögn- um. Hann finnur upp á því að ráðast harkalega í blaðinu á John nokkurn P. Dillingwell, illræmd an miljónamæring, — en hann er afi Lorry Dillingwell, en liún er hálf-trúlofuð Patterson blaða eiganda. Errol Flynn leikur Bob Lans- ford, Olivia de Havilland Lorry Dillingwell, Rosalind Russelt Jean Christy.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.