Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 15
F Á L K 1 N N 15 Egrill IriiaNou Sími 4310. Símnefni Frón. ÍJTVEGAR: Járn og stál til iðnaðar. Húshúðunarefni (hrafntinnu, kalkstein o. fl.). Hvernig friðarverðlaunin eru tilkomin. Það er sjerstök saga til þess, að Þjer eigið að vinna stórvirki, »♦♦♦♦♦»♦♦♦♦»♦♦»-♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Guðm. Þorsteinsson | GULLSMIÐUR. Bankastræti 12. - Reykjavík. - Simi 4007. Allskonar gull- og silfursmíði. — Trúlofunarhringar ávalt fyrirliggjandi. — Vörur sendar út um land gegn póstkröfu. — Gerið svo vel og reynið viðskiftin. Alfred Nobel ákvað verðlaun fyrir friðarstarfsemi jafnframt því, er hann stofnaði til hinna heimsfrægu visindaverðlauna sinna. Og sú saga er svona: Alfred Nobel fæddist i Stokkhólmi árið 1833. Það er óþarfi að rifja það upp, aðferðina til þess að nota nitro- glycerin sem sprengiefni. Nobel er höfundur dynamítsins. Það hvílir þung áhyrgð á þeim, sem leggja fje í slíkar uppgötvanir. En Nobel gerði það og setti það ekki fyrir sig. Þeim, seon ljetu í ljós vafa á, að sprengiefnin gætu orðið mann- kyninu til blessunar, svaraði Nobel — sem aldrei þoldi auidmæli gegn uppfinningum sinmn eða hugsjón- um — því, að „þvi víðtækari eyði- lcggingu, sem morðvjelarnar geta valdið, því befri er tryggingin fyrir heimsfriðnum í framtiðinni." En einkaritari hans, Bertha Kinsky, var ekki jafn bjartsýn í málinu. Bertha Kinsky var ung stúlka frá Aústurríki, sem Nobel hafði ráðið til sín samkvæmt meðmælmn von Suttners liaróns, en hún hafði kent börnum hans. Suttner barón lifði af óðalseignum sinum nálægt Wien. Bertha var framúrskarandi greind og vinnusöm og varð brátt ómissandi hægri hönd Nobels. Arið 1869 hafði hann flutt rannsóknarstofur sínar frá Sviþjóð til Frakklands — til Saint Sevran við París. Þar liðu tvö ár frjósainrar sam- vinnu. Alfred Nobel var að upplagi óþolinn og önugur, en varð stór- urn meðfærilegri i mngengni þessi árin, sem hin Ijóshærða og síglaða stúlka var hjá lionum. Loks feldi hann ástarhug til hennar og bað hennar. Hann var þá orðinn heimsfrægur maður og mikils virtur. Og hann var orðinn stórauðugur. Þetta var þvi ekki óálitlegur ráðahagur, en Berthn Kinsky, sem var fátæk stúlka af góð- um ættum, hafnaði boðinu. Hún var nefnilega trúlofuð Adolphe Suttner, hróður hinna gömlu nem- enda hennar, og þessi dvöl hennar í Frakklandi va'r aðeins einskonar festadvöl, til þess að prófa, hve haldgóðar ástir þeirra voru. Nú var þetta fullreynt og Bertha Kinsky sagði þessvegna lausri stöðunni hjá Nobel og fór aftur til Wien. Skömmu siðar giftist hún Adolphe Suttner. ALFRED NOBEL tók sjer þetta uærri og var nú á sifeldum ferða- lögunt til þess að reyna að gleyma Berthu Kinsky. - Nokkrum árum seinna var hann á ferð i Kakasus. Han hafði viðdvöl í smábæ einum þar undir fjöllunum, en þar hjuggu þau Bertlia og Adolphe Suttner. - ffann heimsótti þau. Adolpe Suttner var heilsutæp- ur og hafði orðið að hverfa frá laganámi og flytjast i fjallaloftið. Bertha vann fyrir þeim háðum með því að skrifa greinar i ýmis timarit. Nohel dvaldist þarna lengi og varð góðvinur þeirra beggja og á kvöldin ræddu þau kappsamlega ýms vel- ferðarmál.... sagði Bertha Suttner oft við Nobel, — eitthvað, sem setur skoðunum yð- ar minnisvarða og er i samræmi við draum okkar um frjálst og vax- andi mannkyn.... Þegar Nobel var dáinn, 1896, kom það á daginn, að hann hafði upp- fylt þessa ósk. í arfleiðsluskrá sinni ánafnaði hann mcstan hluta eigna sinna i sjóð til ýmsra styrkveitinga. Og friðarverðlaun þessa sjóðs eru verk Bertliu Suttner. Það er jiví ekki nema rjettmætt, að hún yrði meðal fyrstu kvenna, sem fengu verðlaunin, fyrir þókina „Niður mcð vopnin“, sem kom úl árið 1905. Þá hafði hún verið ekkja i mörg ár og áliangendur hennar kölluðu hana „Friðar-Berthu“ vegna skoðana hennar. Bókin vakti afar mikla athygli og margir urðu æfagramir yfir henni, sjerstaklega í Þýskalandi og Austurríki. Bertha Suttner varð að þola margt fyrir þessa bók. Margir gainlir á- hangendur hennar og vinir sneru bakinu við henni. En bókin rann út og það sárnaði fjöldanum mest, því að skoðanir þær, sem koma fram í „Niður með vopnin“ gengu í her- liögg við ráðandi skoðanir. Friðarbarátta hennar hafði árang- ur að þvi leyti, að yfirlýstum á- hangendum ævarandi friðar fjölg- aði stórum. Og sjálf trúði hún á sigur friðarins fil þess síðasta. liresk flug- vjelasueit skaut nýlega niöur 37 þýskar flug vjelar á einum degi. Hjer birt- ast tvær mynd- ir af sveitinni. Sýnir sú fyrri alla meðlimi fhigsveitarinn- ar, en hin síö- ari flesta menniim við eina af vjel- unum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.