Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 12
12 F ÁLKINN Leyndardómar ■ £_________MATSÖLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSAGA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM sagði jómfrú Clewes. „En Jeg sje reyndar Litla, gamla konan virtist ekki taka eftir svari hans. Hún lijelt á prjónadóti sínn og prjónaði, jafnframt því sem hún talaði. „Þetta fær mikið á okkur systnrnar,“ hjelt liún áfram. Við höfum átt marga vini í hernum. í ranninni má segja, að við tilheyr- um hermannaætt. Föðurbróðir okkar, Clewes ofursti, var mikill hermaður." Roger svaraði ekki, en kinkaði kolli og hlustaði með samúð á orð hennar. „Við ernm mjög órólegar, systir mín og jeg,“ sagði jómfrú Súsanna. „Haldið þjer, að það geti komið til mála, lir. Ferrison, að það sje einhver lijer í húsinu, sem hefir framið morðið?“ „Hamingjan góða! Hvernig dettur yður }>að í hug?“ sagði Roger. „Það er ekki trú- legt, að veslings maðurinn liafi átt nokkra óvini. Þarna liefir verið að verki einliver sam- viskulaus bófi, sem litist hefir vel á ofurst- ann lil að ræna hann.“ Jómfrú Súsanna Clewes tók í handlegginn á Roger og dró hann dálítið frá hópnum. Hann tók eftir því, að langir, lcræklóttir fingur hennar voru allir hringum settir. Hún ljel fallast niður á stól. „Ekki höldum við það, systurnar,“ sagði liún. „Svo að jeg tali í einlægni, þá treyst- um við fólki lijer í matsöluhúsinu ekki um of.“ „Nú og hvers vegna?“ „Við iiöfum okkar ástæður,“ sagði jómfrú Súsanna ibyggin. „Mikilvægar ástæður! Það er nokkuð síðan, að við töldum rjett að flytja hjeðan. En systir mín er gefnari fyrir æfin- týri en jeg. Hún vill endilega vera kyr. Fyr- ir nokkrum vikum sagði hún við mig: „Ein- hverntíma gerist eitthvað hjerna, Súsanna. Við skulum vera lijer og fylgjast vel með öllu.“ ög nú er þetta komið á daginn! Við þekkjum ekki marga, systurnar,“ hjelt hún áfram. „Ef til vill mundum við hafa lalað við einhvern annan, ef við hefðum þekt ein- hverja. En systur minni finst þjer vera svo ábyggilegur í framkomu, hr. Ferrison.“ „Jeg vona, að liægt sje að treysta mjer.“ „Við erum i klípu, hr, Ferrison. Svo stend- ur á, að við systurnar vitum dálítið. eða rjettara sagt, jeg veit það, og sagði Amalíu það. Við erum ekki alveg vissar um, hvort við eigum að fara i rjettarhöldin. Hvað á maður að gera, hr. Ferrison, ])egar maður veit eitthvað, sem máli skiftir, en lögreglan hefir einskis spurt?“ „Ja, yður að segja, þá er jeg nú litið kunn- ugur svona nokkru,“ svaraði Roger, „en held, að þjer ættuð að vera viðstaddar rjett- arhöldin og rísa síðan upp og æskja þess, að þjcr verðið yfirheyrðar sem vitni. Lögregl- an vill áreiðanlega heyra það, sem þjer hafið að segja.“ „Já, en verður það þá í opinberu rjettar- haldi?“ spurði jómfrú Clewes óttaslegin. „Auðvitað,“ sagði Roger. „Það held jeg að systur minni lílci ekki,“ ekkert atliugavert við það. Það er jeg, sem veil dálítið — ekki systir mín. Sjáið þjer tii, við leiðum nefnilega ljótan grun á vissa persónu. Það vrði tæplega gérlegt fvrir okk- ur að búa hjer áfram. Við viljum gjarnan Irúa yður fyrir vitneskju okkar gegn þagn- arheiti." „I slíku máli má ekki tala um að þegja," sagði Roger. Bjallan gall. Eldri Clewes-systirin sal á legubekk þar nálægt og kallaði nú á sysl- ur sína. „Nú skulum við fara inn, Súsanna,“ sagði hún mjóróma. „ Komdu og hjálpaðu mjer að standa upp. Við verðum að ná súpunni heitri, svo að við lendum ekki í sama og í gærkveldi. Rooger flýtti sjer að hjálpa jómfrú Am- elíu á fætur. Sússanna vafði prjónagóssi sinu saman hálf þverúðug á svip. „Talið ekki um það við neinn, sem jeg var að segja við yður.“ hvíslaði hún. ,, Við kærum okkur ekkert um, að fólk \iti uin, að við erum að luigsa um að vera vitni i málinu.“ „.Teg skal engum segja það, jómfrú Clew- es,“ sagði hann. „En jeg held, að þjer ættuð að falla frá þehn grun yðar, að einhverjir hjer í húsinu sjeu viðriðnir morðið.“ Gamla konan hristi höfuðið. „Þjer vitið ekki, livað við viliun, hr. Ferrison,“ sagði liún. Flora Quayne vakti mikla athygli, þegar hún kom inn i salinn. Aðdáunarkliður heyrð- ist frá karlmönnunum, en óánægjumuldur frá kvenþjóðinni. Hún var í svarta flauels- kjólnum, sem Roger hafði dáðst svo mikið að. Það duldist engum, að hún var mjög fá- klædd innan undir. Roger flýtti sjer lil hennar. Hún rjetti lionum annan staf sinn í)g tók arm hans í staðinn. „Jeg finn, að jeg er illa innrætt," hvíslaði hún. „Jeg veit, að jeg ætti helst að líta jafn aumlega úl og hitt fólkið, en jeg get það ekki. Jeg er svo hamingjusöm af því að jeg ætla að borða með yður. Dennet ofursti var gamalt flón. Jeg' talaði við liann í örfá skifti. Hvernig stendur á, að jeg á að gera mjer upp sorg, þótt hann sje dauður?" Roger leit á hana undrandi. „Þetta virðist ekki sagl af neinni tilfinn- ingasemi,“ sagði hann. „Jeg er einmitt altof tilfinningasöm,“ sagði hún. „Jeg er mjög næm fyrir sjálfs mín hamingju og jeg er enginn hræsnari. Frú Dewar gerði mjer orð og bað mig að borða hjer inni i kvöld. Jeg geri ekki ráð fvrir, að jeg hefði gert það, ef jeg hefði ekki átt að borða með yður.“ „Þrátt fyrir það, að þjer sjeuð besti Ieigj- andi frú Dewar, talið þjer mjög sjaldan við hana, finst mjer.“ „Jeg forðast hana sem mest jeg má,“ sagði Flora. „Jeg hefi það á tilfinningunni, að hún sje mjög óhamingjusöm. .Teg kæri mig ekki um slíkt fólk. Mjer þykir gaman að fólki, sem er glatl og ánægl, og sem hjálpar mjer lil að gleyma sorgum mínum. Lítið á alt þetta fólk. Haldið þjer, að nokkurt þeiiaa sje mjög leitt yfir því, að Dennet ofursti var myrtur ?“ Bjallan gall öðru sinni. Það virtist vera nokkuð lil í því, sem Flora sagði. Menn höfðu jafnmikinn áliuga fyrir matseðlinum og vant var. Margir litu forvitnisaugum að borði Floru Quayne, þegar þeir sáu, að Rog- er settist á móti henni. Og fólk stakk líka saman nefjum um vínflöskuna, sem stóð í kæli á milli þeirra. Jafnvel Flora leit hana undrunarauga. Hún leit siðan á liann með hrukkur í enni. „Jeg hjelt, að þjer væruð svo peningalaus núna.“ „Það hefir alt saman breyst í dag,“ sagði hann. Hún lileypti í brýrnar. Honum fanst sem henni geðjaðist ekki að þessari hepni hans, af hverju sem það var. „Mjer þykir meira gaman að vera veil- andinn,“ sagði hún. „En samt vil jeg skála fyrir lieppni vðar. Lítið svo umhverfis yð- ur. Sjáið þjer nokkurn, sem lítur út fyrir að vera hryggur i raun og veru?“ „Frú Dewar er mjög alvarleg," sagði hann. „En hún lítur reyndar þannig út; að lnin hafi eintóma drauga í kringum sig. Hr. Padg- ham lítur út fyrir að liafa fengið taugaáfall. Joseph snýsl og hvimar um alt eins og hræddur hjeri og Clewes-systurnar virðast nú i.fyrsta sinni, hafa gleymt prjónunum sinum. Að öðru leyti get jeg fallist á skoð- un yðar.“ „Hr. Padgham drekkur of mikið,“ sagði Kastljós loftvavnasveitanna varpa geislum sínum út í myrkr ið. Og ;sje óvinaflugvjel í nántl, má hún búast við, að loftvarn- arbyssur sjeu einhversstaðar á nsestu grösum við tjóskastarann — og f>á er ekki á .verra von.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.