Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.09.1940, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N ÞEGAR KARTAFLAN LAGÐI UNDlR SIG HEIMINN TVTÚ á tímum'getur fólk ekki verið án lcartöflunnar frern- ur en brauðs. Kartaflan hefir sigrað heiminn, alveg eins og bifreiðin, síminn og útvarpið. Það eru ekki nema fáeinar aldir siðan þetla gerðist og það gerðist alls ekki hljóðlaust, því að einu sinni var blessuð kartaflan ekki i hávegum liöfð. Það er alls ekki víst, liver það var, sem fyrstur flutti kartöfl- una til Evrópu. Þrír menn eru nefndir til: sjóhetjan Francis Dralce, Walter Raleigli og .Tolin Hawkins. En svo mikið er víst, að kartaflan er komin frá Am- eríku, nánar tiltekið Suður-Am- eríku. Evrópumenn urðu því að finna Ameríku áður en þeir l'undu kartöfluna. Og kartaflan fanst á eyju einni fyrir Chili- siröndum, um þrjátíu kílómetra undan landi, út af bænum Arau- cania. Það er sagt, að .Tolm Hawkins háfi liafl kartöflujurtina með sjer til Englands um tuttugu ár- um á undan Francis Drake, en Iionum tókst ekki að vekja at- 1 íygli á henni. Francis Drake var víkingur mikill og ránsmaður og hafði umboð stjórnar sinnar til að taka skip herfangi á höfum úti; flutti hann mikið fjemæti til Englands. En allir þeir fjár- sjóðir vega ekki á móti kartöfl- unum, sem hann liafði með sjer l'rá eyjunni Mocha við Chili- strönd. Hann Ijel setja kartöfl- urnar niður, þegar til Englands kom, en þegar að uppskerunni lcom, varð mönnum sú skyssa á, að hirða blómaldinið, en eklci rótarhnúðana. Aldinin voru steikt i smjöri og borin fram með alls- konar lostæti, en gestirnir ljetu sjer fátt um máltíðina finnast samt. Kartöflugrasið var brent á akrinum. Eigandinn stóð og horfði á. Þarna lágu brunnir hnúðar á víð og dreif, og af til- viljun varð honum stigið ofan á einn þeirra Hann kramdist og maðurinn varð hissa að sjá hve hreinn og hvitur hpúðurinn var i sárið. Nú var farið að rannsaka þessa rótahnúða betur. Það var besta lykt af þeim og bragðið var ágælt! Þannig uppgötvaðist l>að hvað kartaflan eiginlega var ef sagan er þá sönn. Það var ein af mörgum uppgötvunum, sem verða fyrir tilviljun. Menn vita með vissu, að Fran- eis Drake hefir komið til Mocha. Nýlega var nefnilega ieiðangur á þessum slóðum og rannsakaði eyjuna alla. Fundust þá ýmsir munir, sem vissa er fyrir, að sjeu komnir frá „Golden Hand“, en svo hjet skip Francis Drake. Kartöflunni var á sínum tíma lýst sem einskonar jarðhnetu, sem varð meyr, er hún var soðin, alveg eins og kastaníu-aldini. Fyrstu tilraunirnar með kart- öfluna gáfu þannig enga von um Vel spíraður kartöflur seltar i djúpur rúkir. þá glæsilegu fram tíð, sem þessi manneldisjurt fjekk síðar, enda var varla við öðru að búast, úr því að það var ekki rjetti hlutinn af jurtinni, sem mat reiddur var. Þess vegna datt engum í lmg, að rækta þessa jurt til manneldis fyrst um sinn, heldur aðeins sem skraul jurt. Er hún hafði átt langa æfi i þeirri „stöðu“, seg ir sagan, að kart- aflan hafði komið á borð Englakon- ungs, árið 1616, og var matreidd á afar einkennileg- an hátt. Kgl. vis- indafjelagið i London á heiður- inn af þvi að hafa beitt sjer fyrir kartöfluræktinni. Það var kringum 1737. En kona borgarstjórans í Suldewagen í Har lem ljet það álit i ljós, kringum 1750, að kartöflur gætu aldrei orðið mannamatur, því að þær væru ekki einu sinni svínum gef- andi. Hún rak eldastúlku sína úr vistinni, því að hún hafði gerst svo djörf, að kaupa sjer nokkrar kartöflur og sjóða handa sjálfri sjer. Þetta sýnir, að því fór fjarri, að kartöflunni væri tekið með opnum örmum. 1 Prússlandi varð að beita þvingun, lil þess að fá fólk til að rækta kartöflur. Frið- rik Vilhjálmur fyrsti var strang- ur maður, enda hótaði hann bæridum, að skera af þeim nef og eyru, ef þeir svikist um að Kartaflan, fullvaxin jnrl í blóma, með undirvexti rækta kartöflur. Og víðast hvar annarsstaðar gekk það treglega, að fá fólk til að laka upp karl- öflurækt. Nema í Ítalíu. Þar skildist fólki fljótt, hve mikils- verð fæðutegund kartaflan gat orðið hjá almenningi. í Frakklandi varð að beita brögðum til þess að fá ahnenning til að rækta kartöflur. Mikil hungUrsneyð hafði gengið yfir landið árið 1718. og nú hjet stjórnin verðlaunum þeim, sem gætu komið með nýja fæðuteg- und, sem gengið gæti i korns stað. I' Isieðiskartöflur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.