Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N „Viö hjeldum heim“ III. FRÁ STOKKHÓLMI TIL BJARMALANDS. Þegar haldið var frá Stokk- hólmi var rjett vika liðin frá því, að flest ferðafólkið hafði lagt af stað. nfl. það, sem átt hafði heima í Osló eða Stokkhólmi. En sumir voru lengra að komn- ir. Þannig höfðu flestir ekki komist nema 600 ldlómetra á þessari viku, sem liðin var (en það er vegalengdin milli höfuð- borganna þriggja) eða sem svar- ar hundrað kílómetrum eftir daginn. En ófarnir voru enn um 1900 ldlómetrar til Petsamo og þaðan til íslands um 4000 kíló- metrar, með viðkomu í Kirkwall, en liana vissu fæstir um. Ljet þvi nærri, að %0 hlutar leiðarinnar væru ófarnir og með sama á- framhaldi hefði ferðin því átt að taka röska tvo mánuði. En sem betur fór urðu fæstir til að reikna þetta dæmi og komast að þeirri niðurstöðu, að vafi væri á hvort hópurinn kæmist heim fyrir jól. Næsti áfanginn var um 1900 kílómetrar, þar af 531 í bifreið og hitt í járnbraut. Var fremur þröngt í lestinni, en þó var öll- um ætlaður svefnstaður. Vagn- arnir voru allir sama flokks, en þó meiri munur á þeim að gæð- um til, en II. og III. flokks vagna undir venjulegum kring- umstæðum. Nýir III. flokks vagn- ar í Noregi og Svíþjóð eru nefni- lega betri en II. flokks vagnar voru þar fyrir 15—20 árum. Einn vagninn þarna í aukalest- ínni okkar bar stórum af öllum hinum, enda var fólkið, sem lent hafði í honum, mjög öfundað af þeim, sem eigi liöfðu fengið góð pláss. Á hinn hóginn var fólk eigi bundið við sæti sín og fór á milli vagnanna og dvaldi þar eins og þvi líkaði og rabbaði við kunningja og hitti ýmsa, er það vissi ekki deili á áður. Það hrist- ist betur saman en áður, enda rugguðu vagnarnir óspart og þrengslin voru mikil, ekki sist á göngunum, því að þar urðu margir að hafa föggur sínar vegna þrengsla í klefanum. Skömmu eftir að farið var frá Stokkhólmi gaus upp sá kvittur, að ein stúlka eða tvær úr hópn- um liefðu orðið eftir, og þegar kom aftur í fjórða vagn frá þeim, sem til frjettarinnar var stofnað í, voru eftirlegukindurnar orðnar milli 20 og 30. Nú hafði það frjetst að ein af okkar ágætu meyjum liefði opinberað trúlof- un sína kvöldið áður en við fór- um og að unnustinn ætlaði alls ekki heim, svo að mörgum þótti líklegt, að stúlkan hefði horfið úr hópnum af ásetlu ráði. En sú nýtrúlofaða fanst von bráðar og smátt og smátt fundust allar liin- aV, en ekki þótti þetta nægilegt, því að nú var það staðhæft, að karlmaður einn hefði tapast og hann meira að segja af æðra taginu. Stúlka ein staðhæfði þetta mjög eindregið við mann einn, er hún liafði tal af og vildi þá svo til, að þetta var týndi maðurinn. Þegar hann kvaðst vera hinn týndi sauður, þá sagði hún hann Ijúga því, en þá gerði liann sjer litið fyrir og dró vega- hrjefið upp úr vasanum og varð stúlkan þá að láta í minni pok- ann. Má af þessu marka, að það er stundum gott að hafa vega- brjef. Veðrið var livorki vont nje gott þennan fyrsta dag, en þó frekar hið síðarnefnda. Glugga- plássin voru því óspart notuð þar til fór að skyggja, en eigi nærri eins mikið og daginn eftir, því að þá var alt orðið með öðr- um svip en í Suður-Svíþjóð. Þeg- ,ar dimma tók fyrsta kvöldið tóku sumir á sig náðir, en aðrir sungu og ljeku á gítara, munn- hörpur og önnur þægileg ferða- Hotel Pojanhovi í Rovaniemi, þar sem lotturnar gáfu okkur kaffið. .4 þessum uppdrætti sjest landið, sem við fórum yfir, frá Stokkhólmi , til Petsamo, en hinsvegar er ekki sýnd sjálf brautarleiðin. Boden er skamt vestur af Luleá, og Rovaniemi, sem svarar 2 cm. norðaustur af Torneá (Tornio), á uppdrættinum. Frá Rovaniemi er um hetmingi lengri leið til Helsingfors en tit Liinahamari í Petsamo. hljóðfæri og varð ávalt niann- söfnuður kringum þau, ekki síst ef Lárus Pálsson var þar líka. Talsvert bar á sjóveiki i fólk- inu í lestinni og er það ekki lá- andi, því að einn af ungu pilt- unum, sem kom inn í lestina um kvöldið til þess að búa um rúm- in var ekki lieldur hraustari en svo, að hann spjó miklu gosi og daunillu á ferðakoffort einnar ungfrúarinnar. Skyldi maður þó halda, að hann hefði verið sjóað- ur, því að það er atvinna þess- ara ungu pilta, sem Svíar lcalla „vallara“, að búa um rúmin í svefnvögnunum og breyta þeim í setuvagna aftur á morgnana. En það á eigi sist við um starfsfólk járnbrautanna um þessar mundir að það hefir. mikið að gera. Á brautum Svíþjóðar, Noregs, Dan- merkur og Finnlands hefir flutn- ingaþörfin verið svo mikil í alt sumar, að aldrei hefir liún meiri verið i sögu þessara þjóða. Leiðir þetta vitanlega af siglingaleysinu. Svíþjóð er innilukt að vestan- verðu eigi siður en Noregur og til mestu siglingaborgar Svia, Gautaborgar, hafa aðeins komist örfá skip úr vesturátt síðan 9. apríl í vor. Það sem Svíar fá af vörum t. d. frá Ameríku, fá þeir um Liinahamari í Petsamo, hið afskekta sjávarþorp Norður-Finn- lands, sem nú er orðið að þýð- ingamikilli bakdyrahurð Norður- landa eftir að stóru dyrunum var lokað. Fimtudagsmorguninn 3. okt. var veður hið fegursta. Og nú þurftu margir að líta út um gluggana, því að þarna var alt með öðrum svip en áður. Skóg- urinn var orðinn smágerðari og meira af björk, en minna af furu en áður. Tall kalla Svíar furuna og mun vera sama orðið og forna orðið þöll (Hrörnar þöll sús á þorpi stendur), liún er söm við sig og bregður ekki lit- um, þótt sumrinu sje farið að halla, en björkin er orðin bleik og með fölvaroða og akrarnir bleikir og slegin tún, eins og á Iílíðarenda forðum. Víða er enn hey í hesjum úti á túnunum og virðist vera orðið hrakið, en hrakningsliturinn er ekki nema utan á og á hesjunum fúlnar heyið ekki, jafnvel í langri vætu- tíð, því að loftið leikur um það og i gegnum það. Bæirnir eru lágreistir og með mörgum liús- um eins og i dölunum í Nox-egi og einkum virðast litlu korn- þurkunafkofarnir vekja eftir- tekt okkar, því að þeir standa á víð og dreif xit ixm akrana eins og fjárhúskofarnir á íslenskum túnum í gamla daga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.