Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N TIL BJARMALANDS. Frli. af bls. 5. þurkaði vosklæði hans og lilúði að honum. Þetta þrekvirki gerði skáldið Runeberg ódauðlegt í kvæði sínu. Og finskar konur stofnuðu löngu síðar hjálpar- sveitir sínar, sem eigi aðeins hafa með liöndum lijúkrun og liknarstarfsemi bæði á friðartím- um og ófriðar, heldur líka ann- ast um matreiðslu liermanna í ófriði. Fjelagsskapur þessara finsku skjaldmeyja hefir orðið frægur um alla veröldina, en ó- víst er nema fordæmið, sem hratt honum á stað liefði gleymst ef ekki hefði verið kvæði Rune- bergs til að gera það ódauðlcgt. Eftir viðstöðuna í Tornio var nú haldið áfram síðasta járn- brautaráfangann til Rovaniemi. Leiðin er aðeins 130 km., en sótt- ist seint. Umferðin á brautinni var afar mikil, svo að oft þurfti að staðnæmast og bíða eftir lest- um, sem á móti komu, og enn- fremur voru finsku vagnarnir ekki hraðskreiðir. Þeir kyntu viði og þeir voru flestir gamlir og slitnir. 1 Finnlandi liefir orðið að tjalda því, sem til er til þess að halda samgöngunum uppi og þarna voru elstu vagnar, sem jeg hefi sjeð á æfi minni. Sumir voru stuttir, með tveimur átta manna klefum til endanna, en í miðju var viðarofn til þess að hita upp klefana. í einum þess- ara elstu vagna voru þó bestu sætin, sem til voru í allri finsku lestinni. -— Annar vagninn har menjar styrjaldarinnar í vetur, því að stórt stykki hafði hrokk- ið úr vegguin undan sprengju og fjöidi af götum eftir kúlna- hríð sást á vagninum. Flestir voru vagnarnir án gass eða raf- magns til ljósa, en höfðu að- eins kerti, sem fest voru upp á sætabökin. Kertin brunnu út smátt og smátt, svo að ekki varð nema eitt eftir týrandi í sumum vögnunum áður en lauk. En okk- ur leið vel þarna samt og við skildum máske betur en áður, hve mikið finska þjóðin hefir orðið að leggja á sig til þess að bjarga sjálfstæði sinu og afstýra örlögum þeim, sem grannþjóðir liennar suður með 'austanverðu Eystrasalti liafa orðið að sæta. Við ljósglæturnar í þorpunum meðfram brautinni sjáum við finska herverði. En þar eru líka aðrir herklæddir menn — Þjóð- verjar. Áður en við fórum þarna um liafði þýskum mönnum, bæði hermönnum og öðrum fjölgað stórum í Finnlandi. Og á íshafs- veginum var straumur af þýsk- um bifreiðum, sem sagðir voru flytja hermenn milli Iíirkenes í Norður-Noregi annarsvegar og finsku hafnarbæjanna Uleáborg og Vasa liinsvegar. Mikið af þeim hermönnum hlýtur að hafa orðið að „hvíla“ sig á leiðinni, því að víða sáust þeir þýsku. Við vorum fjóra tíma á leið- inni frá Tornio til Rovaniemi, og er hún þó ekki nema 130 kíló- metrar. Þegar við komum á þennan síðasta áfangastað járn- brautarleiðarinnar, var klukkan langt gengin tvö um nóttina, og þarna varð að vera nokkuð löng viðstaða. Heilan járnbrautarvagn af farangri varð t. d. að losa og koma honum fyrir í flutninga- bifreiðum, auk mikils farangurs, sem fólk hafði liaft með sjer í ldefunum, en eigi var hægt að hafa hjá sjer i bifreiðunum sök- um þrengsla. Og svo var að koma fólkinu fyrir í bifreiðun- um og það var líka vandi, því að rúmið í þeim var nokkru minna en ráð hafði verið fyrir gert, svo að sumir urðu að sitja á kjaftastólum milli bekkjanna — að góðum íslenskum sið. Það stytti biðtímann mikið, að fólkið gat sest inn á veitinga- liúsið Pojanliovi og fengið mjólk og kaffi. Þessar góðgerðir þarna um nóttina voru gjöf frá lottun- um. Mjólk fæst ekki nema gegn seðlum i Finnlandi, en lotturnar höfðu heyrt, að í ferðinni _væri fjöldi barna og sjúklinga. Þær söfnuðu því saman seðlum sín- um og kunningja sinna og út- veguðu eigi aðeins mjólk til að gæða fólki á um nóttina, heldur í nesti til bifreiðaferðarinnar. Kaffið, sem við fengum var að vísu ekki kaffi, því að slíkur munaður fæst ekki í Finnlandi. Þjóðin drekkur „rúgkaffi“, sem að vísu er með alt öðru bragði en kaffið, sem við eigum að venjast, en er þó hressandi og hlýjandi, ekki síst um miðja nótt norður við heimskautsbaug. Af allri þeirri vinsemd, sem mætti okkur á hinni löngu ferð var þessi mest — góð- gerðirnar í Rovaniemi. Þær voru „peningar ekkjunnar“ og sýndu þakklætið frá fólkinu, sem mundi skerfinn, sem íslendingar lögðu fram til að hjálpa Finn- landi á stund neyðarinnar í vet- ur sem leið. — En frú, sem all- mikið var við þá hjálp riðin, sendilierrafrú G. Björnsson, var þarna á ferðinni. Það var hún, sem safnaði samskotunum meðal íslendinga i Kaupmannahöfn. ís- lendingar í Kaupmannahöfn hafa að vísu oftast nær litið að miðla öðrum, en samt fór svo í vetur, að þarna kom alt, sem um var beðið — kvenfólkið prjónaði vetlinga og sokka og hver send- ingin rak aðra til Finnlands. Ekki dreymdi neinn þá að innan s"ex mánaða yrðu yfir 250 Is- lendingar á ferð norður Finn- land til þess að komast heim til sín um einu höfnina, sem ís- lenskt skip fengi að koma í á öllum Norðurlöndum. Rovaniemi er einn þeirra finsku bæja, sem varð fyrir hörð- um árásum rússneskra flugvjela í vetur. Þarna er mikilsvarðandi brautarstöð, sem Rússar þurftu að ná á sitt vald til þess að kom- ast vestur að Uleáborg og slíta sambandinu milli Suður- og Norður-Finnlands. Það tókst að Tulið frá vinstri: Jón H. Sigurðsson, Jens Guðbjörnsson (stýrim.), Ásgeir Jónsson. Sitjandi: Gunnar Þorleifss. (forræðari) og Erl. Signrðss. Signrvegararnir í 10. kappröðrarmóíi tslands. Þ. 14. sepl. s.l. fór fram kappróðr- armót íslands í 10. sinn á Skerja- firði, og í 10. sinn fœrðu ræðarar Ármanns fjelagi sínu heim sigurinn. Vegalengdin sem róin var er 2000 m. Keppnin var hörð og lauk þannig að yngstu keppendurnir báru sigur lit býtum, og geta þeir þakkað það áhuga sínum, en ekki livað síst hand- leiðslu kennarans. Kennari fjelags- ins, Skarphjeðinn JóJiannsson, æfði róður hjá róðrarfjelaginu „Skjold“ í Kaupmannahöfn árin 1937 og ’38. „Skjöld“ er, eins og öllum sem róðr- aríþróttinni unna er kunnugt, eitt af fremstu róðrarfjelögunum í Dan- mörku. Síðustu árin liafa Danir hor- ið svo af hinum Norðurlöndunum í kappróðri, að segja mætti að þeir stæðu þeim langtum framar, Það er því mikill fengur fyrir hina ungu róðrariþrótt hjer, að hafa fengið ágætan mann, sem numið hefir i- jiróttina þar sem hún stendur fremst á Norðurlöndum. Árangurinn er líka með ágætum. Yngstu keppendurnir, byrjendur frá því í vor og um leið hinir fvrsth raunverulegu nemendur Skarphjeðins unnu í frægasta kapp- róðrarmóti ársins og krýndu sig sem íslandsmeistara fyrir árið 1940. — Nú fyrst hafa þeir, sem ánægju og yndi finna í því, að æfa liina skemtilegu og hollu íþrótt, róðrar- ijn-óttina, fengið virðulegan sama- stað. Glimufjelagið Ármann liefir reist stórt og vistlegt bátahús við Naulhólsvík í Skerjafirði, en Skerja- fjörður er mjög vel fallinn til róðr- aræfinga, vegna legu sinnar. — Efalaust mun róðrariþróttin eflast mikið á næstu árum, því að margir munu þeir vera, afkomendur eldri kynslóðarinnar, sem nú, þegar vjel- knúin skip ösla um sjóinn fram og aflur, munu líkt og hinir gömlu sjó- garpar finna yndi í því að þreyta afl sitt við árina og finna með gleði hins framsækna manns hvernig bát- urinn flýgur áfram við hvert ára- Skarphjeðinn Jóhannsson. tog að hinu setla marki. Vissulega liafa kappróðrarbátarnir ekki farið á mis við menningu tækninnar, því í stað hinna föstu jiófta, er á kapp- róðrarbát meðal annars sæti, sem rennur til á hjólum, svo hægt sje að ná lengra togi með betri spyrnu. Róðurinn er holl og óvenju spenn- andi íþrótt en um leið nokkuð krefj- andi, cnda mun fyrir að hitta hraust an dreng og heilan, sem getið hefir góðan orðstír i hópi ræðaranna. vísu ekki, en hinsvegar urðu Finnar að skuldbinda sig til ]iess með friðarsamningunum, að lengja járnbrautina frá Rovani- emi austur að rússnesku landa- mærunum, svo að hún komist í samband við Murmanksbrautina rússnesku. Ellin breytir draumum æskunnar í veruleika; það sjest á S'wift, hann smíðaði vitlausraspítala í æsku og í elli sinni fór hann þangað sjálfur. Otbreiðið Fálkann! VBB5 VDMFHJ[TAirAfl)!EIKffi ÓSIAMDS % Reyk|a«lk Elzta vcnntQ og tullkomnosto vorksmlðjo sinnar grelnar 6 lilandi Starfið er margt, - en vellíðan, afköst og vinnuþol er háð þvi að fotnaðurinn sé hagkvœmur og traustui

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.