Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.11.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNfltfW ttftNMJRNIR Þrjár óskir Æfintýri. Einu sinni voru þrjár systur, sem hjetu Lína, Gerða og Tóta. Foreldr- ar þeirra voru dáin, en gamall frændi þeirra hafði alið önn fyrir þeim. En nú var hann lagstur hana- leguna og þá kom það í ljós, að hann vissi jafnlangt nefi sínu og hafði gáfu, sem fæstir aðrir höfðu. „Þið hafið allar verið ósköp ljúf- ar við mig, telpur mínar“, sagði hann við þær, þar sem þær stóðu við rúmið hans, „og nú á jeg að hverfa inn í eilífa lífið, sem er hinum megin við dauðann. En áður en jeg dey, ætla jeg að launa ykkur fyrir hvað þið hafið verið góðar, með því að lofa ykkur að óska ykkur einnar óskað hver. En hugsið þið ykkur nú vel um, því að það er ekki hægt að breyta óskinni eftir á. „Jeg óska mjer að verða idk!“ sagði Lína, — hún var elst. „Heimskulegt var það“, sagði gamli maðurinn og hristi höfuðið. „Því að mikið gull gerir þig bara drambsama og ágjarna. En, verði þjer að ósk þinni, barn. Guð blessi þig, svo að þú verðir góð stúlka, þrátt fyrir ógæfu gullsins“. Og svo lagði gamli maðurinn höndina á kollinn á Línu og bað hana fara i friði. „Jeg óska mjer fegurðar, frændi“, sagði Gerður, sem var næst. „Heimskulegt var það“, sagði gamli maðurinn aftur og hristi höf- uðið. „Of mikil fegurð skapar hroka- fult hugarfar og gefur þjer fleiri óvini en vini. En verði þjer að vilja þínum, barn. Guð veri þjer náðug- ur og varðveiti þig og geri þig að góðri stúlku þrátt fyrir fegurðina“. Og svo lagði hann lófann á kollinn á Gerðu og bað hana að fara í friði. „Jæja, hvers óskar þú nú, Tóta litla ?“ spurði frændi gamli skjálf- raddaður og strauk yngstu telpunni mjúklega um kinnina. „Frændi minn“, svaraði Tóta og ltysti á hönd gamla mannsins, „jeg veit ekki nema það sje heimskulegt, en — mig langar skelfing til að verða hyggin og góð stúlka“. „Þetta var gott svar“, sagði gamli frændi og kinkaði kolli. Hyggindi vísa þjer leið til alls, sem gott er, bæði fyrir sjálfa þig og aðra. Blessi þig Guð, barnið- mitt, svo að óskin þín verði ávalt sjálfri þjer og öðr- um til gleði og ánægju“. Og svo lagði hann höndina á kollinn á Tótu og bað hana að fara í friði. Og svip- stundu síðar tók hann andvörpin og var örendur. Systrunum varð að því, sem þær höfðu óskað. Lína grfði sand af peningum og varð ríkasta manneskj- an í landinu. En meðvitundin um alla peningana steig henni til höf- uðs. Hún varð hrokafull og vildi ekki einu sinni kannast við systur sínar og því síður við gömlu kunn- ingjana sína, en umgekst aðeins rík- isfólkið og aðalinn. Auk jpess varð hún ferlega ágjörn og ljet aldrei eyri af hendi rakna, svo að hún iðr- aðist þess ekki eftir á. Ónei, þvi _ fór nú fjarri, að Lína yrði eins ham- ingjusöm og hún hafði haldið. Gerði varð líka að ósk-sinni. Hún varð fallegri og fallegri með hverj- um deginum og loks varð ekki um það deilt, að hún var fríðasta kona í landinu. En — hún varð dramb- lát eins og Lína og mat fegurð sína meira en alt annað. Vinkonur henn- ar urðu öfundsjúkar og fóru að bera út óhróður um hana, og Gerði leið ver en hana hafði órað fyrir. Hún hafnaði ölluin biðlum, þvi að henni fanst enginn nógu góður. Og loks fór svo, að aliir karlmenn óttuðust Gerði eins og sjálfa pestina. Ósk Tótu rættist einnig, og hún varð bráðlega kunn um alt landið fyrir hyggindi sín. Hún fjekk ágæta stöðu og hafði nóg fyrir sig að leggja. Fólk fór til hennar langar leiðir til þess að fá góð ráð; allir litu upp til hennar og hún varð mjög hamingjusöm. Það eina sem amaði að henni var ógæfa systra hennar. Hún reyndi eftir megni að gefa þeim góð ráð; en það stoðaði ekki. Þær vísuðu henni óðar frá sjer með fyrirlitningu og sögðust komast af án heimskunnar úr henni. En svo átti það að liggja fyrir landinu að lenda i styrjöld við riki, sem var miklu voldugra. Fjöldi Stökk í háloftunum. ungra og hraustra manna fjell í val- inn, en samt börðust þeir sem eftir lifðu af svo mikilli hreysti að óvin- irnir undruðust það. Baráttan var háð fyrir frelsi ættjarðarinnar og hermenninir vildu heldu deyja en sjá það tekið herskildi. En ofureflið varð að lokum meira en við það yrði ráðið og óvinirnir æddu inn í landið og unnu mikið tjón. Þeir brendu bæi og rændu og rupluðu. Landslýðurinn flýði hóp- um saman inn til höfuðborgarinnar til þess að leita verndar þar. En nokkrir urðu eftir til þess að gæta eigna sinna og meðal þeirra var Lína. Þó að alt heimilisfólkið legði „Skugginn S k r í MaÖurinn, sem hafði látiö sjer inisheyrast, og hjelt, aö hann væri boöinn á grinmball. 11 u r. á flótta, sat hún samt sem fastast eftir í óðalshöll sinni. Hún bjóst við að geta borgað óvinunum svo vel, að þeir ljeti hana i friði. En þegar hermenn óvinaliðsins komu, brendu þeir allar eignir hennar, stálu pen- ingum hennar og hröktu hana út á gaddinn. Gerða var ein þeirra, sem ekki vildi forða sjer undan á óhultan stað. Hún taldi víst, að óvinirnir mundu verða svo hrifnir af fegurð hennar, að þeir mundu sýna henni þan sóma að láta hana í friði. En þegar hermenn óvinaliðsins komu tóku þeir gerðu til fanga og höfðu hana með sjer í herbúðir sínar og gáfu hana hershöfðingjanum, en hann píndi liana og kvaldi á allan hugsanlegan hátt. í höfuðborginni var alt í upp- námi. Óvinaherinn átti skamt ófar- ið að borginni og eftir nokkra daga yrði hún umkringd og síðan tekin herskildi og jöfnuð með jörðu. Allir hershöfðingjar ríkisins voru sladdir í konungshöllinni og ráðg- uðust um hvað gera skyldi. Horf- urnar voru hinar ömurlegustu og engum gat komið neitt ráð í liug til að stöðva framrás óvinanna. En alt í einu mintist einn hershöfðinginn þess, að til væri stúlka, sem var köll- uð Tóta og var fræg um land alt fyrir vitsmuni sina. Hann sagði kóng inum frá þessu og kongurinn skip- aði að láta kalla Tótu á fund sinn undir eins. Jæja, Tóta ljet ekki standa á sjer að koma og þegar liún kóm inn i höllina og sá örvæntingarsvipinn á andliti kóngsins þá sagði hún ró- lega: „Herra konungur, farið að mínum ráðum og þá munu óvin- jrnir samstundis hverfa úr landinu. Dragið þjer upp pestarflöggin á öll- um virkjum og hæðum og þá slær ótta á óvinina og þeir flýja eins og fætur toga“. Nú var undir eins gert eins og Tóta mælti fyrir og áhrifin urðu að óskum. Hermenn óvinanna flýðu hver sem betur gat og fylkingar þeirra riðluðust. Og konugshern- um reyndist auðvelt að lireinsa landið. En Tóta varð drotning í ríkinu, því að konungurinn var ungur og ógiftur og hafði orðið ástfanginn af henni. Síðan sá hún um, að systur hennar urðu eins og frændi þeirra hafði langað til, og svo kann jeg ekki þessa sögu lengri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.